Leita í fréttum mbl.is

Tökum tillit til barnanna í umferđinni í vetur.

Nú eru skólar byrjađir og nokkur ţúsund börn eru ađ stíga sín fyrstu skref í grunnskóla.  Ţegar viđ sjáum ţessi börn og auđvitađ mörg önnur á leiđinni í skólann hugsum viđ hlýlega til ţeirra og vonum ađ hvert og eitt ţeirra eigi ánćgjulegan skóladag og góđan skólavetur.

Ţađ hvílir mikil ábyrgđ á okkur fullorđna fólkinu ađ búa börnum okkar góđa skóla og umhverfi sem býđur upp á sem öruggastar leiđir.  Allir foreldrar barna ćttu ađ vita hvađa leiđ barniđ gengur í skólann og ađ sú leiđ sé sú öruggasta.

Ţegar ég var barn var ţađ almenn regla ađ börn fćru ein í skólann og gengju jafnvel langan veg.  Bílaeign og umferđ var ţá miklu mun minni en nú er. Nú hefur ţetta breyst og margir keyra börn sín í skólann en engu ađ síđur eru ţau í umferđinni. Ţađ er mikilvćgt ađ öryggisbeltin séu spennt og ađ bílstjórar barnanna sjái svo um ađ ţau búi viđ sem mest öryggi á allan hátt međ góđum akstri og međ ţví ađ hafa einbeitinguna í lagi.

Ţessi tími haustsins getur veriđ mjög varasamur ţví börn eiga ţađ til ađ gleyma sér í morgundimmunni og skammdeginu eftir sumar mikillar birtu. Ţví er okkur nauđsynlegt ađ vera árvökul og viđbúin. Slysin verđa oftast ţegar eitthvađ óvćnt hendir og fólk býst alls ekki viđ ţeim ađstćđum er komu upp.  Eitt andartak getur orđiđ til ţess ađ allt breytist í lífi okkar og dagur sem átti ađ verđa ósköp venjulegur verđur örlagadagur sem varpar skugga og sorg á tilveru okkar í langan tíma á eftir.

Ég vil hvetja til ţess ađ viđ ökum varlega, af virđingu og ţökk viđ lífiđ og af virđingu og tillitssemi viđ öll börn ţessa lands.  

Í dimmunni er oft erfitt ađ greina dökkklćdda, en endurskinsmerki eru mjög mikilvćg og hafa ţau sannađ gildi sitt og örugglega orđiđ til ţess ađ koma í veg fyrir mörg slys. Öll börn sem eru á leiđinni í skólann og reyndar hvar sem er ćttu ađ bera endurskinsmerki. Ţetta á auđvitađ viđ um alla gangandi vegfarendur. 

Gerum allt sem í okkar valdi stendur til ţess ađ öll skólabörn séu örugg í umferđinni og komist heilu og höldnu í skólann sinn í vetur.  

Karl V. Matthíasson.vímuvarnaprestur og formađur umferđarráđs.  

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband