Leita í fréttum mbl.is

Fyllirí í sjónvarpi

Kastljósið í kvöld var nokkuð sérkennilegt. Ungur maður var fenginn til að detta í það og sýna fram á að jafnvel hin minnst bjórdrykkja veldur vanhafæni til aksturs. Vonandi sá  Kastljósið um að koma manninum heim. 

Það er  þarft að minna á hvílíkt skaðsemdarefni alkahólið er og þá ekki aðeins í tengslum við akstur  Stunum er látið að því ligga að það sé svo hollt og jafnvel nauðsynlegt að drekka það  til þess að maður fái ekki fyrir hjartað.  Ef við  myndum meta í alvöru og horfast í augu við alla þá þjáningu sem hlýst af alkahólinu og öllum þeim kostnaði sem neysla þess veldur veldur þá er ég viss um að myndum alls ekki vilja rýmka áfengislöggjöfina.

Ég er reyndar pínulítið spurningarmerki eftir þennan þátt. Var kannski bara verið að auglýsa bjór með órúlega kænum hætti?

Drekkum minna og verum glöð.

 Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég vona bara að fólk hugsi sig um og keyri ekki eftir einn bjór, eftir að hafa séð þetta. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.2.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitthvað eru þeir að verða uppiskroppa með skúbb þarna hjá rúv. Ég sá nákvæmlega sama dæmið á myndbandi, þegar ég tók meira prófið í fyrra. Það var að vísu á dönsku svo þeir mega þá eiga þökk fyrir að þýða þetta yfir á íslensku.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.2.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Fullkomnlega sammála þér að það er mjög varasamt að lækka aldur til áfengiskaupa. Að sjónvarpsefninu, þetta var hálf misheppnað hjá þeim þótt að þau hefðu örugglega meinað vel kastljósfólk.

Ég hálf vorkenndi stráknum, sem niðurlægði sig hálfpartinn fyrir alþjóð með því að sitja haugafullur í sófa í viðtali. 

Guðfinnur Sveinsson, 14.2.2007 kl. 01:23

4 identicon

hehe andri freyr er vanur "niðurlægingum" ... en mikið þykir mér gaman að geta fylgst með séra kalla hér

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband