Leita í fréttum mbl.is

Ísafjarðarfundurinn

Ég sat fundinn á Ísafirði og vil ég þakka fyrir að til hans var boðað.  það er greinilegt að hann hafði sín áhrif.  Íbúar Ísafjarðarbæjar er uggandi vegna þess ástands sem nú er að skapast við væntanlega brottför Marels. það munar um minna. 

Undanfarin ár höfum við orðið vtini að því, hvernig fiskveiðistjórnun ríkisstjórnarinnar hefur farið sem logi yfir akur. það er ekki aðeins Ísafjörður, við getum líka bent á önnur byggðarlög Vestfjarða, svo sem Patreksfjörð, Tálkanfjörð, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri Bolungarvík, Drangsnes og  Hólmavík. Öll muna þau fífil sinn fegurri. 

Spyrja má hvað er til ráða? Og við höfum svörin. Við verðum í fyrsta lagi að koma samgöngunum í lag. Skapa þær aðstæður að fólk sem íhugar að flyta á þessa staði segi ekki strax: "Ég flyt ekki þangað vegna þess að vegirnir vestur eru vonlausir og hættulegir." Hvað þarf mikið til þess að bæta hér úr. Það þarf mikið,  en ef við ætlum ekki að afskrifa þær eignir og þau verðmæti sem fyrir hendir eru þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að það kostar peninga. Viljum við að Vestfirðir lifi. Svarið er já og þess vegna skulum við gera það sem gera þarf.  Klárum vegalagninguna fyrr en áætlað er því tíminn er nánast útrunninn.

Með sama hætti og Menntaskólinn á ísafirði stórefldi allt atvinnulíf þar mun nýr Háksóli Vestfjarða tengdur hátækniiðnaði til dæmis í góðri samvinnu við 3X Stál, þorskeldi og kræklingarækt gefa nýja möguleika.  Og svona mætti lengi telja  og nefna fleiri atvinnugreinar eins og til dæmis ferðamennsku.

Ég fór í sund á Suðureyri, naut þess að vera í heita pottinum (að sjálfsögðu eftir að hafa synt 200 metra). Og viti menn komu þá ekki allt í einu 8 bandarískir  ferðamenn að njóta þessara gæða. Fyrst þeir komu -- er þá ekki hægt að fá þá fleiri?  Þetta nefni ég, en auðvitað er þetta svo sem ekkert nýtt. Til þess að koma þessu á legg og mörgu öðru verður vilji og skilningur að vera fyrir hendi. Leggjum nú fjármagn í allt þetta.  Hið opinbera gæti líka verið með miklu fleiri störf úti á landi bæði á Vestfjörðum og víðar. Hér læt ég staðar numið í upptalningu sem gæti að sjáflsögðu verið mun lengri.

En víkjum aftur að fundinum, sem bæði var til hvatningar og áminningar.  Á honum kom líka fram hjá einum frummælenda að miklir möguleikar eru í þorskeldi. Okkur sem sátu fundinn var gefin kostur á að bera fram spurningar til frummælendanna. Og því notaði ég tækifærið og spurði hvort mögulegt væir að framleiða 20.000 tonn af eldisþorski í umhverfinu þarna. Mér fannst svarið ekki vera afdráttalaust en gat þó ekki skilið betur en að gríðarlega miklir möguleikar væru í þeirri atvinnugrein.  Þess sér líka stað -- því nú þegar hafa menn hafist handa við niðursuðu á lifur úr eldisþorski. Þetta er gert í Súðavík á þeim stað þar sem Frosti var áður með fiskvinnslu sína. Mér skilst að það vanti meiri lifur. En þetta er hið mest ljúfmeti. Og sérstkalega fannst mér ánægjulegt að koma og sjá þessa starfsemi þegar ég var þar ekki fyrir löngu. 

Allir sem töluðu á fundinum hafa þá trú að á Vestfjörðum geti mannlíf dafnað  og eflst.  Ég hef einnig þá trú en til þess að svo megi verða hjótum við að gefa öðrum tækifæir til að koma þessu í framkvæmd við höfum reynt hitt of lengi.

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir góðann og þarfann pistil og fyrir að fylgja eftir umræðu, sem alls ekki má sofna.  Var sjálfur að skrifa um þetta. Hugmyndirnar eru nægar. Nú þarf bara að safna þeim saman, athuga raunhæfni þeirra, meta út frá viðkiptasjónarmiðum og leggja svo fram til fjármögnunnar.

Hér er aðeins verið að bjóða ríkinu að fjárfesta í mannauð landsbyggðarinnar og ávaxta sitt pund. Engin forsjárkrafa heldur þvert á móti krafa um sjálfstæði og sjálfbærni.

Þetta er hægt ef unnið er að þessu með skipulegum og raunsæjum hætti.  Ég þekki mitt heimafólk.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 04:06

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær pistill.

En svona til gamans vegna eldisþorsksins, þá finnst mér að  við þyrftum reglulega að taka höndum saman og tala meir um fiskinn og nauðsyn hans fyrir sálartetrið og snerpuna. Lifrin er rík af A- og D vítamíni og svo er lýsið okkar unnið úr henni. Lýsið er merkilegt að því leyti að rannsóknir sýna að regluleg inntaka lýsis hafi sterk áhrif á boðunarefni heilans og er sérstaklega mikilvægt fyrir ofvirka!

Edda Agnarsdóttir, 14.3.2007 kl. 10:27

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæri Karl,

til að vinna komandi kosningar þarftu að breyta nafninu á flokknum þínum.  Kallaðu hann t.d. Vinstri kvennahreyfinguna grænt framboð, getur ekki klikkað.  

Skiptu síðan um formann eða láttu hana nota hárkollu Davíðs Oddssonar.  Þá kjósa einhverjir sjálfstæðismenn ykkur óvart.

Baráttukveðjur.

Björn Heiðdal, 14.3.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll. Ég er ekkert hyssa á að fylgi Samfylkingarinnar stefni lóðrétt niður. Skil þig ekki. Þú þorir ekki að tala um sjávarútvegsmál frekar en allir hinir í Samfylkingunni. Ég mun harma það ef þú færð kosningu inn á þing í ljósi þessa. Hver heldur þú að hlusti á þig með þennan fáráðnlega málflutning til handa sjávarbyggðunum ?

Níels A. Ársælsson., 15.3.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband