Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
30.7.2009 | 02:08
Hver fann upp hraðann? - Ökum varlega um verslunarmannahelgina.
Drengurinn hefur greinilega ekki heyrt þá kenningu að hraðinn sé uppfinning Pokursins. Alltétnt má það ljóst vera að sá sem lifir í ró og flýtir sér ekki um of tekur betru eftir lífinu og lifir því þess vegna lengur. Ökum varlega um verslunarmannahelgina, lifum ekki of hratt og ekki og hátt það endar bara með ósköpum. Og látum annarra manna bíla vera.
Stöndum saman
Kalli Matt
Glanninn vildi ekki í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2009 | 10:15
Fáeinir sopar eyðileggja allt.
Í hvert sinn sem við leggjum af stað út í umferðina ætlum við hvorki að lenda í óhappi né slysi og sem betur komumst við oftast heil heim eins og við gerðum ráð fyrir í upphafi. En stundum er það ekki svo því fjöldi fólks lendir í alvarlegum umferðarslysum. Við verðum alltaf að vera vakandi í umferðinni og sýna ýtrustu gætni alla leið. Aftur og aftur erum við minnt á að spenna beltin, virða reglur um hámarkshraða, nota ekki farsíma undir stýri, gefa stefnuljós og vera meðvituð um akstursskilyrði öll svo sem veðurlag, gerð vegar og fleira. Einn er sá þáttur sem mig langar að víkja hér að en það er ölvunarakstur. Gott er að rifja það upp að upphafleg merking orðsins ölvaður er: Sá sem er undir áhrifum öls. Það er sannað mál að ölvunarakstur veldur fjölda umferðarslysa. Allir ættu að hafa þá reglu í heiðri að stýra ekki neinu ökutæki eftir að hafa drukkið áfengi eða neytt einhvers konar fíkniefna. Það sama gildir um fráhvörfin. Sá sem er timbraður eða á niðurtúr getur einnig verið stórhættulegur í umferðinni.
Í sumarfríi eða kokteilboði.
Á þessum tíma fara margir í frí og sumir fá sér í glas. Einn bjór eða tvo og stundum létt vín með matnum. Í þessum drykkjum er alkóhól, en það slævir dómgreind, viðbragðsflýti og skynjun alla. Alkóhól hefur komið við sögu margra umferðarslysa. Í sumum tilvikum vegna þess að Bakkus hafði algerlega tekið völdin, en í öðrum út af því að viðkomandi trúði þeirri reginfirru að allt í lagi væri að aka eftir að hafa drukkið smávegis léttvín eða bjór. Til eru þeir sem halda því fram að hvers konar ölvunarakstur einstaklings sé vísbending um að hann ætti að hafa samband við Vog. Þeir sem fá boð í fínan kokteil, opnun viðburðar, mikilvæga móttöku eða því um líkt ættu að gæta þess að fá sér óáfenga drykki ef þeir eru á bílnum. En ef þeim finnst brýna nauðsyn og mikla kurteisi bera til þess að fá sér áfengan drykk svona til samlætis þá hvet ég viðkomandi til að skilja bílinn eftir og taka leigubíl eða ganga heim. Þá verður engin hætta á því að sú ölvun valdi slysi.
Ölvunarakstur er alvarlegt lögbrot.
Stundum ber við að fólk fari upp í bifreið hjá ökumanni sem hefur neytt alkóhóls eða annarra vímugjafa. Slíkt er lögbrot. Því miður eru til þess dæmi að nánir aðstandendur eða vinir hafa látið undan frekju og jafnvel hótunum drukkins ökumanns og þegið farið í stað þess að kæra verknaðinn til lögreglu. Það er misskilin ást að líða sínum nánustu ölvunarakstur og hylma yfir með þeim. Lögreglan hefur í mörgum tilvikum komið í veg fyrir slys með því að taka ökumenn sem eru undir áhrifum úr umferð. Þegar slíkur ökumaður er tekinn úr umferð verður umferðin áhættuminni. Sá ökumaður sem staðinn er að ölvunarakstri verður fyrir miklu áfalli, niðurbroti og skömm . Hann hefur jú framið alvarleg lögbrot og hlýtur fyrir það þungar sektir Áttum okkur á því að ölvunarakstur er alvörumál og það verður aldrei aftur tekið ef sá sem ekur ölvaður veldur slysi. Við þekkjum það mörg hvað lífið getur breyst á einni svipstundu, hvernig einn venjulegur dagur sem átti að gefa okkur vort daglegt brauð varð skelfilegur örlagadagur og þá í sumum tilvikum af því að einhver fékk sér aðeins einn og lagði þannig af stað út í umferðina. Ökum aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha