Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020
30.3.2020 | 12:58
"Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk."
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi segir í ljóði sínu "Sjá dagar koma" að íslenska þjóðin sem bjó við nyrstu voga hafi gengið djörf og sterk mót þrautum sínum. Og í lokin líkir hann lífi þjóðarinnar við kraftaverk.
Þegar við horfum yfir liðna tíð, líf foreldra okkar, foreldra þeirra og svo koll af kolli þúsund ár aftur í tímann sjáum við skeið þar sem hörmungar á hörmungar ofan gengu yfir. Þjóð innilokuð í fátæklegum híbýlum sínum mánuðum saman ár hvert vegna kulda og snjóa. Þjóð sem farsóttir herjuðu á svo sem svartidauði, bóla, holdsveiki, berklar og inflúensan fyrir 102 árum. Og svo má við þetta bæta jarðskjálftum og eldgosum með skelfilegum afleiðingum. Já dökkar eru þessar upp dregnu myndir en samt erum við enn hér á Íslandi í dag vegna þess að við höfum alltaf átt von og trú.
Í þeim faraldri sem nú gengur yfir erum við mun betur sett en fyrr á öldum. Upplýsingar og fræðsla vega hér mikið og að við getum fyrir tilstuðlan fjölmiðla brugðist sem skjótast og réttast við. Samstaðan er það sem skiptir mestu máli og að við látum skynsemina ráða en ekki hvað okkur langar eða jafnvel finnst. Í slíku ástandi sem nú ríkir reynir á sálarlíf okkar og við verðum næmari fyrir hvers kyns áreitum. Getum orðið uppstökkari, viðkvæmari, reiðst of fljótt og jafnvel fengið snert af ótta. Og hvað er til ráða við slíkar aðstæður? Góð svör við erfiðum spurningum eru oft einföld. Anda djúpt, róa sig niður og setja það fyrir reglu að hugsa áður en maður talar eða bregst við. Öll andleg iðkun er líka mjög góð, að presturinn tali nú ekki um að fara með bænir sínar og notfæra sér þá þjónustu kirkjunnar að fara þangað eiga viðtal við prestinn sinn og setjast inn í kirkju, kveikja á kerti og biðja Guð um hugrekki, styrk og blessun þar sem helgar stjörnur loga.
Og svo ættu öll þau sem geta að fá sér góðan göngutúr og gleyma sér í aðdraganda vorsins.
Stöndum saman.
Kalli Valli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv