Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
24.12.2008 | 18:51
Gleðileg jól.
Gleðileg jól kæru lesendur þessara orða. Megi boðskapur jólanna um frið og kærleika snerta hjörtu okkar allra.
Ó, JESÚBARN þú kemur nú í nótt,
og nálægð þína ég í hjarta finn.
Þú kemur enn, þú kemur undra hljótt,
í kotin jafnt og hallir fer þú inn.
Þú kemur enn til þjáðra' í heimi hér
með huggun kærleiks þíns og æðsta von.
Í gluggaleysið geisla inn þú ber,
því guðdómsljóminn skín um mannsins son.
Sem ljós og hlýja' í hreysi dimmt og kalt
þitt himneskt orð burt máir skugga' og synd.
Þín heilög návist helgar mannlegt allt,
í hverju barni sé ég þína mynd.
(Jakob Jóhannesson Smári)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2008 | 01:22
Fjölmiðlar og rannsóknarnefndin.
Ég er ánægður með að hafa lagt áherslu á það í störfum mínum í allslherjarnefnd að þáttur fjölmiðla yrði líka tekinn til skoðunar í frumvarpinu þar sem tilgangurinn er að leita sannleikans um fall bankanna. Árangur af því hefi mátt vera meiri.
segi ekki meir að sinni.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2008 | 11:47
Jólalánið mikla.
Ég var spurður eftirfarandi spurningar í morgun.
Hvort er meira "jólalán" að skuldsetja sig vegna jólainnkaupa eða fagna komu frelsarans.
Kalli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2008 | 23:57
Nú reynir á nýsköpun í atvinnulífi.
Þessi grein kom í laugardagsblaði Fréttablaðsins undir fyrirsögninnni "Nú reynir á nýsköpun í atvinnulífi." Kannske hefði verið betra að láta hans heita "Möguleikar á erfiðum tímum. En allt um það hér kemur greinin;
Á síðustu dögum hefur allt verið á fleygiferð í landi okkar. Við stöndum nú frammi fyrir miklum vanda sem verður ekki leystur nema með samheldni, baráttu og einhug.
Til skamms tíma hefur verið talað um að íslensk atvinnulíf byggist á fjórum grunnstoðum, sjávarútvegi, ferðamannaiðnaði, álframleiðslu og fjármálastafsemi. Ljós er að fjármálageirinn mun ekki standa undir þeim væntingum sem menn horfðu til, reyndar þvert á móti, bankar eru komnir á hausinn og nú blasir við atvinnuleysi hjá mörgu fólki, sem þar starfaði en einnig fjölmörgum öðrum, eins og til dæmis iðnaðarmönnum vegna mikils samdráttar.
Nú þurfum við að horfa til annara átta og huga að því hvað við getum gert til að reisa og efla atvinnulífið á ný. Við hljótum að hugsa um það hvort við getum ekki eflt þær atvinnugreinar sem augljóslega eiga góða möguleika. Það hefur t.d. verið ánægjulegt að horfa á jákvæða þróun í ferðamannaiðnaði og stór stökk hafa verið tekin þar síðustu ár ekki síst í tengslum við sjóstangveiði. Þó þessi grein sé orðin nokkuð stór má segja að enn megi bæta þar í, þróa og þroska hana.
Í sjávarútvegi mætti renna styrkari stoðum undir nýsköpun eins og til dæmis þorskeldi og kræklingarækt. Vel mætti hugsa sér, ef veiðiheimildir yrðu auknar, að þær yrðu settar á markað og því fé sem fengist fyrir það yrði varið í þessa nýsköpun. Það er í rauninni undarlegt að við skulum ekki selja krækling fyrir milljónir til Evrópu því neyslan þar mælist í hundruðum þúsunda tonna.
Við hljótum líka að velta því fyrir okkur hvort ekki sé hægt að koma á fót verksmiðju sem framleiðir vörur úr áli eins og t.d. háspennulínur, en mikið af áli er notað í þær. Þannig væri hægt að auka arðsemi þeirrar álframleiðslu sem fyrir er í landinu, svo dæmi sé tekið.
Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvernig bændur hafa lagt í ýmsa nýbreytni eins og til dæmis með verkefninu Beint frá býli." Þá hefur staða krónunnar stóraukið möguleika landbúnaðarins til útflutnings á frábærum matvælum sem við erum stolt af.
Sú þjóð sem stendur frammi fyrir því að stokka upp spilin og endurmeta gildin, hlýtur að þurfa að svara fjölmörgum spurningum eins og þessari: Á allt að vera eins og áður var? Eða ætlum við að breyta reglunum með tilliti til þjóðarinnar allrar, hags hennar og framtíðar. Hluti þessa endurmats hlýtur að koma fram í því hvernig við hyggjumst deila út sameiginlegum auðlindum okkar. Á margan hátt má segja að úthlutun hugsanlegs viðbótarkvóta sé prófsteinn á þetta. Slíkan kvóta þyrfti að setja á markað þar sem allir sætu við sama borð. Sú ráðstöfun væri mikil og jákvæð framför, tákn um nýja tíma og jákvæð skilaboð til mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha