9.7.2007 | 00:36
Opinn markaður - frjáls samkeppni.
Það verður að segjast eins og er ég alveg kominn með upp í kok af umræðunni um framhjálöndun og öll þau meintu afbrot, sem sumir menn eru svo vissir um að hafi verið framin.
Ef þetta hefur verið faraldur - er þá ekki einfaldast að landa öllum fiski í gegnum markaði með strikamerktum körum svo öll tvímæli séu af tekin og saklausir menn hreinsaðir?
Þá myndi líka hlutverk fiskistofu breytast í fiskivigtunarstofu. Best væri auðvitað að frjáls samkeppni ríkti á milli fiskvinnslufyrirtækjanna um veiddan afla en við skulum ekki ætlast til að það sé hægt svona fyrsta kastið.
Hitt segir sig sjálft að sá gríðarlegi niðurskurður sem átt hefur sér stað hlýtur að kalla á það að fiskur fari ekki óunninn úr landi án þess að ÍSLENSK fiskvinnsla hafi fengið tækifæri að bjóða í hann.
Er ekki frjáls markaður ein af undirstöðum lýðræðisins?
Við viljum auðvitað stuðla að stöðugleika í greininni og ég tel að þessi mál verði að koma til skoðunar jafnframt því sem búið er að tala um auknar hafrannsóknir.
Stöndum saman
Kalli Matt
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha
Af mbl.is
Erlent
- Engin bein samskipti við sýrlensk stjórnvöld
- Kveikti í konu í neðanjarðarlest
- Segjast hafa varað þýsk yfirvöld við
- Segir að verið sé að svindla á Bandaríkjunum
- Fjórir létust er þyrla flaug utan í sjúkrahús
- Bandaríkjamenn skutu niður eigin herþotu
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
Athugasemdir
Sæll, Karl klerkur !
Var, núna rétt áðan; að senda stallsystur þinni, í hinum menntamanna og listamanna flokkunm, Sædísi Ósk Harðardóttur, í Vinstri hreyfingunni - Grænu framboði, hér á Suðurlandi, þann tón; hvern þið eigið bæði skilin. Þið ættuð, fyrir hönd beggja ykkar flokka, að skammast ykkar fyrir, að fylgja möglunarlaust skálknum Einari Kr. Guðfinnssyni að málum; og það, með þeirri ömurlegu auðsveipni, hverri þið viðhafið.
Síðan hvenær, hefir þessi heimskulegi boðskapur Jóhanns frænda míns Sigurjónssonar, hjá Hafrannsóknastofnun átt að verða, að einhverjum trúarbrögðum ? Hvað þykist þið, Samfylkingarfólk; t.d., horfa langt fram á veginn, í fyrirsjáanlegri niðurníðzlu sjávarbyggðanna, fari fram sem horfir ?
Ert þú maður, Karl V. Matthíasson; til að svara þessum einföldu fyrirspurnum mínum ?
Með blendnum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 00:57
Óskar Helgi ég myndi nú ekki treysta á að Karl V svaraði þessum spurningum en hvorki hann né ráðherra byggðamála hafa séð ástæðu til að svara fyrirspurnum er varða veikan grundvöll niðurskurðarins.
Sigurjón Þórðarson, 9.7.2007 kl. 17:37
"Það verður að segjast eins og er ég alveg kominn með upp í kok af umræðunni um framhjáhöldum og öll þau meintu afbrot, sem sumir menn eru svo vissir um að hafi verið framin."
Svona las ég nú upphafið fyrst þegar ég opnaði fyrir stjórnborðið hjá mér og þegar ég las framhaldið að þá sprakk ég úr hlátri. Ekki minnkuðu hlátursgusyrnar eftir að ég sá þessi þráhyggjukomment hjá þér!
Svo var fyrsögnin náttúrlega alveg í stíl við það hvernig ég las þetta. Hahaha
Edda Agnarsdóttir, 9.7.2007 kl. 20:34
Sæll Óskar Helgi
Vertu ekki með of mikinn skæting við fólk þá nennir það ekki að svara þér.
Við í Samfylkingunni höfum horft á hrun byggðanna undanfarin ár og þetta hrun er ekki nýtt af nálinni þú hlýtur að hafa tekið eftir því.
Það eru margir á þeirri skoðun að boðskapur Hafró sé kjaftæði. Eigum við þá bara að leggja Hafró niður og afskrifa allt sem þeir hafa verið að gera og leyfa öllum að veiða eins og þeim lystir?
Ég treysti mér ekki til að svara því játandi.
En hins vegar hef ég lagt áherslu á það bæði fyrr og síð eins og aðrir félagar mínir í Samfylkingunni að efla þurfi og víkka út stórlega allt rannsóknarstarf í sambandi við fiskistofna okkar og lífríki hafsins með aukinn aðkomu fleiri stofnana, sjómanna og fiskifræðinga. Og um það hafa verið gefin fyrirheit vonandi mun það gera okkur færari til að taka "réttari" ákvarðanir í framtíðinni.
Þegar maður les skrif einhverra á maður að lesa það allt. Ég lagði margt til í skrifi mínu sem komið gæti að haldi í byggðavörninni en ekki kommenterar þú neitt á það, (ættir þú að skammast þín fyir það?)
Vissuleg eru fiskveiðar og fiskvinnsla aðalatvinnuvegur sjávarbyggðanna, en þú hlýtur að átta þig á því að hlutirnir breytast og ekkert er alltaf eins - þess vegna munu byggðirnar ekki rísa upp þó leyft verður að veiða og veiða. Það þarf miklu meira að koma til.
Endalaust er svo hægt að rífast um það hvað veiða átti.
220 eða meira 160 eða minna 140 eða 130. Sjávarútvegsráðherrann hefur það ákvörðunarvald og ríkisstjórnin og þetta var niðurstaðan. Við það verðum við að sætta okkur og vinna sem best út úr stöðunni eins og hún er núna.
Með bestu kveðjum
Kalli Matt
bestu kveðjur
Kalli Matt
Karl V. Matthíasson, 9.7.2007 kl. 23:43
Það er sorglegt að formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar gerðu sig seka um að neituða að fá fund nefndarinnar virtan fræðimann sem hefur getið sér gott orð erlendis fyrir málefnaleg rök gegn núverandi ráðgjöf sem mun höggva djúp skörð í byggðir landsins. Ráðgjöf Hafró byggir á reiknisfræðilegri fiskifræði sem hefur hvergi gengið eftir og er í andstöðu við viðtekna vistfræði.
Karl Matthíasson sá ekki ástæðu til þess að hlýða á rök hans frekar en að svara spurningum sem lagðar hafa verið hér fram sem varða forsendur ákvarðana stjórnvalda.
Í pistli sínum hér að ofan telur Karl að frjáls markaður sé ein af meginstoðum lýðræðisins en það er greinilegt að það virðist vera orðið tabú í herbúðum "jafnaðarmanna" að hlýða á andstæð rök og hvað þá að svara þeim málefnalega.
Sigurjón Þórðarson, 10.7.2007 kl. 00:41
Sælir, síra Karl og aðrir skrifarar !
Karl ! Ég einfaldlega vísa til þess, hversu áorkað hefir verið, eða... réttara sagt;; þetta fiskveiðistjórnunar kerfi er gjörsamlega ónýtt.
Þið, í Samfylkingunni eruð, því miður brennd eiginleikum kamelljónsins; þ.e., skiptið litum eftir vindanna blæstri. Skætingur ? Jah..... eiga þessir ólánsmenn, Jóhann frændi minn Sigurjónsson og Einar Kr. Guðfinnsson að fá að leika, með eitt fjöreggja þjóðarinnar ? og það með mótstöðulausu samþykki ykkar; þingmanna stjórnarflokkanna ? Las allan bálk þinn, jú jú... strikamerkja körin, hugmynd þín ekki afleit, þarfnast skoðunar, alls ekki útiloka, að órannsökuðu.
Og enn og aftur, ágæti klerkur. Maður er nefndur Grímur Bjarni Markússon; vélfræðingur frá Borgareyrum, vel kunnandi til sjós og lands; hann gat þess,, í orðræðu niður í Höfn, í vor; þá við áttum spjall saman, sem oftar; að þorskurinn væri alþekkt flökkudýr, hvert lifði á 1 - 600 metra dýpis, og væri, að öðrum tegundum ólöstuðum duglegur að bjarga sér. Mætti; að ósekju veiða 300 þúsundir tonna, 2007/2008, að skaðlausu.
Einnig nefndi Grímur, viðlíka svo mörgum öðrum; einhæfar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar; þar mætti ýmsu betur fyrir koma innanhúss, að sinni hyggju, svo marktækara yrði.
Karl ! Þetta þarf ekki að verða nein niðurstaða, hvar þú nefnir í niðurlagi svars þíns. Hægt er enn, með samstilltu átaki, að koma vitinu fyrir þá Jóhann; og Einar Kr.
Þakka þér, að endingu svörin, þótt ég hyggði fyrr koma, þau sína þó; að enn finnst ærlegt fólk, og góðgjarnt innan þessarrar lítt hugnanlegu Samfylkingar.
Og Sigurjón Þórðarson ! Þakka þér, ekki síður óbrigðulan kraft og snerpu, í sennu þessarri. Hygg þig meiri mann að, en ég ætlaði, sökum meintrar kerskni þinnar, á kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins, á Akureyri, í vor; í garð okkar bindindis manna. Er mér nú runnin reiðin. Þar erum við síra Karl; eftir því ég hefi bezt hlerað skoðanabræður, gagnvart áfengisbölvaldinum. Klerkur leiðréttir mig vafalaust, fari ég rangt með, í þeim efnum.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 01:26
Sæll Óskar - á ný
Er edrú í dag góði vin og ætla að vera það uns ég leggst á koddann.
En annars sjónarmiðin eru mörg og nú bætir þú enn um betur með því að vitna í góðan sjómann og er það vel. Skoðun mín á fiskveiðistjórnarkerfinu er óbreytt og er ég þeirrar skoðunar að það verði að endurskoða með tilliti til byggða, hagkvæmni fyrr vinnslurnar og margt fleira. Auðvitað verður systemið að vera í stöðugri endurskoðun og má ekki vera hafið yfir gagnrýni annað hef ég aldrei sagt en ég visa svo til fyrri orða minna um tilurð ríkisstjórnarinnar. Klásúlan um sjávarútveginn í stjórnarsáttmálanum mætti í mínum huga vera afdráttarlausari.
ps. er nú í kjördæmi Sigurjóns í sumarfríi í heimsókn hjá foreldrum mínum læt þetta því duga að sinni.
kv.
Kallimatt
Karl V. Matthíasson, 10.7.2007 kl. 21:08
Heill og sæll, síra Karl !
Verð, að byrja á, að afsaka flumbruganginn, með stafsetninguna, í fyrra skrifi; á náttúrulega ekki að sjást; hjá, reyndar;; óvirkum félaga í Hinu íslenzka Bókmenntafjelagi (virknin bíður efri áranna, náist þau).
Þakka þér, á köflum myndrænt og fyndið andsvar. Húmor er nú ekki algengur; í röðum fylkingar Ingibjargar Sólrúnar, frænku minnar; þó undantekningar finnist þó, sem betur fer.
Jú, jú..... víst fagna ég því, sé að draga saman, með sjónarmiðum okkar Sigurjóns; og þinna, væri hreint afbragð. Sýnist, sem þú viljir; miklu fremur, margra flokkssystkina þinna, sýna skilning á aðstæðum landsbyggðarinnar, eins og nú er komið málum, og er það vel.
Hefði ekki skemmt, hefðir þú tekið hús, á téðum Sigurjóni, og innt hann kaffisopans, a.m.k.
Njóttu dvalarinnar, með þínum ágætu foreldrum, og hafir þú, sem þau það; sem allra bezt.
Með beztu kveðjum, norður yfir heiðar / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 01:07
Séra Karl. þú ert hér með klukkaður Leikurin leikur lausum hala í bloggheimum.
Edda Agnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 00:54
Á ekki að fara gera listann og klukka?
Edda Agnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.