Leita í fréttum mbl.is

Auðlindin mikla.

Nú hefur umræðan um auðlindir Íslands komið vel upp á yfirborðið. 

Hver átti Ísland áður en menn komu þar að? Og hver átti Ísland eftir að menn komu þar að? Voru það höfðingjarnir einir? Var eitthvað til sem hét almenningur, var eitthvað til sem hét þjóðareign? Já hver átti allt góssið, þetta dýrðarinnar land, fiskimiðin. o.s.frv. 

Hugsum okkur þræl eða ambátt sem flutt voru hingað og þau eignaðist þrælabörn.  Áttu þau eitthvað í landinu sem þau  þræluðu í við að yrkja og sviti þeirra  rann í jörðina í akruinn? Hver var staða þeirra  og barna. Hver var staða þess vinnufólks sem rekið var á vertíðina eins og þrælar og bar svo ekkert úr býtum.

Svona getum við pælt og skrafað fram og aftur á heimspekilegum, siðferðilegum og jafnvel trúarlegum nótum um tengsl mannsins við landið og hafið og uppskeruna alla?

Samfélag okkar er á margan hátt mun flóknara en þegar landnámið átti sér stað -- eða á ég kannski frekar að segja öðruvísi flókið? Við lifum á tímum upplýsinga og hraðra samskipta. Hugsanir okkar eru jafnvel komnar fyrir almenningsaugu á Blogginu áður en þær eru orðnar fullþroskaðar. En hvernig sem þetta allt er:  tölvuöld versus rúnaristun eða kálfskinnsritun þá má ljóst vera að hver manneskja stendur einhvern veginn í sömu sporum og landnámsmennirnir forðum. (Að vísu gátu þrælar orðið leysingjar þá). Í þeim skilningi að allir verða að hafa húsaskjól fæði og klæði. Til þess að svo megi verða þarf fólk að hafa einhverjar tekjur, einhvegn grunn til að standa á, sem tryggir þeim afkomu. 

Íslendingar eru  vel settir í dag og margt hefur breyst í gegnum aldirnar. Okkur hefur tekist að yfirstíga tímabil örbyrgðar, grimmdar og einokunar og nú búum við í landi sem hefur tekist að byggja samfélag þar sem nokkuð almenn velferð hefur ríkt.  Hér hafa orðið gríðarlega miklar framfarir bæði á sviði lýðræðis,  heilbrigðismála, menntunar, samgangna og fleira. það hefur í sumum tilfellum tekið mjög á að breyta þessu og kostað harða baráttu -- verkföll og svo framvegis. En því miður höfum við nú villst af leið.   það sést á stöðu ýmissa byggða, sem hafa goldið fyrir hina innleiddu græðisvæðingu 12 ára ríkisstjórnar landsins. það sést líka á því að hagur öryrkja og eldri borgara hefur farið versnandi undanfarin ár.

Já, lífið er mikil barátta við sjáum það um allt bæði hér og í Írak.

Nú er bátátta hér á landi í gangi um það hvort setja eigi í stjórnarskrá að íslenska þjóðin eigi Ísland með gögnum og gæðum ef svo má að orði komast.  Það er auðvitað borðligjandi að íslenska þjóðin á áuðlindir landsins. Og fyrir nokkrum árum hefði ekki einum einasta manni dottið það í hug að pæla í þessu.

En nú er þetta orðið mál málanna. Hver á auðlindir landsins, landgunnsins og þess sem þar er undir og fyrir ofan?

Já afhverju er verið að pæla í þessu.  það er út af græðgisvæðingunni. Sumir menn eru þannig þenkjandi að þeiri telja að þeir hafi rétt til að vera eigendur fiskistofna sem synda um í sjónum og öðrum er það ákafamál að  selja allar virkjanir þjóðarinnar og láta þjóðlenurnar fylgja svo með.

Já vatnslindir, þjóðlendur, fiskimið og allt skal selt í hugum sumra. Sjúkrahús, skólar, hafnir vegir flugvellir og svo framvegis, allt allt skal falt og mikið hefur verið selt undanfarið.  

Hefur þjóðin sem átti bankana haganast á sölu þeirra? Hefur þjóðin hagnast í sölu Símans eða  Síldarverksmiðju ríkisins. Svari hver fyrir sig. Hver er ástæðan fyrir þessu einkavæðingarbrjálæði og nú þeirri geggjuðu hugsun að þjóðin sjálf  eigi ekki að vera eigandi auðlinda sinna lengur. 

Við verðum að staldra við átta okkur á því að við erum ekki eilíf og að aðrir eiga að taka við eins og við höfum tekið við af þeim sem á undan okkur komu.

Nú er hlutverk stjórnmálanna að leiða á ný þá hugsun inn í samfélagið  að við sem byggjum Ísland, íslenska þjóðin eigi sjálf auðlindir lands og sjávar og að við megum ekki gefa það eða selja úr hendi okkar.

Nú skulum við innleiða hugarfar jafnaðar, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og okkur sjálfum svo við sjáum hvar fátækir eru og hvað við getum gert til að rétt hag þeirra.

Byggjum réttlátt þjóðfélag

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mælir þú manna heilastur.  Hér hefur einhvernveginn verið hjá líða að skoða til framtíðar hvers konar áhrif þetta arðrán hefur á framtí vora og jafnvel hvort endirinn verði sá að þessi fjöregg okkar verði seld úr landi af gróðagýpum þessa lands.  Þetta er alvarlegasta spurningin um sjálfstæði þjóðarinnar til frambúðar og ein sú mest aðkallandi. Ef þessu verður ekki breytt, þá munum við verða leiguliðar erlendra lénsherra áður en langt um líður.

Bloggið hans Nilla er er góð lesning til að kynna sér hrikalegar horfur okkar með sjávarútvegsmál í þessu samhengi, svona sem dæmi.

http://nilli.blog.is/blog/nilli/ 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í öllu þessu auðlindatali og stjórnarskrárbreytingaráróðri, þá er eitt meginatriði undanskilið og það er fiskurinn. Ofureinföldun staðreynda í málflutningi þar um er augljóslega í skjóli þess að enginn virðist hafa hundsvit á því hvernig þetta varð svona og hvers vegna er lítið hægt að gera í því.  Hér er komment, sem ég stti inn á bloggið hans Nilla og er svona hraðnámskeið í kvótapólitík:

Þetta er flókið mál þetta kvótarugl. Enn meira rugl eru þessar breytingatillögur á stjórnarskránni. Það er of seint gagnvart fiskinum en máske tímabært áður en orkunni verður skákað úr höndum okkar.

Kvótakerfið var gott og réttlátt í upphafi og meikaði sens að veita aflarétt eftir veiðireynslu og setja kvóta til stjórnunnar veiðum og verndun stofna.  Það sem hins vegar rústaði þessu kerfi var einn hæstaréttardómur, sem leyfði fyrirtækjum að skrá kvótann sem eign. Það er telja óveiddan fisk til tekna var lykilatriði þessa harms. (þessvegna líki ég þessu stundum við Enron, sem byggði eignir sínar á spám um óselda orku). Skatturinn hafði eðlilega bannað slíkt enda er það sem ekki er til, ekki verðmæti, en hæstiréttur afnam það með arfavitlausum dómi og menn sváfu á verðinum. 

Þetta virkaði í fyrstu sem mikið búst fyrir fiskiðnaðinn, sem var skuldsettur. Allt í einu áttu menn fyrir skuldum samkvæmt bókhaldi og gátu aukið fjárfestingar með veðum í hinum óveidda fiski. Það var tímabundið blómaskeið og allir voru sáttir. Engin sagði múkk.

Svo kom þessi brilliant hugmynd...fyrst óveiddur fiskur gat verið reiknaður til eignar og settur sem veð fyrir lánum þá hlaut að vera hægt að selja hann Pétri og Páli. Það var svo gert og þeir sem sterkastir voru og með best tengsl inn í bankakerfið keyptu upp hina litlu og veiku eða þá sem sáu ofsjónum yfir þessu skjótfengna fé og sviku byggðir sínar með að selja kvótann burt og hætta útgerð. Svo fluttu menn á mölina og fengu sér jeppa og hús og voru með tryggan lífeyri. Þarna eru margir samsekir. Ekki bara stærri félögin. Allir, sem létu þessa atburðarrás ganga óáreitta þar til ekki varð aftur snúið eiga sök.

Þarna hefði átt að setja lagalegar skorður strax og banna flutning kvóta milli byggðarlaga og setja takmörk á kvótaeign tengdra félaga og stórfyrirtækja.  Best hefði náttúrlega verið að láta reyna á dóminn fyrir alþjóðadómstóli eða afnema hann með lagaboði. En ég held að enginn hafi séð þróunina fyrir sér þá. Því fór sem fór.

Nú horfir svo við að þeir sem eiga kvótann hafa borgað fyrir hann formúu og eiga hann því með réttu.  Eina leiðin til að vinna hann til baka og setja hann heim,  er að ríkið þvingi menn til að selja sér hann með lögum og stjórni síðan sölu á honum með tilliti til byggða.

Þetta gæti aldrei gengið, því það er líklegt að slíkar þvinganir standist ekki alþjóðalög. Fjárfestingar stóru aðilanna eru of miklar og innofnar í efnahagskerfið til að hægt verði að rekja þetta svona upp.  Það myndi allavega kosta miklar fórnir, sem ég er ekki viss um að menn sjái fyrir né séu tilbúnir að leggja á land og þjóð.  Byggðirnar eru í dauðateygjunum og lífi verður ekki blásið í þær sí svona. Svo vilja Íslendingar ekki vinna í fiski né búa úti á landi. Vandamálin yrðu allavega óteljandi og ófyrirséð.

Spurningin er því: Er nokkuð hægt að gera? Ég hef enga vitræna tillögu heyrt til að snúa þessu við út frá þessum einföldu staðreyndum. Hvað finnst þér?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband