30.10.2008 | 23:48
Samfylkingin með mesta fylgið.
Það er alveg dásamlegt að sjá hvernig fjölmiðlar (hver á þá nú?) matreiða útkomuna í síðustu könnun. Það er nánast eins og "óháði fréttamaðurinn" hafi ekki áttað sig á því að Samfylkingin er stærst samkvæmt könnuninni. Í fréttinni sem ég las er varla talað um Samfylkinguna þrátt fyrir velgengni. Veit ekki hver niðurstaða næstu könnunar verður en ég hlakka til að sjá hvernig hinn "óháði" mun útskýra hana. Augljóst er nú að fólk horfir meira til vinstri en hægri.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha
Af mbl.is
Viðskipti
- Grallarar á bak við tilboðið
- Íslandsbanki og VÍS í samstarf
- Ríkisstarfsmenn elta vildarpunkta
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
Athugasemdir
Kalli minn. Það ber að skoða í þessu samhengi að um helmingur í síðustu skoðanakönnunum tekur ekki afstöðu. Það segir okkur að fólk veit almennt ekki sitt rjúkandi ráð. Hitt er væntanlega örvænt skyldurækni hjá flóttamönnum úr sjálfstæðisflokki til að benda á eitthvað sem er ekki alveg eins slæmt og sjálfstæðisflokkurinn.
Það er afstöðuleysi samfylkingarinnar að þakka, því þá er ekki eins gott að benda á sekt þeirra. Sá sem ekkert gerir gerir engin mistök nema að gera ekki neitt. Svo er það popúlarisminn í algerlaega absúrd og ótímabærri EU orðræðunni, sem kemur ástandinu NÚ engu við og þótt við hefðum verið með evru þá hefði engu verið bjargað í þessari helfararhagstjórn.
Þetta er komið fram úr flokkadráttum kæri vin. Hér er getuleysið gegnumgangandi í stjórn landsins og stjórmálamenn almennt hafa algerlega fyrirgert traustinu. Þeir sofnuðu í mektugheitum og velmegun og eru nú eins og hauslausar hænur.
Við skulum svo sja´hver staðan verður þegar IMF gerningurinn er kominn í gegn og búið verður að afsala auðlindum, efnahagstjórn og framkvæmdavaldi hér í hendur auðhringa glóbalistanna.
Það er það sem er á seyði.
Ef þið sæuð hlutina í stærra samhengi og losuðuð takið á kverkum hvers annars þarna á þingi, þá gætuð þið hugsanlega tekið til við að tryggja eignarétt fólksins á auðlindum landsins í stjórnarskrá og um leið banna ráðstöfun þeirra nema með þjóðaratkvæði. Einnig taka fyrir langtímaleigu og sölu þeirra eins og stendur fyrir dyrum, sem og að banna veðsetningu á þeim.
Ef þið gerðuð þetta núna, því ekki er neinn tími til stefnu, þá er hugsanlegt að við gætum kallað okkur sjálfstæða og sjálfráða þjóð. Ef ekki, þá verðum við enn á nú leiguþý erlendra lénsherra og það verðið þið sem verða dregin til ábyrgðar. Svo mikið er víst.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2008 kl. 00:03
Það er svo annars huggun fyrir þjóðkirkjuna að færeyingar hafa með rausn lánað okkur ígildi útgjalda vegna hennar í eitt ár. Er ekki kominn tími til að taka til í þeim ranni líka?
Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2008 kl. 00:06
Kæri Jón.
Takk fyirr athugasemdirnar. Hér kemur þú með skoðun þína á góðu fylgi Samfylkingarinnar og er hún allrar virðingar virði. Þú mátt ekki gleyma því að Samfylkingin einkavæddi ekki bankana og ekki Símann og svo framvegis. Ég tek heils hugar undir með þér hvað auðlindamálin varðar. Auðvitað eigum við að vera miklu harðari í þeim. Samfylinigin er að mínu áliti hvað hörðust í þeim málum þó í ríkisstjórn sé sbr. frumvarpið um vatnalögin og flokkssamþykktir um auðlindir hafsins.
Ekki eru vandræði allra vegna vondar þingmanna sem nú eru hið versta fólki. Allt of margir hafa fallið framog tilbeðið Mammon og sumir Bakkus líka
IMF hvað? Eru þeir ekki kominr í málið vegna þess að auðlindir lands, sjávar og efnahagslífs voru settar í hendur örfárra manna sem stóðu ekki undir traustinu. Það er ljóst að miklir erfiðleikar eru framundan vegna þess að "útrásarmenn" nutu traust og trúnaðar mjög margra, en brugðust því og sjálfsagt er það líka þingmönnum að kenna.
Kirkja já kirkjan. Biskup boðar nú aðhald það er vel. Mér er kunnugt um mörg góð verk kirkjunnar. Herra Karl Sigurbjörnsson varaði í upphafi einkavæðingar við græðgi og auðsöfnun. En fékk bara á sig að hann væri með klisjur. Rausn Færeyinga rek ég að miklum hluta til þess hveru margir þeirra standa á traustum trúarlegum grunni, og legga áherslu hina gullnu regluum að elska náungann eins og sjálfa sig.
Stöndum saman
Kalli Matt
Karl V. Matthíasson, 31.10.2008 kl. 01:01
Ekki ætla ég að fara að tala um kirkjuna og hennar menn þar sem ég gæti sagt ýmislegt sem er miður gott, þótt trúin í sjálfu sér sé góð.
En, er ekki komin tími hjá ykkur í Samfylkingunni að taka svolítið af skarið í þessari ríkistjórn????
Ég veit að hugmyndir ykkar eru nær hjarta þjóðarinnar og þjóðin bíður eftir því að þið sláið í borðið og segjið, hingað og ekki lengra. Við höfum ekkert t.d. við Davíð að gera í seðlabankanum og ég veit ekki nema að aðrir starfsmenn fyrir tækja séu reknir ef þeir eru ekki traustsins verðir eða gera of mörg mistök.
Ég hef ennþá traust til ykkar líkt og margur Íslendingurinn, gerið núna það sem hægt er að gera og þarf að gera. Skiptið út forsetisráðherra, hann Geir er ekkert. Það er ekki nóg að segja að hann sé duglaus, því hann er meira en það. Mér heyrist nú á Þorgerði Katrínu, flokksystur hans, að hún sé einnig sammála mörgu því sem þjóðin vill. Þó svo að hún sé Sjálfstæðismaður, þá virðist vera glóra í henni. Árna Matt, Geir H. Haarde, Björn Bjarnason og Davíð Oddson á að reka úr þeim störfum sem þeir eru í í dag. Þeir eru hreinlega ekki að höndla starfið.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 31.10.2008 kl. 08:48
Kristin Magdalena er að segja margt sem ég hef hugsað. Nenni ekki að lesa anghunda Jóns Steinars.
Jón Halldór Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 09:36
Kalli: Ég er að tala í alvöru hérúm auðlindir okkar og sjálfstæði og vænti ekki svars í andanum æ það var leiðinlegt og hverjir hafi verið vondir og höndlað illa með þær. Þær eru innan okkar vébanda enn en nú hefur verið framið hljóðlátt valdarán hér af ISG Geir og Davíð, sem bera fyrir sig trúnaði við IMF og það sem þau eru að höndla við það glæpabatterí um framtíð landsins.
Veistu hveð IMF er? Hefurðu kynnt þér sögu þess? Veistu hver Lipsky er sem semur fyrir hönd þeirra? Veistu hver JP Morgan Chase bankinn er? Leggstu nú í lestur og sjáðu hvað er að gerast. Þing og þjóð er sniðgengið og landið veðsett og hingað munu fjölþjóðafyrirtækin koma á brunaútsöpluna. Aldrei höfum við staðið frammi fyrir neinu alvarlegra. Ef samfylkingin á að eiga sér von hér, þá á ISG að upplýsa um skilyrðin og sinna lýðræðisreglum og rjúfa þing hið snarasta. Ef hún gerir það ekki, þá heyrir lýðveldið Ísland sögunni til. Það er það sem er á ferðinni hér. Ég tala við þig af því að þú hefur verið í innsta hring og getur vakið athygli á þessari blygðunarlausu nauðgun og landráðavinnubrögðum.
Menn kjósa heldur að þrasa um eftirlaunafrumvarpið og EU?? Er fólk ekki með fullu viti þarna. Eruð þið allir heiglar?
Innan fárra daga kemur þetta í ljós og þá munuð þið öll standa fyrir dómi ykkar fyrir landráð og föðurlandssvik. Þannig er þjóðinni innanbrjósts.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2008 kl. 18:07
Enn ein langhundur Jóns nafna. Sleppi því að eyða tíma í lestur hans.
Jón Halldór Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.