Leita í fréttum mbl.is

Í mér býr fiskifræðingur.

Endalaust er hægt að skrifa um fiskveiðistjórnarkerfið og það eru margir sem vita miklu betur en hinir.  Það býr nefnilega fiskifræðingur í okkur öllum.  Ég er búin að segja skoðun mína. Ég er þess hvetjandi að stórefla rannsóknir á lífiríki hafsins í kringum landið. Þetta er eign þjóðarinnar og við verðum að gera allt sem við getum til að lífríkið komi vel út og líka þannig að það sé til velsældar fyrir land og lýð.  Því meira sem við vitum um þessi mál því öruggari, réttari og léttari verður ákvörðunin.

stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæl Karl V Mattíasson.

Nú ertu kominn aftur eftir mögur ár utan þings. Eitt vil ég benda þér á treystu á sjálfan þig ekki aðra. Ég veit að þú ert maður fólksins þú veist sjálfur hvernig lífið er. Fólkið kaus þig vegna það hafði trú á þér.

Það skal tekið fram ég náði að hlusta á þig á þinginu fyrir þinglok þar varst þú afburða maður sem talaðir frá hjartanu. og færðir rök fyrir þínu máli.

Varðandi þetta kvótakerfi þá gengur þetta frjálsa framsal ekki lengur upp. Það ber að stoppa strax. Varandi fiskifræðinga og hafró okkar dugmikli Kristinn Pétursson sem hefur gagnrýnt þetta kerfi og nú í fréttum í kvöld var Jón Jónsson að taka undir með Kristni Pétursyni að það væri ekkert að marka þessa ráðgjöf fiskifræðinga.

Nú ert þú með 2 þingmenn Sjálfstæðismanna Sturlu Böðvarsson og Einar oddur þetta eru menn sem vilja breyta þessu kerfi. Enn fremur vil ég minna þig á Össur Skarphéðinsson sem tekur undir með þér sem þú bendir réttilega á.

Nú er þessi stóra spurning við þig sjálfan hvort þú munt beita þér að hörku í sjávarútvegsmálum á næsta þingi. Ef þú gerir það ekki mun fara fyrir þér eins og öðrum sem standa sig ekki. fólkið kaus þig til ábyrðar og treystir á þig.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 29.6.2007 kl. 19:41

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Karl ég tek mér það leyfi að birta hér færslu sem þú skrifaðir 3 apríl 2007. Við sem við sjóinn vinnum og búum á landsbyggðinni óskum eftir aðgerðum strax. Þetta eru algjörlega þín skrif og stefna. Núna ertu í aðstöðu til að standa við stóru orðin. Sýndu okkur að þú meinir það sem þú segir. Og hér kemur færslan.

Er nú staddur í Hólmavík, en var á Drangsnesi í dag. Hér er fegurð íslenskrar náttúru ótakmörkuð og í dag sá regnbogann yfir Drangsnesi þau ljósbrot voru stórfengleg og boðuðu gott.

Fólkið sem hér býr er afar vænt og tekur vel á móti gestum og vona ég, að ég eigi eftir að taka þátt í því að byggð hér eflist og dafni.

Hvar sem maður kemur talar fólk um að það sé mjög bagalegt að byggðirnar hér hafi með kvótakerfinu verið sviftar réttinum til að sækja sjóinn og nýta þær auðlindir sem eru við bæjardyrnar. Þetta minnir óneytanlega á ríki sem auðug eru af hvers konar auðlindum, en erlend ríki eða fyrirtæki hafa ein aðgang að. Sbr demantanámur í Nígeríu, eða olíulindirnar þar og svona má áfram telja. Er ekki kominn tími til að viðurkennt sé að kvótakerfið er ekki að virka í þágu fjölda byggða sem eiga aldagamlar hefðir fyrir fiskveiðum og vinnslu?

Breytum þessu

X - S

Kalli Matt

Hallgrímur Guðmundsson, 29.6.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Halli, kannski meinti séra Karl Matthíasson ekki neitt með þessu? Við skulum vona að kappinn komi með einhverja skýringu á þessu aðgerðarleysi sínu.

Sigurjón Þórðarson, 29.6.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Sælir félagar veðrið í dag er gott og er ég á leiðinni upp á nes.

Jóhann Páll, takk fyrir þin jákvæðu orð.

Hallgrímur ég þakka þér líka kommentið og ég finn til ábyrgðar minnar en ekki halda að ég sé einn með völdin

og við Sigurjón segi ég eftirfarandi

Ég stend við þetta sem ég segi. það er fólkið í landinu sem á fiskimiðin og aðrar auðlindir. Sigurjón minn - -- hvernig dettur þér í hug, þó að ég sé stjórnarþingmaður að ég muni breyta öllu í einum vetfangi. Minn flokkur hefur gangrýnt kerfið harðlega það veistu og við höfum fullan hug á koma með breytingar.  Ég er mjög ánægður með margt í stjórnarsáttmálanum og fyrir því hef ég klappað. (Hér gætu komið mörg orð um stjórnarsáttmálan en þér hlýtur að finnast eitthvað gott í honum).  Auðvitað hefði ég líka viljað sjá margt fleira í honum en þegar tveir eru að búa til sjórn þá er það svo að þú færð eitthvað í einu máli en gefur eftir í öðru.

Ég ætla ekki að fara að tjá mig um stjórnarmyndunina og niðurstöður kosninganna öðru vísi en þannig að við höfðum ekki aðra betri kosti í stöðunni og sætti ég mig við þá niðurstöðu. Og ekki ætla ég að fara að mála mig út í horn á fyrstu dögum þó allt fari ekki eins og mér finnst best.  

Ég verð auðvitað að taka við gagnrýni en þú talar um mig eins og ég sé lygari og plati fólkið og tengdir það óbeint prestsstarfi mínu. Þú veist líka að allt hefur sinn tíma og ég  er varla búinn að átta  mig á því að ég er orðinn stjórnarþingmaður (það er svo stutt síðan). Öll þau völd, sem þú ætlar að ég hafi, eru ekki í minni hendi, en ég get auðvitað lagt ýmislegt til málanna sem stjóranþingmaður og það mun ég auðvitað gera. Vona svo að gagnrýni þin sé sprottin af jákvæðum rótum en ekki einhverju öðru.

Kalli Matt.

Ps ég geti ekki svara persónulega hverjum og einum einustu athugasemdum þínum þá myndi tími lífs míns fara bara í díalóg við þig.  það verður þú að virða en þér er velkomið að koma með athugasemdir hjá mér eins og þu villt.

K

Karl V. Matthíasson, 30.6.2007 kl. 10:55

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér þykir mjög vænt um að hafa fengið viðbrögð við skrifum mínum þó svo ég sé mjög vonsvikin yfir því að fá engin svör við málefnalegum spurningum. 

Mér finnst líka mjög slæmt ef að þetta kerfi sem Karl Matthíasson sagði sjálfur, vel að merkja fyrir kosningar að hafi rústað mörgum sjávarbyggðum, skuli hafa verið gert að einhverri skiptimynt í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálstæðisflokkinn og að það eigi að leyfa kvótakerfinu að halda áfram að grafa undan sjávarbyggðunum.  Mér finnast þetta satt að segja ömurlegar upplýsingar sem má ráða í skrifum þingmannsins að sú hafi verið raunin að Samfylkingin hafi þurft að gefa þetta mál eftir.

Spurningarnar sem ég beindi til  félaganna Karls og Össurar eru hvorki margar né mjög flóknar og ég tel að varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar ætti ekki að mikla það verk fyrir sér að svara þeim þar sem  að hann hlýtur að þurfa hvort eð er að skoða skýrslur Hafró og Hagfræðistofnunar með gagnrýnum hætti. 

Spurningarnar voru:

Hvernig getur verið um ofveiði á þorski að ræða ef vöxtur einstaklinga er við sögulegt lágmark?

Hvernig er hægt að skýra aukinn fjölda skyndilokana vegna smáfisks nú á sama tíma og Hafró segir að það vanti nýliðun og að þeir fiskar sem eru að koma inn í veiðina séu fáliðaðir?

Hvernig er hægt að skýra að endurheimtur merkinga eru ekki í nokkru samræmi við stofnlíkön, þ.e. margfalt færri fiskmerki endurheimtast en stofnlíkan gerir ráð fyrir?

Hvernig Hagfræðistofnun geti spáð fyrir um stofnstæð áratugi fram út frá mismunandi aflareglum,  ef mikil óvissa ríkir um mælingu á stofnstærð þorskins sem nú er á sundi á í kringum landið og sérstaklega í ljósi þess að það hefur þurft að "leiðrétta" stofnstæð þorsks mörg ár aftur í tímann?

Sigurjón Þórðarson, 30.6.2007 kl. 13:04

6 Smámynd: Geir Agnar Guðsteinsson

Sæll Karl V.

Ég held að það hefðu allir, líka Sigurjón, gott af því að kynna sér tillögur LÍÚ sem miðaðst við 155 til 160.000 tonna þorskkvóta næstu tvö fiskveiðiár. Þeir leggja til að línumismunun verði felld niður strax og slægingastuðlar leiðréttir (þó fyrr hefði verið). Byggðakvóti verði felldur niður í áföngum á þremur árum. Það sem tekið verður af aflamarki vegna aflabrests og vegna byggðakvóta verði tekið af öllum útgerðum með aflahlutdeild.  Lagt er til að hvvalveiðar verði stórauknar, það er löngu tímabært að spyrna við fótum og hætta að fóðra allan þennan hval á "fiskinum okkar."

Geir Agnar Guðsteinsson, 2.7.2007 kl. 23:13

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Geir Agnar, Það er virðist vera sama tuggan margtuggin á LÍÚ vefnum þ.e. smábátarnir hafi veitt of mikið þó svo allir bátarnir séu komnir í margrómað kvótakerfi, hvalirnir, línuívilnun sé slæm og sömuleiðis er byggðakvótinn eðlisverri en annar kvóti og síðast en ekki síst verði að fella niður veiðgjaldið.

Hvar eru líffræðilegu rökin fyrir því að aflamarkið í þorski verði 155 – 160 þúsund tonn? Rökstuðningurinn fyrir því er mjög rýr roðinu rétt eins og í Hafró skrýslunni sjálfri.

Þessi umræða LÍÚ er á ákveðnum villigötum s.s. er erfitt fyrir mig að sjá að stefna Seðlabankans komi þessari ákvörðun um veiðar næsta árs á þorski eitthvað við og hvað þá furðulegri uppbyggingu þorsksstofnsins sem hefur staðið yfir um áratuga skeið.

Það sem ég vil taka undir með LÍÚ er að það er nauðsynlegt að efla hafrannsóknir og að hleypa fleiri sjónarmiðum að í þeirri miðstýrðu rannsóknum sem hafa minnt suma á vísindastarf í Sovétríkjunum.

Sigurjón Þórðarson, 3.7.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband