Leita í fréttum mbl.is

Hvalveiðar.

Verði raunin sú að hvalveiðar verði heimilaðar hljóta margir að sækja um leyfi til að veiða. Það á eftir að semja úthlutunarreglurnar. Eða er hugsunin kannske að kvótasetja hvalastofnana við Íslands strendur með sama hætti og fiskistofnana. Komi til þess að hvalveiðar verði leyfðar verðum við að hafa leikreglurnar á tæru þegar í upphafi. Reglur sem eru sanngjarnar en byrja ekki með því að ánafna órfáum persónum þessi dýr til langframa því úr því gæti orðið löng reiði.

Stöndum saman.

 Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað andsk...... vitleysa er þetta !

Allir alþingismenn þjóðarinnar eru búnir að sýna  hversu óhæfir þeir eru og gersamlega úr öllu sambandi við þau störf sem þeir eiga að vinna !

Þjóðin komin á hausinn og alþingismenn búnir að eyðileggja ímynd þjóðarinnar erlendis !

Þá dettur einum umboðslausum kjördæmapotara að gefa út hvalveiðikvóta !

Var það þetta sem við þurftum, kjördæmapotarar ?

JR (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Ekki koma með naflausar meldingar. Tjáum okkur óhrædd.

stöndum saman

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 27.1.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Er ekki best að setja kvótastærðina í hendurnar á Hafró og bjóða svo bara kvótan upp. Þá geta friðunarsinnar bara keyft kvótan í beinni samkeppni við veiðimenn.

Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 14:58

4 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þarf ekki að fara að taka til í þessu kvótakerfi okkar???? Það er mikið verk fyrir höndum hjá komandi ríkisstjórn og það er eins gott að þeir standi sig við að þrífa og taka til.

Það sem þarf að taka til og breyta og laga er t.d.

1)kvótakverfið

2)stjórnarlögin og kostningalögin

3)stjórn seðlabanka og hætta að ráða stjórnmálamenn með misgóðum árangri

4)flokkamafíuna

og fleira mætti telja.  Svo það er nóg að gera.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 29.1.2009 kl. 15:54

5 identicon

Sæll Kalli

Merkilegt með hann Einar að hann skuli vera svona smekklaus að gefa út reglugerð undir þessum kringumstæðum, ekki það að mér finnst sjálfsagt að nýta hvalastofnana á sjálfbæran hátt. Hvort að það er gert hlítur m.a. að ráðast af því hvort einhver vill kaupa kjötið og það er væntanlega mál þess sem veiðarnar stundar. Vonandi er bara góður markaður fyrir þessar afurðir.

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 11:46

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Úthluta bara 3 kílóum á hvert mannsbarn í landinu. Þá eru allir jafnir.

Þá geta líka þeir sem vilja friða, friðað sitt kíló, ekki satt?

Jón Halldór Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 18:02

7 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sæll Kalli

Athyglisverð vangavelta. Hefur einhverntíma þurft veiðileyfi til hvalveiða? Hafði Hvalur hf. leyfi? Einokun? Gat ekki hver sem var farið á hrefnu ef þeir sáu sér hag í því? Ég bara man ekki hvernig þetta var, gaman væri að fá þetta upplýst.

Jón Kristjánsson, 2.2.2009 kl. 13:19

8 Smámynd: Lára Ágústsdóttir

Sæll Karl.

Tvímælalaust að krefjast gjalds fyrir notkun á auðlindum þjóðarinnar.

þó fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sé búinn að úthluta veiðum til hvalveiða þá hlítur að vera hægt að ákveða einhverja leigu með viðbótar reglugerð, sem heimilar stjórnvöldum leigutekur af veiðunum.

Lára Ágústsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband