12.1.2009 | 22:26
Rannsóknarnefndin.
Sú þjóð eða það heimli sem skulda mjög miklar fjárhæðir standa frammi fyrir miklum vanda. Við slíkar aðstæður hlýtur skuldarinn að spyrja sig: Hvers vegna er ég þessari stöðu og hvað leiddi mig inn í þessi vandræði. Þetta er spurningin, sem við reynum nú að svara eftir bestu getu því bæði þjóðin og þegnarnir eru nú mjög skuldsett. Sjálfur hef ég heyrt mörg svör við þessari spurningu og mjög misjöfn. Sumir segja að aðeins eitt svar sé við henni, sem felist í einu orði, en aðrir koma með önnur svör og skýringar. Nú hefur verið skipuð rannsóknarnefnd, sem á að fara yfir sviðið og kappkosta að rekja á sannan og heiðarlegan hátt hvað það var sem gerðist. Það hvílir mikil ábyrgð á þessari nefnd og hlýtur hún að hafa það í huga í störfum sínum að framtíðarsiðferði okkar er að veði. Engin, tál, blekkingar, yfirhylmingar eða lygar verða liðnar hjá nefndinni. Þau eiga að leita sannleikans og einskis nema sannleikans. Við skulum hugsa vel til þessarar nefndar og biðja þess, að hún leiðist af ljósi sannleikans.Og þegar allt hefur verið dregið fram hljótum við að draga lærdóm af því sem gert var og hvernig við eigum að haga okkur framvegis. Hvernig eiga stjórnmálamenn og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum að vinna? Við hljótum að endurmeta allt með tilliti til þess sem gerst hefur og byggja upp á ný samfélag þar sem gegnsæi, jafnvægi, og réttlæti ríkja.
Stöndum saman
Kalli Matt
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha
Athugasemdir
Það er eins gott að rannsóknarnefndin fái vinnufrið og stjórnmálamenn og fyrrverandi eigendur bankana haldi sér frá.
Hvernig stjórnmálamenn eiga að starfa er númer eitt að vera heiðarleitir og vantrúaðir á allt sem ekki er byggt á gömlum og góðum gildum það er ekkert nýtt undir sólinni.
Þið eigið að spyrja spurninga og þið eigið að seigja satt þó það sé erfitt en það hafa stjórnmálamenn ekki gert undanfarið að koma aftur og aftur fyrir alþjóð og seigja það er ekkert að þegar allir vita betur er lítilsvirðing við þjóðina.
Þegar erlendir ráðgjafar koma og seigja að hlutirnir gangi ekki upp hjá okkur þá á ekki að seigja að þeir þurfi að fara í endurmettun slík svör er móðgun afaverju var ekki sest niður með þessu góða fólki sem var að ráðleggja okkur og málin krufin þannig að í ljós kæmi hvor hafði rétt fyrir sér. Hroki er versta gerð manna sem eru í stjórnmálum og hann kemur aftur og aftur fram hjá þessari stjórn , því í ósköpunum voru aðilar vinnumarkaðarins ekki fengnir að borðinu við endurskoðun á fjárlögunum með samning Alþjóðagjaldáryssjóðsins og látnir velja útfærslur með stjórninni , sjálfsögð kurteisi nei hrokinn er svo mikill að það skal valtað yfir allt og alla.
Stjórn sem hagar sér svona á að fara frá sem allra fyrst hún hefur ekki samstarfs vilja með þjóð sinni.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.1.2009 kl. 23:06
Sæll Kalli, ég er ánægð að þú talar um siðferði. Mér finnst það mjög mikið álita mál hvort Íslendingar yfir höfðuð hafa eitthvert siðferði. Núna síðastliðin ár, hafa menn vaðið yfir þjóðina og talað hefur verið um þá eins og súperhetjur sem koma Íslandi á kortið í viðskiptaheiminum. Jú, þeir gerðu það svo sannarlega en ekki á jákvæðan hátt.
Mér finnst ég heyra mikið talað um siðferði í dag og reyndin er sú að siðferði manna er að lagast í þessari miklu kreppu sem leggst yfir Ísland eins og mara. En betur má ef duga skal, þið í þinginu í dag (sér í lagi í ríkisstjórn) standið frammi fyrir mikilli siðferðislegri spurningu hún er sú; Hvernig er hægt að laga það sem úrskeiðis fór, án þess að hampa mínum ættingja, vini eða fyrrum samstarfsfélaga? Hvernig er hægt að rétta úr þjóðarskútunni og koma Alþingi á þann stall sem það var og á að vera?
Síðan er það mín spurning sem brunnið hefur á mér síðan ég sá Silfrið um helgina og hún er sú, er ekki kominn tími til að stokka upp valdakerfið og breyta út af gömlum vana? Þetta þingskipan er ekki að virka þar sem spilling hefur riðið þjóðinni að fullu.
Á sínum tíma lagðist Þorgeir Ljósvetningagoð undir feld til að hugsa hvað væri réttast fyrir Ísland og framtíð þess, en ekki hvað honum þótti best að gera vegna þess að það var venjan fram að þessu. Er ekki kominn tími fyrir okkur að átta okkur á því að tími þessa þingsskipan er liðin og tími breytingar er uppi? Er ekki tími komin til þess að láta hagsmuni allrar þjóðarinnar ganga fyrir hagsmunum nokkurra manna og kvenna og taka vel til í stjórnarráðinu og breyta hvernig kosið er til þingsins, breyta hvernig þingmenn starfa og stoppa hagsmunaárekstra þeirra í starfi þingmanns og stjórnarmanns í öðrum fyrirtækjum? Að þingmaður er bara þingmaður en þarf ekki að gæta hagsmuna sinna á fleirri stöðum?
Hvað finnst ykkur???
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 13.1.2009 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.