Leita í fréttum mbl.is

Af hverju snerta jólin svona marga? - Gleðileg jól.

Ég fór í barnafataverslun í gær með eiginkonu minni. Þar voru margir og gaman var að sjá hvað fólkið vandaði sig í vali sínu.

Það var vegna þess að þau voru að kaupa jólagjafir á litlu börnin sín eða barnabörnin sín eða einhver önnur börn sem þeim þykir svo vænt um.

Öll vildum við kaupa góða og fallega flík á börnin.

Barnið sem við vorum að velja fötin á er óendanlega fallegt og algerlega háð kærleika umhverfis síns. það kallar á kærleikann, sem það sjálft ómælt sendir frá sér og sjálfkrafa vex ástin til barnsins. 

Þessi ást til barnanna og viðleitini okkar til að þeim líði vel og eigi góðan grunn til að standa á lífinu er þeim óendanlega mikilvæg.

Hlýjan sem fötin veita barninu er lífsnauðsynleg en hin andlega hlýja er ekki síður nauðsynleg og uppsprettu þeirrar andlegu hlýju getum við sótt í boðskpa jólanna, þ.e. í jólaguðspjallið sem talar til okkar í dag.

Boðskapur jólanna snertir okkur vegna þess að hann er fagnaðarboðskapur um nýjan og betri heim fagnaðarboðskapur um að hvert okkar og eitt er óendanlega mikils virði í augum Guðs og í þeim anda eigum við að koma fram hvert við annað og í þeim anda ættum við að lífa. 

Fyrst Guð elskar þig, elska ég þig líka.

Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær.

Karl V. Matthíasson, prestur .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband