Leita í fréttum mbl.is

Vinaleiðin.-til upplýsingar

Vinaleiðin - upplýsingar og siðareglur

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um Vinaleiðina, en það er stuðningur við börn í samstarfi skóla og kirkju á nokkrum stöðum, er hér birt stutt lýsing á verkefninu ásamt þeim siðareglum sem um það gilda.

 

Hvað er Vinaleiðin?


Vinaleiðin er verkefni sem var þróað í samvinnu kirkju og skóla í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum. Vinaleiðin er framhald þess samstarfs þegar leitað er til kirkjunnar í tengslum við áföll og missi. Vinaleiðin er hluti af stoðkerfi þeirra skóla sem bjóða upp á hana. Til stoðkerfis heyra skólastjórn, námsráðgjöf, sálfræðiþjónusta, skólahjúkrun og sérkennsla.

Í þjónustu Vinaleiðar felst að eiga samleið með barninu, hlusta, mæta því á sínum eigin forsendum og setja sig í spor þess. Þessi stuðningur er oft nefndur sálgæsla. Þar er reynt að hjálpa barninu til að finna sínar eigin leiðir. Ef um alvarlegan vanda er að ræða er haft samráð innan stoðkerfis skólans og við foreldra/forráðamenn um leiðir.
Vinaleiðin er ávallt kynnt foreldrum og forráðamönnum barna og byggir á trúnaði. Þó getur upplýsingaskylda er hefur velferð barnsins að leiðarljósi stundum vegið þyngra en þagnarskyldan og er barninu gerð grein fyrir því.
Í sálgæslu Vinaleiðarinnar er lögð áhersla á að mæta barninu eins og það er og borin er full virðing fyrir lífsskoðunum þess.

Siðareglur

 

  • Ætíð skal stuðla að velferð barna og unglinga á þeirra eigin forsendum, svo og að virða þeirra mörk.
  • Ekki skal fara í manngreinarálit í samskiptum við börn og unglinga, svo sem vegna kynferðis, stöðu, skoðana eða trúar.
  • Ekki skal stofna til óviðeigandi sambands við börn eða unglinga.
  • Gæta skal trúnaðar og þagmælsku um hvaðeina sem starfsfólk verður áskynja í starfinu. Þagnarskylda á ekki við þegar mál koma upp er varða ákvæði um tilkynningarskyldu (sbr. IV. kafla Barnaverndarlaga, nr. 80/2002).
  • Starfsfólk skal ávallt vera upplýst um lög og reglur er gilda um skóla.
  • Ávallt skal kynna Vinaleiðina fyrir foreldrum/forráðamönnum barna.
  • Vinaleiðin er þjónusta af hálfu Þjóðkirkjunnar við skólabörn, en ávallt á forsendum skólans (sbr. http://kirkjan.is/biskupsstofa/?stefnumal/kirkja_og_skoli ) og að höfðu samráði við foreldra/forráðamenn.
  • Í sálgæsluviðtölum geta trúarleg efni sem hver önnur borið á góma. Slík umræða er þó ávallt að frumkvæði barns eða foreldris/forráðamanns og út frá eigin lífsviðhorfi þess.
  • Prestar og djáknar er starfa að Vinaleiðinni skulu sækja handleiðslu hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Halldór Reynisson, 13/11 2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Til fróðleiks eru hér nokkrar greinar um Vinaleið.

  • Ekki skal fara í manngreinarálit í samskiptum við börn og unglinga, svo sem vegna kynferðis, stöðu, skoðana eða trúar.

 "Þetta beinist að börnum sem að eru í Þjóðkirkjunni"

Svo mælti Biskup Íslands.

Matthías Ásgeirsson, 28.11.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Karl, fyrst að Þjóðkirkjunni finnst svona mikilvægt að krakkarnir fái að njóta Vinaleiðar, hvers vegna vill hún þá ekki láta sálfræðinga annast þessa þjónustu? Ég held að enginn myndi kvarta yfir því. Hvers vegna er nauðsynlegt að fá djákna og presta til þess að sinna þessu? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.11.2007 kl. 00:22

3 identicon

Ágæti Karl.  Hverjar heldur þú eiginlega að ástæðurnar fyrir því að hætt var við Vinaleið?  Heldur þú að þessi ákvörðun sé tekin eitthvað út í loftið?

Vinaleið fer á skjön á við þrjár reglurgerðir sem settar hafa verið til þess að búa til almennilegt og gott skólastarf. 

1.  Vinaleið brýtur í bága við grunnskólalög (þar sem kveðið er á um að skólinn sé menntastofnun ekki trúboðsstofnun)

2.  Vinaleið brýtur í bága við siðareglur kennara (þar sem mismunun vegna trúarskoðanna nemenda er bönnuð)

3. Vinaleið brýtur í bága við lög um persónuvernd þar sem upplýsist um trúarskoðanir forráðamanna barna þegar skóladjáknin/skólapresturinn aðstoðar bara þá sem er í Ríkiskirkjunni.

 Þessar reglur og órskráðar reglur um heilbrigða siðsemi höfðu skólastjórnendur að leiðarljósi þegar ákvörðum var tekin að hætta með Vinaleið.  -Er kirkjan virkilega ekki þess megnug að halda uppi Vinaleið í sínum eigin ranni?  

Ég á barasta ekki til aukatekið orð að maður í þinni stöðu skuli viðhafa varnir gangvart svona vitlausri hugmynd. 

....on second thougt.  ...

 ...Það er nú sennilega orðin regla frekar en undantekning að alþingismenn haldi á lofti hæpnum fullyrðingum sem vekji upp spurningar um þverrandi virðingu fyrir Alþingi. 

Þessi vörn þín gagnvart þessari vitlausu hugmynd er ekki til þess fallin að auka vegsemd þína.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 00:48

4 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Til stoðkerfis heyra skólastjórn, námsráðgjöf, sálfræðiþjónusta, skólahjúkrun og sérkennsla........Ef um alvarlegan vanda er að ræða er haft samráð innan stoðkerfis skólans og við foreldra/forráðamenn um leiðir.

Kær kveðja.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 29.11.2007 kl. 00:52

5 identicon

Ekki skil ég hvað þú átt við með þessu síðasta innleggi þinu.  Átti við að Meiningin sé að aðkoma ríkiskirjunnar inn í skólanna með Vinaleið verið á sama stalli og t.d sérkennsla eða sálfræðiþjónusta?

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 01:03

6 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Fyrirgefðu kæri Teitur.

Svar mitt var ætlað Matthíasi Ásgeirssyni en þú "skaust inn á milli" meðan ég var að skrá það niður. En takk fyrir skýrt komment. 

Í sjálfu sér hef ég ekki kommenterað neitt á Vinaleiðina þó ég hafi birt það sem um hana segir á vef kirkjunnar. 

(Myndi þó ekki óttast um börn mín væru þau innan hennar.)

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 29.11.2007 kl. 01:26

7 identicon

Sæll ágæti Karl.  Ég gleymdi alveg að minnast á það að Heimiil og skóli ályktuðu gegn Vinaleið á sínum tíma.  Þau eru jú sannarlega með hugan við velferð skólabarna.  -Heilt félag sem hefur þann eina tilgang að standa vörð um almennilegt skólastarf!

Þetta er ekki nöldur í fámennum og hávaðasömum hóp trúleysingja.  Vinám gegn vinaleið gengur þvert á allskonar hópa, trúaða, trúleysingja og síðast en ekki síst, fólk sem setur spurningamerki við aðkomu trúfélaga inn í skóla barnanna þeirra...

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 12:24

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka þér fyrir þetta, Karl. Þar sem ég er hvorki með unglinga né börn á skólaaldri í minni umsjá eða einu sinni nálægt mér, þá hef ég lítið fylgst með eða heyrt um Vinalínuna fyrr en ég sá menn mótmæla henni hér. Gott að geta sett sig inn í um hvað málið snýst í hlutlausri framsetningu þinni hér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband