Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
25.12.2007 | 01:15
Predikun á jólanótt í Kópavogskirkju
Kæri lesandi ég óska þér gleðilegra jóla. Hér er jólapredikun sem ég flutti í Kópavogskirkju.
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og drottni Jesú Kristi. Amen. Nóttin var sú ágæti ein í allri veröld ljósið skein Það er nú heimsins þrautar mein að þekkja hann ei sem bæri.Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Þannig hefst ljóðið eða sálmurinn sem Einar Sigurðsson í Heydölum orti fyrir rúmum fjögur hundruð árum, en er enn um jólin sunginn í flestum kirkjum þessa lands, þó gamall sé. Einar kaus sjálfur að nefna þennan sálm: Kvæðið af stallinum Kristí eða Vöggukvæði. Í sálmabókinni er hann 6 vers en í rauninni er hann miklu lengri . Viðlagið er ávallt hið sama: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Öll eru versin einstaklega falleg en jafnframt þrungin guðfræðilegi og siðfræðilegri merkingu.Allir atburðir Jólaguðsspjallsins sem lesið var hér áðan eru dregnir upp í kvæðinu og jafnvel færðir til þess tíma og staðar sem Einar lifði í og á. Já honum tekst að færa boðskap jólanna í huga sinn, hjarta og sál og tjá að það allra mikilvægasta og dásamlegasta sem til er sé að geta tekið á móti Jesúbarninu og látið boðskap þess helga sig hreinsa. Einar er óhræddur að tjá trú sína, einfaldleika hennar og kröfu. Og það er svo augljóst að þessi maður sem lifði hér í landi skammdegis, kulda og hörku oft á tíðum, Já hann nær því að öðlast gleði og fögnuð, tæra gleði og innilegan fögnuð yfir því að hafa kynnst þessu barni Jesú Kristi. Ekkert annað skiptir máli en að mega hræra vögguna með vísnasöngnum góða. Jesús var von Einars. En hver er von okkar nútímamanna í lífinu eða þurfum við kannski engar vonir í þessu landi, sem frægt er orðið fyrir allsnægtir og velmegun. Þurfum við engar vonir, bænir eða áköll í veröld gríðarlegrar tækni og þekkingar. Er eitthvað vit í því að segja nú eins og Einar byrjar sálm sinn?: Emmanúel heitir hann herrann minn enn kæri.Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Er þetta eitthvert vit -- er eitthvert vit í trúnni og þar að auki trú á barn sem fæðist næstum því úti í móum. Við heyrum þær raddir æ sterkari að trú okkar sé hindurvitni og bábilja. Og að Guð sé ekki til og að maðurinn eigi að reiða sig á eigin mátt, megin og skynsemi? Og að við ættum að skella lokum fyrir þær rásir er boða okkur, hvað afar okkar og ömmur gerðu til að öðlast styrk í nauðum og harmi og þær raddir er tjá okkur, að kyrrð og friður Guðs anda kemur til þeirra sem ákalla hann eða þakka honum velgjörðir í lífinu. Engin Guð- enginn blekking, enginn Jesús - ekkert plat. Í fyrsta erindinu segir Einar: Það er nú heimsins þrautar mein að þekkja hann ei sem bæri. Þegar ég var barn fannst mér það dásamlegt að hafa fengið að læra um Jesú og allt það yndislega sem hann gerði fyrir okkur mennina og reynsla bænarinnar færði mér vissu um það að Guð væri til og að hann væri líka yfir og allt um kring með eilífri blessun sinni. Þessi trúarvissa gaf sanninn um það að þó syrti stundum illa í álinn að þá væri ég aldrei einn og að allt mundi fara vel að erfiðleikar og ótti ættu eftir að víkja fyrir betri tíma og blessun. Trú þeirra sem lenda í raunum miklum verður oft til styrktar og stuðnings og reynsla þeirra sem hafa hreppt þann fögnuð að hitta Jesú verður ósjálfrátt til þess að fólk íhugar í alvöru þennan einstaka möguleika tilverunnar, að játast honum. Það gerði Einar og reynsla hans verður til þess að hann trúir því, að þrautarmein heimsins sé að þekkja ekki Jesú sem bæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Og nú getum við spurt hvort þessi sannindi Einars úr Heydölum eigi við um nútíma okkar. Skortir heiminn þekkingu á Jesú Kristi Væru þrautarmein heimsins ekki minni ef við í einlægni færum eftir boðskap hans og kenningu. Boðskapnum um skilyrðislausa ást á náunganum, um fyrirgefningu og einlægan vilja til að sættast við mótstöðumenn okkar. Lofið og dýrð á himnum hátt honum með englum syngjum þrátt Friður á Jörðu og fengin sátt fagni því menn sem bæri Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Þegar kristin trú verður fyrir gagnrýni svarar hún sjálf með boðskap sínum. Boðskapnum um kærleika, en kærleikurinn er það afl sem sterkast er og öflugast í lífinu. Guð er kærleikur og þess vegna sendi hann son sinn Jesú Krist í heiminn til að frelsa okkur frá illu, frá hörmungum, svikum, lygum, ágirnd, prett og táli. Því allt þetta vinnur gegn góðu lífi en orð Guð byggir upp og skarpar einingu og frið. Og hvað annað er það sem börnin þrá, öll börn þessarar jarðar er draga nú andann og vonast til þess að eiga góða framtíð í einingu og friði og sátt við allt fólk. Þannig erum við líka öll sköpuð með þessa innbyggðu löngun eftir friði og kyrrð en stundum er það svo að við villumst af leið að við hættum að þekkja hann sem bæri og því þörfnumst við leiðsagnar hans og miskunnar alla tíð ávallt. Guð er kominn í heiminn sem lítið barn, Jesú Barn sem gaf okkur allt sem það átti. Það er Jesú Barn er færir þeim sem sakna, huggun og von. Jesú Barn sem færir frelsun og hugrekki þeim sem lokaðir eru inni í fangelsum eða sæta kúgun. Jesú Barn sem gefur auðmýkt þeim sem fullir eru af hroka og stærilæti. Jesú Barn sem gefur þeim gleði og frið er þjást af reiði, fíkn eða græðgi. Já þetta Jesú barn á allt sem við þörfnumst og það vill gefa okkur hvað eina er á skortir til þess að líf okkar verði eins og það á að vera. Á þig breiðist elskan sætAf öllum huga ég syndir grætFyrir iðran verður hún mjúk og mæt Miður en þér þó bæri.Með vísnasögn ég vögguna þína hræri. Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha