Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2014

Upprisudagur - uppstigningardagur.

Upprisudagur Jesú Krists er páskadagur. "Reis á ţriđja degi aftur upp frá dauđum" segir í trúarjátningunni. Ţá er miđađ viđ föstudaginn langa(krossfestingardaginn) sem fyrsta dag.

Páskadagur er hinn mikili sigurdagur lífsins yfir dauđanum - dauđinn verđur ađ lúta í lćgra haldi fyrir kćrleiksvaldi Guđs.  Hiđ eilífa líf í fađmi Guđs er veruleiki, ţeim sem vilja.

Nćstu 40 daga eftir upprisuna birtist Jesús lćrisveinum sínum (körlum og konum) all nokkrum sinnum. En ţá kvaddi hann ţá og steig upp til himna. Uppstigningardagurinn er sá dagur.  Ţađ er uppstigningardagur í dag.  

Tíu dögum eftir ađ Jesús steig upp til himna (á hvítasunnudegi) kom heilagur andi Guđs yfir ţau sem fylgdu honum og ţau fengu raunverulegan skilning á ţví hvađa merkingu ţađ hafđi ađ Jesús Kristur kom í heiminn.  ţau skildu, skynjuđu og tóku á móti ţessum mikla "Kristsatburđi" tóku á móti frelsaranum og bođuđu orđiđ um hann međ svo kröftugum hćtti ađ fákćnn klerkur uppi á Íslandi tvö ţúsund árum síđar skrifar ţessi orđ og ţú lest ţau.

Kristur er upprisinn  -  stiginn upp til himna og ţví getur hann komiđ til okkar í heilögum anda sínum og gefiđ okkur frelsi og lausn.  

Uppstigningardagurinn verđur stundum svolítiđ útundan og hefur kirkjan hér á landi ađ minnst kosti notađ ţennan dag til ađ minna á ţá kristnu skyldu sem viđ berum til allra ţeirra sem gamlir eru orđnir og hrumir. Um leiđ og viđ minnumst uppstigningar Jesú Krists skulum viđ ţjóna honum međ ţví ađ virđa gamla fólkiđ okkar og koma vel fram viđ ţađ á allan hátt.

Blessist okkur dagur ţessi.

Kalli Matt 

 

 


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband