Leita í fréttum mbl.is

Áskorn Geirs Haarde

Margir hafa orðið  til þess að skora á Geir Haarde undanfarna daga og mánuði. Nú skorar Geir Haarde á útflytjendur til að koma með verðmætin sem skapast af vinnu þjóðarinnar inn í landið. Hvað er í gangi eru Álverin að klikka eða eru útgerðarfyrirtækin að klikka. Getur það verið eftir allt sem yfir hefur dunið að menn séu virkilega í þeim sporum að láta gjaldeyrinn liggja á reikningum úti í löndum skeytingarlausir um byggðina sína. Ég tek undir áskoranir Geirs komið með peningana inn í landið. 

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Traustið er að klikka.

Offari, 15.1.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Sævar Helgason

Já það er slæmt ef fyrirtækin skila ekki gjaldeyrinum inn í landið.  Eru þetta ekki fyrst og fremst fisksölufyrirtæki ? 

Gjaldeyrir okkar sem frá álverum kemur er þessi - Þau borga fyrir orkuna í USD- Þau greiða laun með USD yfirfært í ísl kr- sama er að segja um skatta allt yfirfært frá USD.  Allan annan gjaldeyri eiga þau sjálf og kemur okkur ekki við.  Það er nú stóri misskilninguinn með álverin að heildarútflutningstekjur þeirra sem eitthvað sem við eigum í gjaldeyri. Þau eiga allt álið sjálf. Ekki hefur heyrst annað en að þau greið'i skilvíslega laun og skatta ásamt orkukaupum.

En þrátt fyrir það- Stöndum saman

kveðja.

Sævar Helgason, 15.1.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það hlýtur að vera dapurlegt hlutskipti fyrir ,,vinstrimenn" að berjast fyrir og með íhaldinu.

Til hvers var Samfylkingin eiginlega stofnuð?

Jóhannes Ragnarsson, 15.1.2009 kl. 19:58

4 identicon

Er eitthvað óeðlilegt við að þeir sem eru útflytjendur vilji ekki koma með peininga til landsins ?

Ef einhver hefur ,,rænt þig", ertu tilbúinn að láta peninga i hendurnar hjá honum ?

Hvernig væri að þú og hinir samfylkingamennirnir reynduð að tala við Geir um að reka ,,þjófanna"  ?

JR (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 20:07

5 identicon

bíddubíddubíddu Karl fimmti:

er ekki enn verið að skammta gjaldeyri? er ekki enn verið að skammta lánsfé?

ef ég ræki fyrirtæki og gæti horft á tekjur mínar aukast, bara með því að láta þær liggja erlendis (þar sem birgjar mínir eru einnig) myndi ég bíða og sjá til, hvort losnaði um íslenskt efnahagslíf og rykið settist í kringum bankarústirnar, áður en ég hlypi til og færi að treysta þeim sem keyrðu okkur í klessu.

Því miður getur ríkisstjórnin ekki bæði sleppt og haldið í senn.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:42

6 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Takk fyrir athugasemdir.

Jói minn þú hlýtur að vera þakklátur nú fyrir að XU náði ekki að mynda ríkisstjórn með XD. Ens og þá langaði til.

Carlos auðvitað reyna menn að hagnast og  maður hlýtur að krjúpa klökkur fyrst eitthvað kemur af gjaldeyri inn í landið.

Annar þakkir fyrir að kíkja á bloggið.

Kalli Matt 

Karl V. Matthíasson, 15.1.2009 kl. 23:45

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

afhverju ættu álfyrirtækin að koma með peningana inn í landið? þau eru erlend og móðurfyrirtækin vilja fá þetta fé til sín. með gjaldeyrishöftum þá er ekki hægt að flytja féið út. hvernig eiga fyrirtæki t.d. að borga erlendar skuldir?

eða ertu kannski líka búinn að gleyma vinum þínum úr ESB í Bretlandi sem settu á okkur hryðjuverkalög þannig að það er takmarkað hversu mikið og auðveldlega hægt er að flytja gjaldeyri til landsins? 

Karl. Þið brutuð stjórnarskránna, jafnræðisreglur  og allar leikreglur samfélagsins þegar þið settuð neyðarlögin. það treystir engin ykkur lengur því það veit engin hvaða ólög þið setjið næst. 

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 12:37

8 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Álfyrirtækin eru íslensk félög og um þau gilda Íslensk lög, þmt lög um gjaldeyrishöft.

Eggert Hjelm Herbertsson, 16.1.2009 kl. 13:01

9 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi peningur sem fluttur er út í afurðinni  sem er ál- sá peningur er bara alls ekki fluttur hingað inn til þess eins að flytja hann út aftur. Þeir peningar sem fluttir eru inn eru aðeins til að greiða innlendan kostnað- flóknara er það nú ekki.

Og nákvæmlega ekkert svindl í því.

Þetta eru svona 30% af afurðaverðinu- sem er okkar. Íslensk félög- það er bara formsins vegana.

Þessi félög greiða ekki neina tolla- allskonar afslættir á innlendum greiðslum sem önnur fyrirtæki greiða eru álfélögin frjáls af...

Svona eru samningarnir og álfyrirtækin gera allt rétt samkvæmt þeim. Sjálfur á ég að baki tæp 40 ár í greininni-hér á landi og þekki því nokkuð til.

Sævar Helgason, 16.1.2009 kl. 15:23

10 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Lögin eru neyðarlög og það segir sig sjálft að slík lög eru heftandi .

Takk fyrir upplýsingar sem hafa komið hér fram um álverin en áliðnaðurinn, fiskur og ferðmenn gefa okkur gjaldeyrinn þó með misjöfnum hætti sé. Ég hefði auðvitað átt að bæta ferðgeiranum við í spurningunni svo hún væri víðtækari, eða bara segja hvaða útflutningsfyrirtæki eru að klikka? Og takk fyrir athugasemdirnar.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 16.1.2009 kl. 23:46

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Karl. Þó lögin séu neyðarlög þá eru engin lög hafin yfir stjórnarskrá lýðveldisins. þú og þínir félagar brutuð stjórnarskránna með settningu þessara laga.

Fannar frá Rifi, 17.1.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband