Leita í fréttum mbl.is

Setjum 30.000 tonn af þorski á markað.

Það er nokkuð ljóst að við verðum að hægja aðeins á "uppbyggingu" þorskstofnsins og gefa út færið hvað veiðiheimildir varðar.  Nú þegar við heyrum um sívaxandi atvinnuleysi getum við ekki gert annað. 30.000 tonn væri mjög ákjósanlegt. Og auðvitað ætti að haga því svo til að fiskurinn yrði unninn í fiskvinnslunni hér á landi. Það myndi skapa aukin störf og aukna atvinnu bæði beint og óbeint. Hverni á svo að úthluta þessu? Svarið er einfalt: Setja það á markað og þá gætu útgerðir boðið í heimildirnar. Andvirðiði rynni svo til ríkisins, sem síðan notaði bróðurpartinn af þessum tekjum til að efla kræklingarækt, þorskeldi , grænmetisræk og aðrar atvinnugreinar sem skapa með því meiri vinnu og gjaldeyristekjur. Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg að viðbótar fiskveiðiheimildir ættu að fara á markaðinn beint frá ríkinu svo hinir raunverulegu eigendur auðlindarinnar nytu ávaxtanna til hins ýtrasta. Hægt væri að hafa greiðslufyrirkomulagið þannig að viðkomandi útgerð greiddi sitt verð. Tölvukerfi innlendu fiskmarkaðanna eru vonandi svo vel íbún að þau ráði við slíkt fyrirkomulag.

Stöndum saman.

Kalli Matt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Sæll Karl.

   Meðan þið er sitið í sjávárútvegsnefnd eru að komast að þeirri auljósu staðreynd að núverandi stjórnunarkerfi fiskveiða er liðónýtt, og hefur ekki leitt til neins annað en hörmungar yfir ísl. sjómanna og verkalýðsstett.  Það hefur verið sótt á sóknarmarki yfir 1000 ár, og þetta hörmungartímabil fiskveiðistjórnundar verður að linna.

   Eg hef verið hugsa um að nú þegar ætti að leyfa öllum skipum er landa fiski á markað, að koma með að landi því sem nemur 33% úthlutuðu aflamarki í öllum tegundum, og andvirði aflans væri skipt til helminga á milli áhafar og útgerðar, hinn helmingin getið þið svo úthlutað til byggða eða stjórna.

   Það sem þetta fyrirkomulag leiðir gott af sér er aukinn vinna í landvinnslu og ekki síður að stór hluti þess er látið er fara út um lensportið í dag mætti reikna með kæmi í land.  Við höfum ekki efni á því að berja hausnum lengur við steininn, að tugþúsundir tonna fiski er fleygt, og þá helst þeim fiski er ekki er til kvóti er til fyrir, eða stenst ekki verðmat áhafnar og útgerðar inn í kvóta.

   Taktu nú til hendinni strax, við einfaldlega höfum ekki efni á einhverju hjali deginum lengur.

haraldurhar, 31.10.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: haraldurhar

   Eg þekkt einusinni mann er hefði gefið þér mínus fyrir fyrstu málsgreinina í þessu bloggi.    hægja aðeins á uppbyggingunni,

Hvaða fiskstofn hefur núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi byggt upp á þeim 25 árum er það hefur verið notað?  Eg veit um einn sem er Humarstofninn sem ´nýtur góðs af flokkuninni er fer fram út á sjó.

   Eg hef verið að hugsa til þess hvort Færeyingar hefðu aflögufærir um lán til okkar, og það vaxtalaust, ef þeir hefðu verið með okkar vitlausa kerfi, en þeir gáfust upp á þessu besta fiskveiðstj.k í heimi samk. Hannesi Hólmsteini., eftir ár sáu þeir að það væri liðónýtt

haraldurhar, 1.11.2008 kl. 00:45

3 identicon

Sæll séra Karl!

 Af hverju kemur þú ekki með þessar hugmyndir þínar fram í dagsljósið, í fjölmiðlana? Miðað við það sem Geir sagði á LÍÚ þinginu þá verður þetta ekki svona eins og þú villt hafa það! Þeir sem eiga kvóta fyrir munu fá kvótann ef það verður eitthvað bættt við hann!

Mun samfylkingin sætta sig við það að viðbótarkvótanum (ef hann verður einhver) verði deilt út til þeirra sem eiga kvóta fyrir?

 mbk. Sigmar!

Sigmar Eyjólfsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er svo miklu meira en kvótinn sem þarf að laga en það liggur svo sannarlega á því að kvótinn verði aftur eign þjóðarinnar en ekki eign einstaklinga.  Þetta var sssvvvooo fáránlegt þegar kvótinn var settur í einkaeign.  Fiskikvótinn, frekar enn vatnið í landinu, má ekki vera eign einhverra örrfárra.  Ég veit ekki hvernig það færi ef þessir kvótakarlar ættu líka vatnið í landinu.  Þeir hefðu öll völd í þessu landi en ekki stjórnmálamenn eða þingið, hvað þá þjóðin. 

Núna þarf að taka til hendinni og laga það sem aflaga fór í síðustu stjórnunartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  EN umfram allt, verðið þið Samfylkingin að standa saman og berjast gegn Geir H.  Hann er ekki lengur samþyktur hjá okkur Ísl. þjóðinni.  Hann er ekki að gera rétt.  Og við þjóðin viljum fá að vita hvað er í gangi, ekki bara að það sé kreppa, heldur líka hvað er að gerast og  hver er að gera hvað. 

Það ætti að  rjúfa þing og kjósa aftur.  Ég er því svo sammála og þá verðið þið Samfylkingin að fara að láta til ykkar heyra um hvernig þið viljið haga stjórn þessa lands sem er að sökkva. Ekki vil ég að aðrar þjóðir eignist gersemar okkar lands. 

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 3.11.2008 kl. 08:55

5 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Ágæta fólk takk fyrir athugasemdir.

Höfuðmálið er að "opna" kerfið og gera öllum jafnhátt undir höfði.  Og auðvitað eins og Bjarni talar um eigum við að hafa úthlutanir með þeim hætti að brottkast verði sem allra minnst.  Það þarf auðvitað að tak mið af því og því þakka ég þér Bjarni fyrir góðar ábendingar sem fara í sarpinn.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 7.11.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband