Leita í fréttum mbl.is

Stórfurðulegar ákvarðanir.

Flest hefur bent til þess að ríkisstjórnin sé fallin skoðanakannanir hafa sýnt það í marga mánuði. En viti menn þá berast henni hjálpráð úr röðum þess fólks sem hefur orðið hvað mest fyrir barðinu á henni.

Já ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju nokkrir einstaklingar úr röðum eldri borga og öryrkja hyggja nú að fara í sérstakt framboð.  Varla koma þeir með betri tillögur til hagsbóta hópi sínum en Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa gert undanfarin ár. Í flestum tilvikum hefur það líka verið í samstarfi eða samráði við talsmenn aldraðra og öryrkja.

Tek náttúrulega fram ég er sjálfur í framboði fyrir Samfylkinguna, en ég er næstum því viss um að ég segi þetta alls ekki af gremju eða ótta um að missa af þingsæti - miklu fremur af undrun í ljósi þess sem að framn hefur verið sagt.  Ég er mjög hissa.

það bjarg sem Samfylkingin stendur á er hugsjónin um jöfnuð og réttlæti.

Ég hugsa og spyr mig: Af hverju bætist þetta fólk ekki hóp okkar Samfylkingarmanna?

En auðvitað spilar persónulegur metnaður líka inn í þetta allt saman hjá hinum væntanlegu nýju frambjóðendum - ég skil það vel - sjálfur hef ég einnig slíkan metnað.  

Þá má líka vera að þeir sem höfðu forgöngu um þetta framboð hafi alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum eða stutt hann og þori hreinlega ekki að fara lengra en að stofna eigin flokk í stað þess að feta í spor Valgerðar Bjarnadóttur og Ellerts Schram sem eru nú bæði áhrifafólk í Samfylkingunni.  Má vera að pólitískir uppeldishlekkir eigi hér sök á.

Þetta sama má segja um Frjálslynda á sínum tíma og núna nýja græna framboðið hans Ómars Ragnars og Möggu Sverris. þau koma líka úr Sjálfstæðisflokknum eða að minnsta kosti umhverfi hans. Af hverju ekki að koma frekar til liðs við okkur í Samfylkingunni eftir að við lögðum fram tillögur okkar um fagra Ísland? 

Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að öll sú framboðafjöld sem nú er  fram komin verði til þess að Geir Haarde dansi og syngi "Þau koma í framboð -- þau koma í framboð" undir laginu ég fer í fríið ég fer í fríið.  það skil ég vel, hann syngur ágætlega 

Gamlir samsærisfræðingar halda því meira að segja fram að íhaldið hafi gert allt til að kynda undir þessi framboð og benda á þátt Moggans í því.

Megum við eiga von á fleiri framboðum "þröngra´" málefna eins og til dæmis "skuldara", sem þjakaðir eru af sístækkandi höfuðstóli lána sinna   Aðstandendur alkahólista, fíkla og fanga gætu líka stefnt á framboð og svo framvegis

Ég gæti skilið þetta betur ef Samfylkingin væri búin að vera við stjórnvölin undanfarin ár og staðið sig með sama hætti og Sjálfstæðisframsóknarflokkurinn hefur gert í 12 ára valdatíð sinni.

Hafa menn ekki heyrt í þeim Ingibjörgu Sólrúnu, Össuri , Margréti Frímans, Jóhönnu, Ástu R, Gunnu Ögmunds, Jóhanni Ársæls, þórunni Sveinbjarnar, Önnu Kristínu,  Björgvin G. Sigurðssyni, Ranveigu Guðmunds, Ellert Schram og fleirum og fleirum.  Ég tala svona vegna þess að Samfylkingin  fékk 20 þingmenn kjörna í síðustu kosningum það er ekki lítið. Það vantar bara herslumuninn til að fella þá ríkisstjórn sem hefur skapað  þá óánægju meðal þessa fólks sem bregst svona við. Hvað er að?

Fækkum framboðum, göngum í Samfylkinguna

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband