Leita í fréttum mbl.is

Múr kapítalismans hrynur.

Þá eru bankarnir kominir til baka. Eftir stendur þjóð -reynslunni ríkari. Við erum að mörgu leyit á byrjunarreit og verðum að snúa bökum saman - byrja upp á nýtt.

Neyðarlögin forðuðu okkur frá því að bankarnir væru lokaðir í dag -- það er bara svo einfalt. Og neyðarlögin gera það að verkum að við getum beitt ýmiss konar ráðum til að gera sársaukann minni en ella. Við viljum ekki sjá gjaldþrotafólk um allt. Tækið sem við beitum í því er félagshyggjan og Íbúðalánasjóður gegnir þar hlutverki.  Sem betur fer féll hann ekki í einkavæðingarbrjálæðinu. Framsóknarmenn mega eiga það, að þeir gátu varið hann í síðustu ríkisstjórn með mórölskum stuðningi Samfylkingar og Vinstri grænna.  Samfylkingin hefur oft notað orðin "að standa vörð um" velferðarkerfið, um Íbúðalánasjóð og svo framvegis." Af hverju segjum við svona oft "að standa vörð um" þetta eða hitt. Vegna þess að það er sótt að því - vegna þess að menn vilja eyða öllu sem er samfélagslegt og láta auðvaldið ráða.

Nú sjáum við nauðsyn samstöðunnar. Nauðsyn þess að við stöndum saman. Það var félagshyggja og samvinna og samstaða sem rifu landið upp úr eymd og fátækt fyrir hundrað árum og á sama hátt munum við komast upp úr öldudalnum því sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.

Stöndum saman.

 Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Vel mælt.  Kveðjur, Jón H

Jón Halldór Guðmundsson, 10.10.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Góður pistill hjá þér Kalli.

Guðjón H Finnbogason, 13.10.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Nú er lag að breyta kvótakerfinu Kalli . Bankarnir orðnir eign ríkisins . Stilla íhaldinu upp við vegg . Annað hvort breytum við kerfinu ella splundrum við stjórninni . Nú stöndum við samann .

Vigfús Davíðsson, 15.10.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband