Leita í fréttum mbl.is

Æðruleysismessa.

Þið eruð öll hjartanlega velkomin í æðruleysismessu í Dómkirkjunni sem verður á sunnudagskvöldið kemur kl. 20.00. Þetta er konudagurinn. Aðeins einn Karl  fær að þjóna við þessa messu - allir aðrir sem koma að þjónustunni eru þar af leiðandi konur. Sjá eftirfarandi áróður.

Æðruleysismessa verður í Dómkirkjunni á sunnudaginn kl. 20.000.

Að þessu sinni munu kvennakórarnir Vox feminae og Gospelsystur Reykjavíkur  ásamt félögum úr Stúlknakór Reykjavíkur annast  söng undir stjórn Margétar J. Pálmadóttur og Arnhildar Valgarðsdóttur  píanóleikara.  

 

Þá mun ein kona úr hópi kirkjugesta vera með reynslusöguna en prestarnir Anna Sigríður Pálsdóttir, Bára Friðriksdóttir og Karl V. Matthíasson munu þjóna að öðru leyti.  Þú ert  hjartanlega velkomin(n) í þessa messu sem mun einkennast af  þakklæti, von, gleði  og bænagjörð.

  Æðruleysismessurnar hafa verið haldnar á hverjum vetri undanfarin ár og  fjöldi fólks sótt þær. Hér er viðleitni kirkjunnar til að  auka fjölbreytni í helgihaldi sínu og laða fleiri að til guðsþjónustunnar. Í þessu tilviki er verið að höfða til fólks sem þekkir 12-spora leið AA-samtakanna og reyndar líka til fólks sem er að upplifa umrót í lífi  sínu miklar breytingar eða kaflaskil. 

Í æðruleysismessunum hefur verið leitast við að hafa fjölbreytni í tónlistinni og margt tónlistarfólk tekið þátt í þeim.

Oft er boðið upp á fyrirbænir í lok æðruleysismessanna en þá ganga þau sem vilja upp að altarinu og leggja ýmis bænarefni sín fram og er þá beðið fyrri hverju því sem fólk vill leggja í hendur Drottins og fela honum.

Guðsþjónustan er öllum holl. Þau sem koma til kirkjunnar og eiga þar sameiginlega stund  byggjast þar upp og eiga betur með að fóta sig í lífinu og takast á við margvíslega erfiðleika sem flest fólk mætir í lífi sínu. 

Og ekki veitir nú af þjónustu kirkjunnar í allri þeirri baráttu sem nú fer fram um mannssálirnar.  Öll viljum við lifa góðu og áhyggjulausu lífi. Til þess að það sé hægt verðum við að hafa góðan grunn til að standa á. Sá grunnur er hvorki  efnið alkahól né önnur fíkniefni.  Kærleikstrúin sem boðuð er í kirkjum landsins er góður lífsgrunnur og hefur hún reynst þúsundum blessun, björgun og líkn.

Við sem stöndum að æðruleysismessunum í vetur minnum á að öll erum við velkomin í þær.  Æðruleysismessurnar eru haldnar næst síðasta sunnudag hvers mánaðar.

Bestu þver-pólitískar kveðjur

Kalli Matt

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband