19.10.2008 | 00:18
Er Björgvin sökudólgurinn?
Með fullri virðingu.
Hér á blogginu var einhver sem nánast staðhæfði eftirfarandi: "Bankarnir þöndust út eftir að Björgvin varð ráðherra, þess vegna er allt honum að kenna. " Ég get engan veginn tekið undir þessa speki. Mér finnst slíkur málflutningur fyrir neðan allar hellur.
Á rúmlega eins árs ráðherratíð sinni hefur Björgvin gert sér far um að vera góður talsmaður þess að uppræta alls kyns gjöld og álögur bankanna. Hann hefur líka - ásamt mörgu öðru góði fólki - bent á verðbótaþrældóminn sem á okkur hvílir, en verðbótafixið á stóran þátt í síbreytilegu gildi eða verðlagi krónunnar sem m.a. er ástæða jökla eða krónubréfa, skortsölu og alls kyns brasks með þennan gjaldmiðil okkar. Krónan spilar nú stórt hlutverk í erfiðleikum útflytjenda, námsmanna, kaupmanna og í sjálfu sér landsmanna allra. Ég tek undir orð þeirra sem tjá það að Björgvin hafi staðið sig mjög vel, enda er hann Samfylkingarmaður.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha
Athugasemdir
Mér finnst Björgvin hafa staðið sig vel. Hann hefur reynt að vera ráðherra freslis og neytendaviðhorfa. Og ég veit ekki betur en hann hafi náð að sameina þetta nokkuð vel.
Vera kann að hann þurfi að svara fyrir verk sín og skýra eitthvað í þessu máli eftir því sem það er á hans borði.
Jón Halldór Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 01:07
Ég tek undir með þér Kalli og eins með Jóni Halldóri.Björgvin hefur vaxið í áliti fólks og er einn af máttarstólpum Ríkisstjórnarinnar
Guðjón H Finnbogason, 19.10.2008 kl. 22:32
Sæll Kalli Matt, ekki þori ég að fullyrða neitt um sökudólga.
En ég þarf endilega að senda þér smá fyrirspurn, finn bara ekkert netfang hjá þér.
Ef ég má senda þér fyrirspurnina, sendu mér þá vinsamlegast netfangið þitt á iceland@internet.is
Kv.:
SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 22.10.2008 kl. 15:28
Mér finnst Björgvin hafa staðið sig vel.
Hann er afar trúverðugur stjórnmálamaður, ég er viss um að hann vinnur öll sín verkefni af fyllstu heilindum og eftir bestu getu.
Það að heimskreppa er í uppsiglingu er ekki honum að kenna (sumir segja reyndar að hún sé þegar skollin á). Eflaust hefðu yfirvöld átt að bregðast fyrr við teiknum sem á lofti voru en það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á.
Nú er um að gera að við Íslendingar stöndum saman um að taka á efnahagsvandanum og, að mínu áliti, búa okkur undir að ástandið versni til muna á alþjóðlega vísu, þar sem það virðist fullkomlega vera hætta á að svo geti farið og að ekki verði hægt að koma í veg fyrir að slíkt gerist.
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 20:55
Já, ég hef ekki alltaf verið hrifin af ráðherrum og tel alla vera fallvalta þegar að völdum er komið. En ég er ekki viss um að þessi ríkisstjórn sé sú besta, þar sem mér finnst þeir vilja taka mjög misjafnt á málum landsins. Þó verð ég að segja að ég vil frekar að Samfylkingin taki við ráðunum og að einhver úr Sjálfstæðisflokknum. Mér líkar afar illa við Sjálfstæðisflokkinn eins og hann leggur sig og mér finnst hann (og það lengi) lykta af spillingu og einhverju fleiru sem ég vil ekki orða hér opinberlega.
Ingibjörg reynir eins og hún getur að halda uppi trúverðugleika stjórnarinnar og standa með sínum forsetisráðherra eins og hún getur, en það kemur oft í gegn að hún myndi vilja gera hlutina öðruvísi en okkar elskulegi forstetisráðherra gerir. T.d. virðist hún vera sömu skoðunar og ansi stór hluti landsmanna, að Davíð segi af sér sinni stöðu. Ég er bara hjartanlega sammála öllum sem segja það.
Eins verð ég nú að hrósa Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún stendur sig ansi vel og það er áberandi það sem hún vill fyrir okkur fjölskyldur í landinu gera.
Björgvin er ágætur, en ég hef haft það á tilfinningunni, síðan hann afnam matarskattinn (sem átti að fara í vasa almennings en gerði svo ekki) að hann hafi verið undir hælum Sjálfstæðis manna. Ég er mjög ánægð með að hann afnam matarskattinn, en það sem vitað var, hyrtu kaupmenn hann til sín og við almúginn naut þess aðeins í nokkrar vikur.
Ég hef yfirleitt haft trú á Samfylktingunni, en ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki sá besti til að vinna með þar sem þeir vilja ráða og vaða yfir alla.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 29.10.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.