Leita í fréttum mbl.is

Framsókn límd með tonnataki.

Frá því að þingi Framsóknarmanna var slitið má reikna með því að skuldir okkar hafi hækkað um nokkrara milljónir vegna verðbótaþáttarins. Framsóknarmenn hafa setið í ríkisstjórn í 12 ár, límdir með tonnataki við  Sjálfstæðisflokkinn. Og eru nú að reyna að kroppa sig frá öllu.

Samt er það þannig að sumir Framsóknarmenn tala eins og að Framsóknarflokkurinn sé nýstofnaður og umbóta sé þörf og að afnema þurfi verðtryggingu og stimpilgjöld og ég veit ekki hvað og hvað. Það var svipað hljóð í þeim fyrir fjórum árum og menn bitu á agnið.  Viðskiptaráðherra Framsóknarmanna hneikslaðist þá á beltum og axlaböndum bankanna en engu var breytt.

Af hverju ætti einhver að taka það trúanlegt þegar þeir tala nú um að afnema verðbæturnar. 

Er ekki allt í lagi?

Nei,  stuðlum að breytingum

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband