Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Af hverju snerta jólin svona marga? - Gleðileg jól.

Ég fór í barnafataverslun í gær með eiginkonu minni. Þar voru margir og gaman var að sjá hvað fólkið vandaði sig í vali sínu.

Það var vegna þess að þau voru að kaupa jólagjafir á litlu börnin sín eða barnabörnin sín eða einhver önnur börn sem þeim þykir svo vænt um.

Öll vildum við kaupa góða og fallega flík á börnin.

Barnið sem við vorum að velja fötin á er óendanlega fallegt og algerlega háð kærleika umhverfis síns. það kallar á kærleikann, sem það sjálft ómælt sendir frá sér og sjálfkrafa vex ástin til barnsins. 

Þessi ást til barnanna og viðleitini okkar til að þeim líði vel og eigi góðan grunn til að standa á lífinu er þeim óendanlega mikilvæg.

Hlýjan sem fötin veita barninu er lífsnauðsynleg en hin andlega hlýja er ekki síður nauðsynleg og uppsprettu þeirrar andlegu hlýju getum við sótt í boðskpa jólanna, þ.e. í jólaguðspjallið sem talar til okkar í dag.

Boðskapur jólanna snertir okkur vegna þess að hann er fagnaðarboðskapur um nýjan og betri heim fagnaðarboðskapur um að hvert okkar og eitt er óendanlega mikils virði í augum Guðs og í þeim anda eigum við að koma fram hvert við annað og í þeim anda ættum við að lífa. 

Fyrst Guð elskar þig, elska ég þig líka.

Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær.

Karl V. Matthíasson, prestur .

 


1. des fullveldisdagur þjóðar - fullveldi hvers og eins - kvöldmessa.

Mikið er nú talað um stjálfstæði þjóða, fullveldi þeirra, grunnlög og svo framvegis.

Það er lítið varið í þjóð sem er fullvalda ef fólkið sem hún er mynduð af er ekki fullvalda eða frjálst í sínu eigin lífi.

Eitt það verst sem hendir manninn er að missa stjórn á lífi sínu.  Áfengi og önnur eiturlyf valda slíku oft og mörg eru þau sem hafa glatað miklu vegna fíknarinnar. Það er sorglegt.

Hitt er hins vegar gleðilegt að mjög margir komast út úr því víti sem áfengissýkin veldur. Til þess að svo geti orðið verður  andleg vakning að koma til. Margir leita sér styrks í trúnni sem hjálpar fólki til að sjá lífið upp á nýtt og hjálpa því til að komast á góðan veg.  Að stunda kirkjuna sína getur verið liður í þessu.

þess vegna býður kirkjan upp á æðruleysismessur og vængjamessur sem eru systur.

Það verður vængjamessa í Guðríðarkirkju í kvöld kl. 20.00.  Sylvía Rún Guðnýjardóttir syngur og Ástvaldur Traustason annast undirleik.  Tveir munu deila með okkur reynslu sinni og sr. Sigríður Guðmars og undirritaður leiða messuna.

Á eftir er boðið upp á súkkulaði, kaffi og gott meðlæti að hætti Lovísu kirkjuvarðar.

Allir eru hjartanlega velkomnir í þessa messu sem einkennist af gleði og von.

Stöndum saman

Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband