Leita í fréttum mbl.is

Þegar hendir sorg við sjóinn.

 Sorgarfréttir.

Hið skelfilega sjóslys sem varð fyrir einum sólarhring í mynni Ísafjarðardjúps snertir okkur öll.

Þeir Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jóhannsson fórust, hetjur hafsins. Störf þeirra  gerðu mörgum gott og eru grunnur margs þess góða sem við eigum í landi okkar.

Guð blessi minningu þeirra og styrki fólkið þeirra allt.

Verum tilbúin að rétta hjálparhönd.

 

 Líknargjafinn þjáðra þjóða.

Líknargjafinn þjáðra þjóða,
þú, sem kyrrir vind og sjó,
ættjörð vor í ystu höfum
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugarró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
Herra, lægðu vind og sjó.

Föðurland vort hálft er hafið,
helgað þúsund feðra dáð.
Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,
þar mun verða stríðið háð.
Yfir logn og banabylgju
bjarmi skín af Drottins náð.
Föðurland vort hálft er hafið,
hetjulífi' og dauða skráð.

Þegar brotnar bylgjan þunga,
brimið heyrist yfir fjöll,
þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll,
vertu ljós og leiðarstjarna,
lægðu storm og boðaföll,
líknargjafinn þjáðra þjóða,
þegar lokast sundin öll.

Drottinn, þinnar ástar óður
endurhljómi' um jörð og höf.
Breiddu þína blessun yfir
blóma lífs og þögla gröf.
Vígi' og skjöldur vertu þeim, sem
vinda upp hin hvítu tröf.
Drottinn, þinnar ástar óður
endurhljómi' um jörð og höf.

Jón Magnússon

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir að deila þessu. Óskaplega er þetta fallegt og djúprist.  Þú mætti alveg setja á þig hökulinn oftar hér á blogginu eins og þú gerðir áStaðarfelli fyrir okkur bræður í þjáningunni. Þér er ég æfinlega þakklátur fyrir það. Floktandi ljóstýra breyttist þar í eld.

Það er máske ekki óviðeigandi að benda á í þessari sorgarsögu að vegna reglugerðarfargans kvótakerfisins, sem til er komið fyrir þvermóðsku þeirra sem krafsað hafa til sín auðinn, þá eru menn neyddir til að róa á smærri bátum á þessum hættulegu miðum til að halda rekstrarkostnaði og fjárfestingu niðri m.a. auk þess sem menn taka nú frekar áhættu með að fara út í vondum spám í þeirri von um að framboðið verði minna á markaðnum og verðið hærra.  Menn hætta lífi sínu og limum sem aldrei fyrr til að sjá sér og sínum sómasamlega farborða.  Þetta mál er vert skoðunnar út frá þeim rökum ef einhverja reynslu má draga af þessu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband