Leita í fréttum mbl.is

Tannpína og skemmdar tennur

Auðvitað verðum við sem erum foreldrar að fylgjast vel með tannheilsu barna okkar.  Það er heilbrigðismál að hafa heilar tennur og ekki síst fyrir börnin. Skemmdar tennur valda vanlíðan og tannpína er mjög slæm, sérstkalega ef verkurinn er mikill. 

Er ekki kominn tími til þess að við bjóðum börnum þessa lands upp á fríar tannlækningar. Umfjöllunin í fréttunum í gær hlýtur að hafa vakið marga til umhugsunar. Það eru til skyldusprautur fyrir ungbörn við alls kyns sjúkdómum en ætti ekki það sama að gilda um tannheilsu og -hirðu?  

Að fara til tannlæknis er mjög dýrt og verður bara dýrara eftir því sem það dregst. Þetta á bæði við um fullorðna og börn. Þeir foreldrar sem eru fátækir geta freistast til að  fara ekki tannlæknis með börn sín nema í ýtrustu neyð. Og það færist nú í vöxt.

Sjúkrasjóðir sumra stétarfélaga taka þátt í tannlæknakostnaði félaga sinna en því miður eru þeir pengingar skattlagðir.   Ef við hugsum okkur tvö börn annað með allar tennur heilar í munni sínum en hitt með allar sínar skemmdar þá sjáum við strax hve mikill munur er á þessum börnum - í rauninni á allan hátt

Hér verðum við að taka okkur á.

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það eru þúsundir íslendinga hálf tannlausir vegna þess að þeir hafa ekki efni á að fara til tannlæknis.  Hversvegna ekki að bjóða pólska tannlækna velkomna til landsins? 

Þórir Kjartansson, 16.3.2007 kl. 18:08

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ástandið væri ekki svona ef Samfylkingin væri búin að vera í stjórn. Þá væri samábyrgð. 

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband