Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
5.6.2011 | 15:49
Hugleiðing á sjómannadag í Seltjarnarneskirkju.
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og drottni Jesú Kristi. Amen.
Nú er sjómannadagurinn og þess er nú minnst hér í Seltjarnarneskirkju.
Seltjarnarnesið er umlukið hafinu á alla vegu nema þeim hluta sem snýr að Reykjavík, sem reyndar taldist eitt sinn til Seltjarnarneshrepps.
Mörgum sjómönnum sem búa hér og í nágranna byggðarlögum þykir mjög vænt um Seltjarnarnesið, sem skartar Gróttunni vegna þess að þeir fá hina góður tilfinningu heimkomunnar þegar siglt er inn Faxaflóann og vitinn á Gróttu sendir þeim varnaðarljós sitt og vísar þeim til heima hafnar sinnar.
Og stuttu síðar standa þeir á kajanum og taka utan um börnin sín og maka og allt er eins og það á að vera og oft mikið þakklæti fyrir góðan afla og góða túr hvort sem á fragtskipinu er togaranum, vertíðarbátnum eða trillunni.
Og Seltjarnarnesið sjálft á sína sögu um útræði enda var stutt á miðin hér fyrir framan áður en togaraöldin hófst.
Margir fyrrverandi sjómenn njóta þess líka að koma hingað vestur á Seltjarnanes og horfa út á hafið - hlusta á ölduna syngja ljóð minninga um svo margt er gerðist á hafinu og svo margt annað sem tengist lífinu og baráttu þess, sigrum, ósigrum, gleði og sorgum.
Það má eiginlega segja að brimið eða ölduniðurinn og gjálfur bárunnar sé einn öflugasti listgerningur Guðs er kemur okkur til að íhuga lífið - tilgang þess og upphaf.
En maður verður að gefa sér tíma til að staldra við, hlusta og vera með í þessu hljómfalli.
Sjómannadagurinn er upphaflega minningardagur um íslenska sjómenn og á þessum degi hefur virðing íslensku þjóðarinnar fyrir sjómönnum sínum jafnan komið vel í ljós.
Í þeirri mynd sem sjómannadagurinn er nú var hann fyrst haldinn hátíðlegur í Reykjavík þann 6. júní árið 1938 bæði á Ísafirði og í Reykjavík þar sem 10.000 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum við Leifsstyttuna á Skólavörðuholti í Reykjavík.
Sjómenn hafa verið heiðraðir á þessum degi og augu manna hafa beinst að hinum miklu hættum, sem sjómenn hafa oft á tíðum mátt glíma við í gegnum aldirnar.
Öryggismál sjómanna hafa einnig borið mikið á góma í þessum degi, en síðast en ekki síst er þessi dagur minningardagur um þá sjómenn hafa farist á hafi úti eða við strendur landsin í glímunni við hafið.
Og fyrrum voru allar kirkjur landsins þéttsetnar á þessum degi þar sem Guði voru falin líf þeirra sem létust og framtíð hinna er eftir lifðu.
Sem betur fer hefur það verið svo að manntjón hefur minnkað stórlega hin síðari ár og skipsköðum einnig fækkað.
Er hér einkum fyrir að þakka aukinni öryggisgæslu og tilkomu betri öryggistækja allt frá flotbúningi til björgunarþyrlu og auðvitað öruggari skipa. En þó svo sé er alltaf full ástæða til að betrumbæta öryggisþættina og læra af reynslunni og af þeim mistökum, sem átt hafa sér stað. Hvað má betur fara og hvernig er best staðið að því að laga það?
Útgerðarmenn hafa líka sýnt þessum málum mikinn áhuga hina síðari ár.
Við getum í huga okkar hugsað til allra þeirra sem hafa farist á hafi úti og við sjómennsku sína. Við vitum að það er ógrynni manna já fjöldinn allur af fólki.
Og þegar við lesum sögubækur um sjómenn og sjómennsku hér á landi kemur fljótt í ljós að við höfum séð á bak hundruðum sjómanna, sem hafa skilið eftir sig ófyllt skörð, manna sem hafa fallið nánast bótalaust frá barnmörgum fjölskyldum sínum.
Og í beinu framhaldi af þessu verður okkur hugsað til eiginkvennanna þeirra hvernig þær máttu svo berjast fyrir afkomu sinni og barnanna eða lifa við að börnin voru tekin af þeim.
Íslenskir sjómenn síðustu aldar eru sú stétt sem hvað stærstan þátt áttu í að leggja grunnin að því velferðarkerfi sem við búum nú við og fórn þeirra var líka mikil, fórn sem við munum seint fá fullþakkað og skilið.
Já starf sjómannsins er mikið áhættustarf það kennir sagan okkur og þeir sem eiga maka úti á sjó son eða dóttur, bróður eða systur hugsa til þeirra með bæn í hjarta á hverjum degi.
Saga sjómennskunnar er samofin trúarsögu okkar og kemur okkur til að hugsa og minnast þess að þegar sjómenn höfðu komið báti sínum á flot hér áður fyrr tóku þeir inn árar til að fara með sameiginlega sjóferðarbæn þar sem þeir báðu Guð að vera með þeim þessa sjóferð.
Og þó við vitum að togararnir stoppa ekki eða bátarnir þegar þeir eru nýlagðir úr höfn til þess að áhöfnin fari í sameiningu með sjóferðarbænina Þá vitum við að margir sjómenn spenna greipar í kojunni sinni og biðja Guð að blessa skip og áhöfn og fjölskylduna sína sem í landi er.
Það á nefnilega ennþá fullkomlega við að Jesús Kristur er í hverju skipi hins íslenska skipaflota, já þrátt fyrri alla tæknina og öryggið þá er svo sannarlega full ástæða til að láta þá vitneskju móta sjóferðina að Jesús Kristur er um borð í íslenskum skipum og bátum. Það vill kirkjan segja á þessum hátíðardegi enda er guðspjall þessa dags einmitt um það þegar Jesús er um borð í bátnum með lærisveinum sínum.
Já kirkja tengist einnig sögu sjómennskunnar að öðru leyti. Því hún átti útræði víða um land. Það voru mikil hlunnindi því þeir sem áttu útræðin fengu hluta af afla og réðu því hverjir máttu róa og hverjir ekki úr víkum og vörum.
Sjálfir biskupsstólarnir koma hér einnig við sögu sem og stórbændur.
Þetta breyttist smám saman sem betur fer með tilkomu stærri hafna og svo varð að allir íslendingar voru taldir eiga sama réttinn til sköpunarverksins og að allir þeir sem vildu og gátu máttu róa og sækja sér björg í bú rétt eins átti við um vitavörðin í Gróttu um miðja síðustu öld.
Nú er þetta breytt á ný. Við höfum siglt inn í það ástand að ef einhverjum ungum manni dettur í hug að verða sér úti um bátshorn og fara að veiða með önglum sér til framfærslu þá verður hann að greiða svokölluðum handhöfum auðlindarinnar á fjórða hundrað krónur fyrir hvert kíló sem hann veiðir af þorski.
Sjálfur minnist ég þess að hafa keypt svokallaðan Færeying fyrir svo sem 25 árum ásamt frænda mínum og við rérum og veiddum á skaki undir Jökli án þess að einhverjir óviðkomandi menn fengju fyrir það stóran hluta aflans í leigu.
Vonandi verða þær breytingar sem líta nú dagsins ljós til þess að ungir menn fái atvinnu við fiskveiðar sem gefur þeim og fjölskyldunni gott viðurværi.
Íslensk útgerð hefur líka breyst mjög mikið aflaheimildir hafa verið fluttar í þúsundum tonna vís frá einum stað til annars án þess að fólkið sem bjó þar hafi nokkuð um það að segja.
Sá sjómaður sem byggir sér ból vegna útgerðar á einum stað getur vænst þess að hlutabréfin í útgerðinni sem hann starfar við hafi verið seld og þar með bátnum lagt í skyni hagræðingar og hann atvinnulaus og plássið að stórum hluta um leið.
Við spyrjum að því þessa dagana hver eigi fiskinn í sjónum alveg eins og sumt fólk í öðrum löndum spyr að því hver eigi auðlindir landsins sem það fæddist í.
Hver á gullnámurnar í Úrgvæ, koparinn í Chile og olíuna í Nígeríu eða Líbíu? Og hvernig verður auðlindinni réttlátlega skipt milli þegnanna svo öll börnin þar njóti arðsins. Svo öll börnin læri þar að lesa og komist til læknis þegar þau verða veik og gamla fólkið góðan aðbúnað á síðustu árum ævi sinnar.
Þetta eru allt trúarlegar, heimspekilegar og siðferðilegar spurningar en meðan ísköld hagfræðin ein ræður ríkjum fáum við aldrei gott siðferðilegt svar.
Og þetta hið sama á við um hina íslensku auðlind. Hver á hana?
Það er eins gott og ekki að ástæðulausu að rík krafa er um að festa í grunnlög landsins, stjórnarskrána að fiskimiðin og aðrar auðlindir landsins skuli vera óskoruð eign þjóðarinnar.
Hver á fiskinn í sjónum? Er það ekki sá sem skapaði hann er það ekki sjálfur Guð?
Mennirnir hafa komið og farið en sköpunarverkið, fjöllin landið og hafið og það sem í því býr er á sínum stað. Þess vegna eigum við að ganga í hógværð og kærleika um veröldina sem Guð lætur brauðfæða okkur. Því við erum ráðsmenn Guðs og við verðum spurð að því um síðir hvernig stóðum við okkur í því hlutverki.
Ráðsmaður Guðs á jörðinni lítur til allrar meðbræðra sinna og systra. Hann spyr Guð um það, hvað best sé gert til að sem allra flestir geti lifað við góðan kost.
Hann segir ekki: Ég er bestur þess vegna á ég að fá sem mest.
Nei hinn réttláti ráðsmaður staldrar við og leyfir rödd Guðs að tala inn í hjarta sitt. Sá ráðsmaður leyfir Guði að stýra lífi sínu og starfi. Sá ráðsmaður þarf ekkert annað en þá vitneskju að Guð verndar hann og leiðir alla ævidagana.
Þegar við lítum yfir svið heimsins þá sjáum við að margir þjást og líða vegna deilna og baráttu um alls kyns auðæfi og auðlindir.
Í öllum þessum deilum er greinilegt að menn spyrja ekki: Hvernig vill Guð hafa þetta og hvers krefur Kristur okkur í þessum aðstæðum?
Hvers krefur hann okkur og hvað vill hann segja við okkur núna? Hvert er réttlæti hans og sannleikur í sambandi við íslenskan sjávarútveg og auðlindastefnu? Við hvers hlið stendur hann?
Hvernig fáum við svörin við þessu öllu saman? Svörin koma ekki sem skyndileg rödd í hávaða og látum kauphallanna nei þau koma úr djúpi hjartna okkar þegar við höfum leyft honum að skapa það hreint og gefið okkur nýjan og stöðugan anda.
Þegar við höfum meðtekið réttlæti hans, þegar við höfum numið staðar og kallað á hann í ölduróti lífsins og beðið hann að bjarga okkur frá voninni um hámarksgróða og hagnað án tillits til fólks og byggða. J
á, á þessum sjómanndegi skulum við vita að Kristur stendur við hlið okkar og vill fá að leiða okkur í gegnum lífsins ólgu sjóa svo að við náum þeirri höfn sem mikilvægast er að náum um síðir - höfn réttlætis, sannleika og kærleika.
Við skulum biðja hann að vera með okkur í lífsfleyi okkar alla daga, allar stundir og móta huga okkar, hjarta og sál.
Í Jesú nafni - Amen.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha