Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Ég er Kalli

Þegar mér auðnast að hverfa um stund frá mínu eigin sjálfi og fara með bænir og taka á móti þeim áþreifanlega friði sem Jesús veitir mér - þá finn ég að Guð er til.

Einn var hann við hlið mér, barni, á skelfilegum óttastundum ofbeldis.

Unglingi, veitti hann mér óendanlega huggun í mikilli sorg.

Hann reisti mig upp frá eymd alkóhólismans.

Kom sterkur inn í líf mitt þegar ég upplifði mjög mikla höfnun og niðurlæginu.

Og nú árla morguns bið ég hann að vernda hugsanir mínar og koma inn í aðstæður þeirra í kring um mig sem erfitt eiga og eru umvafin ótta.

Ég bið hann líka að umlykja þau, sem mér eru nærri  og skríkja af hamingju og lífsins gleði.

Já bæn mín er einnig sú, að þú, hver sem þú ert, eigir góðan dag og að heimurinn taki á móti hinu réttláta skapandi ljóssins orði sem líf Jesú Krists gefur. Takk Guð.

Ég er Kalli.


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband