16.1.2009 | 23:20
Ég græt.
Stundum hefur verið sagt að LÍÚ sé stærsti grátkór landsins og formenn þeirra samtaka stjórnendur hans. En oft kemur hlátur eftir grátur eða þannig. Og þannig er það nú. LÍÚ kórinn hlær í dag. 30.000 tonnum var deilt út til kvótahafanna. Biðjum bara þessi að þessi tonn verði ekki veðsetningaraviðbót í útlöndum og að gjaldeyririnn sem fæst skili sér fljótt og vel í botn seðlabankans. Við skulum líka vona að hvert einast bein komi að landi. Að engri lifur verði hent í sjóinn, þorskhausum og dálkum. Því í þar er um milljónaverðmæti að ræða.
Sjálfum finnst mér það grátlegt að horfa upp á þess úthlutunaraðferð. Nú var tækifæri til að hisja upp um sig gagnvart Mannréttinadanefndinni. Þá hefði ríkissjóður geta notað uppboðsleið til að fá svo sem 100kr fyrir hvert kíló eða samtals þrjá milljarða króna, sem nota hefði mátti til aukinnar framþróunar til dæmis í þorskeldi, kræklingarækt og mörgu fleiru. Að bjóða þessi tonn upp á markaði hefði líka geta skapað betri tækifæri fyrir nýliðun í greininni.
Af hverju óttast menn frjálsan og opinn markað? Ég græt því þjóðin var að missa af kærkomnu tækirfæri sem hefði getað verið einn góður hornsteinn í þeirri byggingu sem sumir vilja kalla Nýja Ísland. En við sem viljum breyta kerfinu með ábyrgum hætti útgerð og þjóð til góðs verðum að halda áfram að hamra járnið.
Stöndum saman
Kalli Matt
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha
Athugasemdir
Sæll Kalli.
Ég les nú oftast pistlana þína og er oftar en ekki sammála þeim. Eitt skil ég þó ekki og það er þegar þú segir að stöndum saman. Ég hef í gegnum tíðina allnokkuð komið að félagsmálum bæði fyrir bændur og einnig síðar, til að standa saman þurftu menn að ná samstöðu um mál og þurfti oft að leggja töluvert á sig til þess að svo væri. Nú um stundir virðist samstaðan eiga að felast í því að formenn flokkanna taki ákvörðun helst í leyni og hún er keyrð í gegn og allir eiga að standa saman um þá ákvörðun, þetta var og er einræði og á´eiginlega lítið skylt við lýðræði. Þú gætir eiginlega alveg eins endað pistlana þína og sagt skiptið þið ykkur ekkert af, Ingibjörg og Geir ráða og við hlýðum. Ætlast þú til Kalli að við venjulegir íbúar stöndum saman um sama liðið í Seðlabankanum, sama liðið í Fjármálaeftirlitinu, sama liðið í bönkunum sem hefur að því virðist unnuð markvisst að því að koma fyrirtækjunum yfir til sömu aðilanna aftur en afskrifa skuldirnar? Nei Kalli við þurfum nýtt fólk á þessa staði, nýja sýn og nýja pólitík, pólitík þar sem fólkinu í landinu er sagt satt, þar sem talað er við fólkið í landinu án þess að sýna hroka og að talað sé niður til fólksins. En fyrst af öllu þurfum við að vita hvert við stefnum og að fólkið í landinu sjái og finni að það sé hugsað um það, en mikið hefur vantað upp á það. Þegar þetta er komið er hægt að tala um að standa saman.
Kveðja
Magnús Guðjónsson frá Hrútsholti
Þorlákshöfn
Magnús Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 08:37
Sæll Kalli og takk fyrir fundinn um daginn (miðvikudagskvöldið).
Tek heils hugar undir það sem þú ert að fjalla um varðandi kvótaúthlutunina og bendi þér til gamans á það sem ég sauð saman um sama efni og fleira í gærkvöld og finnst á ingimundur.blogg.is.
Bestu kveðjur og stöndum saman
Ingimundur Berrgmann
Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:50
Á ekki að stokka upp í stjórninni , eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins . Er þá ekki upplagt að Samfylkingin fái þá Sjávarútvegsráðuneytið í sinn hlut . Og breyti þessu gjafakvótakerfi .
Vigfús Davíðsson, 17.1.2009 kl. 21:03
Gott hjá þer Kalli að standa í lappirnar og mótmæla úthlutuninni.
Og sannarlega er hægt að gráta yfir því ráðherrann sagði um daginn:
"Þeir sem hafa tekið á sig skerðinguna (lesist sægreifar) eiga að fá þessa auknu úthlutun".
Væri hins vegar aukningunni úthlutað á sjávarþorpin, 1000 á Patró, 1000 á Tálkna, 1000 á Bíldu o.s. frv. hringinn í kring um landið og staðirnir úthlutuðu svo til sinna þegna, myndu skapast mörg hundruð störf , - auknar þjóðartekjur og síðast en ekki síst, aukin bjartsýni fólksins í landinu.
Ég er þér ekki sammála um að ríkið eigi að leigja út kvótann. Kvótinn sjálfur er einskis virði, aflaverðmætið fer hvort eð er beint eða óbeint til ríkisins. Leiga gefur bara greifunum tækifæri til að soga allt til sín.
Mótmælum saman
Jón Kristjánsson, 17.1.2009 kl. 21:36
Stalín var tvo vetur í guðfræðiskóla.Eftir þá vist taldi hann best að ríkið gerði út og hann stjórnaði því.Það gafst ekki vel.En hvernig væri Karl, af því ég veit að umhyggja þín fyrir sjómönnum er fölskvalaus að þú spyrðir samtök sjómanna hvernig þeim hugnist að ríkið hirði kvótann og leigi hann síðan út til hæstbjóðanda því varla er hægt að fara að skamta þetta til aðila í Samfylkingunni.Þeir sem kærðu til mannréttindanefndarinnar voru að sjálfsögðu útgerðarmenn Karl þótt þeir væru á sjó.Rétt eins og Þorsteinn Vilhelmsson einn eigenda Samherja var þegar hann var á sjó.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 18.1.2009 kl. 07:40
Sömuleiðis er vitleysisgangurinn með byggðakvótann slíkur og klikugangurinn, að umboðsmaður Alþingis hefur vart undan að taka við kærum.Sum sveitarfélög hafa hreinlega gefist upp á að úthluta honum.Eitt ályt ummboðsmanns var upp á 28 síður að sveitarfélagið hefði brotið lög.Og var þá eftir brot á skattalögum sem var aldrei kært.
Sigurgeir Jónsson, 18.1.2009 kl. 07:47
Takk fyrir þetta innlegg Karl.
Ég tek undir með þér og ég veit að fólkið í landinu vill breyta þessu kerfi.
Trúlega verður að leita stuðnings við þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna um breytingar á þeim málum.
Jón Halldór Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 12:21
LÍÚ fékk fiskimiðin og afrakstur þeirra "lánuð" frá þjóðinni sl. 23 árin.
Þegar skilin fóru fram var afrakstur fiskimiðanna í þorski um 350-400 þús. tonn/ári og útgerðin rekin nálægt 0 í skuldastöðu að meðaltali.
Hugljómunin var sú að með að setja á takmarkaðar veiðiheimildir- var að hagnaður af útgerð myndi stóraukast vegna hagræðingar og að afli á Íslandsmiðum myndi fara mjög vaxandi- sem sagt blóma tíð fyrir landið allt og sjávarbyggðirnar.
Og nú á árinu 2009 er staðan sú , eftir 23 ára reynslu af þessu gæðakerfi - að á sl. ári (2008) var veiðiheimild á þorski 130 þús tonn/ár og skuldir útgerðarinnar milli 800-900 milljarðar ísl kr. og sjávarbyggðir landsins meira og minna í rúst- vegna sölu á kvótum úr byggðalögunum.
Kvótinn hefur safnast á fáeina útgerðaraðila.
Ljóst er að umgengni við Íslandsmið með þessu kvótafyrirkomulagi hefur haft þveröfug áhrif frá því sem ætlað var- miðin eru í rúst- afrakstur þeirra hefur hrunið. Hver er orsökin- ofveiði ? Brottkast ? Slæm veiðarfæri = Hrun.
Skuldir útgerðarinnar eru nærri tífaldar af afkastagetu sjávarútvegsins þ.e 900 milljarða skuldir á móti 100 milljara brútto afrakstri fiskimiðanna. Sem sagt-_ hrun- gjaldþrota útgerð.
Á þessum 23 árum hafa skuldir útgerðarinnar aukist frá 0 ísl.kr í 900 milljarða isl kr. og veiðiheimildir í 350-400 þús þosktonnum /ári í 130 þús þorsktonn/ári.
Þessi er árangurinn af þessu veiðastjórnunarkerfi til viðbótar að það er mannréttindabrjótandi að áliti Sameinuðu Þjóðanna.
Hendum þessu kerfi á öskuhauga sögunnar og stokkum fiskveiðistjórnunina upp á nýtt- dómurinn er fallinn...
Nú er að standa saman sem aldrei fyrr ,Kalli.
Sævar Helgason, 18.1.2009 kl. 14:51
Þetta er ótrúleg skuldastaða, svo vilja a.m.k. sumir stjórnarliða ( sjáfstæðisflokkurinn) bjarga þessum fyrirtækjum með því að afskrifa skuldirnar. Ef ég rek heimilið mitt þannig að ég eyði um efni fram, þá á ég einfaldlega ekki fyrir mat þegar lándrottnar neita að lána mér meira. Það afskrifar enginn skuldirnar mínar. Yfirveðsett illa rekið fyrirtæki á ekkert annað skilið en að fara á hausinn. Það á ekki að hampa þeim með því að afskrifa skuldirnar.
Guðrún Katrín Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:35
Um byggðakvóta. Athugasemd við skrif Sigurgeirs Jónssonar. Byggðakvótinn sem var stefna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í lok níunda áratugarins er allt annað en sá byggðakvóti sem Sjálfstæðisflokkurinn kom á. Núverandi byggðakvóti var settur á til að sverta ímynd raunverulegs byggðakvóta. Hann er spilling í eðli sínu, því sveitarfélögum er gert að úthluta kvótanum ókeypis til valinna einstaklinga. Raunverulegum byggðakvóta var ætlað að tryggja aðgang sjávarbyggða að fiskimiðunum, koma arðinum af veiðiréttinum til samfélagsins og gefa öllum jafnan rétt til sjósóknar. Við skulum ekki sverta upprunalegu byggðakvóta hugmyndina með því að bendla hana við núverandi eitur-byggðakvóta. Þá er verið að skemmta skrattanum.
Örlítið um uppruna kvótagróðans. Fram á níunda áratuginn einkenndist okkar hagkerfi af ríkisstýrðu gengi, gjaldeyrishöftum, óðaverðbólgu og neikvæðum vöxtum. Allt of há gengisskráning kom í veg fyrir að hagnaður í sjávarútvegi væri í samræmi við verðmætasköpunina og verðbólgan og neikvæðu vextirnir sáu um að dreifa raunverulegum arði útgerðarinnar út í samfélagið. Þegar ákveðið var að gefa gjaldmiðilsviðskipti frjálst var vitað að raunveruleg arðsemi sjávarútvegs kæmu í ljós og að hagnaður af fiskveiðum við Íslandsstrendur var í raun gríðarlegur. Sá gróði er nú tekinn út sem kvótaverð, hann dreifist ekki út í samfélagið eins og forðum heldur er hann mjólkurkú peningafursta og undirstaða útrásar þeirra. Nú er mál að linni, veiðiréttinn til samfélagsins og þeirra sem starfa í greininni, byggðakvóta strax!
Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:14
Takk fyrir athugasemdir.
Grundvallaratriði er að þjóðin er eigandi þessarar auðlindar og það ber að deili henni út í anda jafnræðis.
Þegar menn láta í það skína að við sem aðhyllumst breytingar á kerfinu ætlum að svipta núverandi handhafa veiðiheimilda í einu vetfangi öllu sem þeir hafa þá fara þeir með rangt mál.
Talað hefur verið um fyrnigarleið og nýjar hugmyndir um uppboðselið hafa líka verið nefndar.
Þessi málflutningur um að við ætlum að "rústa" útgerðinni er ekki drengilegur.
Athugasemdin um byggðakvótann er rétt en af hverju hefur alltaf verið þessi óánægja með hann. Af hverju hefur hann ekki verið boðin upp af viðkomandi byggðarlögum. Eitt byggðarlag sem fékk byggðakvóta á fyrstu árum hans óskaði eftir því að fá að setja hann á markað gegn því að peningurinn færi í sveitarsjóð og aflinn unninn í því byggðarlagi. En það mátti ekki fyrir nokkurn mun hafa það svo heldur varða að deila þessu út á útgerðir í anda Stalíns, sem hefði betur verið fleiri ár í guðfræðinámi. Sjá jafnframt athugasemd Sigurðar Gunnarssonar.
Kalli Matt
Karl V. Matthíasson, 18.1.2009 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.