Leita í fréttum mbl.is

Bloggvinir - takk fyrir

Nú fer nóttin að nálgast og ég fer yfir daginn í huganum. Hvað var minnisstæðast í dag? 

1. Þegar Pétur 12 ára sonur minn og Aron jafnaldri hans og bekkjarbróðir voru að tala um hvort það gæti verið satt að jörðin væri kannske að eyðast af því að súrefnið færi að klárast og við myndum stikna til dauða.  Annar sagði: "kannske hefði verið betra að vera 12 ára þegar afi fæddist."

Það þarf að varast að vera með náttúrudauðatrúboð í skólum og gera börnin ábyrg fyrir því sem við hin fullorðnu erum búin að gera.  Náttúruverndarumræðan verður að vera yfirveguð og án spádóma um eld og eimyrju. Náttúruverndarmálin varðar okkur öll hún er alls ekki einkamál sumra.

2. Ingibjörg Sólrún í fréttavitalinu - hún er alltaf flott.  Vona  innilega að hún verði fyrsta konan í sögu þjóðar okkar til að verða forsætisráherra.  (Munum að kjósa Samfylkinguna 12 maí -- það er allt í lagi að gera annað í skoðanakönnunum.)

3. Andóf fjöskyldunnar þegar ég sauð siginn fisk og saltað selspik í matinn, það reyndist svo sérréttur minn. 

4. Fundurinn sem ég fór á og fékk verðlaun fyrir að hafa verið edrú í 21 ár. (Þökk sé Guði)

Ps. er að læra betur á bloggið, en fatta ekki alveg hvernig maður á að svara athugasemdum, en það mun örugglega koma eins og annað og svo þakka ég þeim sem vilja vera bloggvinir mínir.

 

Stöndum saman

X-S (Success)

Kallimatt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sofðu rótt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.2.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ferð bara í greinina þína og svarar eins og þú sért að gera athugasemd hjá öðrum. Á botni færslunnar er tengill sem heitir athugasemd, þar klikkarðu eins og þú ætlir að senda sjálfum þér tóninn.

Umhverfisfræðsla er nauðsyn, til að hægja á ískyggilegri þróun. Heimsendaspádómar eru samt ekki hollir börnum. Ég hef þó gerst sekur um slíkt, svona á milli línanna í blogginu mínu. Mér finnst þó að samhengi hlutanna sé ljóst. Hvað í grunnin veldur. Ég segi orkugnægð, sem leiðir af sér hömlulausa fólksfjölgun, restin er keðjuverkun. Græðgi og tengslaleysi okkur við umhverfið gerir þetta að verkum líka. Við sjáum ekki eyðingu skóga meðan við lesum blaðið í asfaltheimi borgarsamfélagsins og tengjum því ekki.

Ég man þegar ég var gutti, þá las ég að jörðin myndi hægja á sér á milljónum ára og eftir einhverja milljarði ára myndi hún steypast í sólina og brenna upp. Ég svaf ekki í margar nætur fyrir kvíða og angist yfir þessum skelfilegu horfum. Heimsorgin fyllti mig og ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn, sem ég gerði mér grein fyrir forgengileika lífsins. Ég tók þó gleði mína aftur og varð þakklátari fyrir hvern dag, sem ég mætti.

Já og til hamingju Kalli með 21 ár! Megir þú bæta öðru eins við og betur.

Var að skrifa um Jesú, Herbalife og Kirkjuna á blogginu mínu. Veit ekki hvort það hugnast þér, en mér þætti gaman að fá komment á það frá þér. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2007 kl. 02:20

3 identicon

Heyrðu, svakalega er þetta kúl blogg hjá þér, ótrúlegt að ég skuli ekki vera búin að finna það fyrr!

Nú verð ég að fara láta Þór vita já og auðvitað Sindra og til hamingju með edrú afmælið!

Mágur þinn er á Hornó - ég vona að hann hafi ekki orðið meint af vegna brunans, á að vísu eftir að heyra í honum.

BLESSJÚ Edda

Edda Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 19:05

4 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Til hamingju með 21 árs afmælið!

Guðfinnur Sveinsson, 7.2.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband