Leita í fréttum mbl.is

Fæðingardeild íslenzku krónunnar. (Kórónunnar)

Í nótt munu margar krónur fæðast.  Þær munu verða fluttar af fæðingardeild sinni og  lagðar með mikilli umhyggju ofan á þær krónur, sem fæddust nóttina áður, en þær krónur hvíla á enn öðrum, sem fæddust nóttina þar áður.  Þeim fjölgar hratt og örugglega og staðurinn sem þær hvíla svo allar á eru útistandandi lán sem lánastofnanir eiga hjá því fólki, sem veðjaði ekki gegn þessari undraveru sem íslenska krónan er.  Þetta eru verðbóta krónur. Nokkurs konar bætur fyrir þá, sem áttu krónur fyrir,  af því að klósettpappírinn hækkaði, smjörið og bensínið.

Auðvitað verða bankarnir að fá bætur, auðvitað verða sparifjáreigendur að fá bætur, auðvitað verða lífeyrissjóðir að fá bætur það er auk þess svo dýrt að greiða úr þeim.

Og svo kemur að því að þeir sem  fengu þessar krónur lánaðar geta ekki borgað meiri bætur af því að allt hefur hækka svo mikið, nema launin. 

En við verðum að skilja að sigurganga krónufæðingardeildarinnar verður að halda áfarm, án tillits til þess þótt æ fleiri sjái fram á húsnæðismissi eða endalausar greiðslur til bankanna sem verða að greiða fjármagnstekjuskatt af þessum bótum sem þeir fá, af því að allt er að hækka, nema launin. 

Haldið áfarm að borga, borgið, borgið, borgið meir í sjóð. Þetta skulum við syngja öll í einum kór.

Ef þú missir svo íbúðina þína sem þú tókst stórt lán til að eiga fyrir þig og börnin og ert búinn að greiða margar milljónir en sérð lánið hækka,hækka og hækka um jafnmargar milljónir getur þú huggað þig við það að kannski vill bankinn bara leigja þér hana, þegar hann er búinn að taka hana úr höndum þínum af því að þú getur ekki lengur greitt honum bæturnar fyrir hækkunin á klósettpappírnum,  smjörinu og bensíninu.  Lifi fæðingardeild íslensku krónunnar.

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband