13.7.2022 | 22:47
Ferðaþjónustan mikil sjávarútvegur lítill.
Fyrsta frétt RUV kl. 22:00. Ferðaþjónustan mokar inn erlendum gjaldeyri til þjóðarinnar. Lilja Alfreðs mjög ánægð allt að fyllast af dollurum, evrum, og öðrum gjaldeyti. Miklu, miklu meira en sjávarútvegurinn, (Salan á Vísi ætti því ekki að skipta svo miklu máli eða hvað? Var þetta "mótvægisfrétt" )Sigurður Ingi minnir enn á að það þurfi að skoða þetta með sjávarútveginn með tilliti til ofurhagnaðar hans. Krónan alltaf jafn lág þrátt fyrir allt þetta innstreymi í hirslurnar hjá Seðlabankanum. Bjarni og Katrín pass, pass, pass.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2020 | 11:49
Vinir Guðríðarkirkju
Kæru vinir í Grafarholtsprestakalli
Guðríðarkirkja er sóknarkirkja íbúanna í Grafarholti, Úlfarsárdal og Reynisvatnsási. Þau sem eru í Þjóðkirkjunni eiga Guðríðarkirkju og standa undir rekstri hennar. Þau greiða með sóknargjöldum sínum viðhald byggingarinnar, laun kirkjuvarðar, organista, æskulýðsprests og barnakórstjórans. Margt annað er greitt með sóknargjöldunum eins og til dæmis í líknarsjóð kirkjunnar sem hefur eftir föngum stutt við efnaminna fólk með Bónuskortum.
Nú sjáum við sem erum í Þjóðkirkjunni ágengar auglýsingar og harðar hvatningar um að við sem erum í Þjóðkirkjunni yfirgefum hana.
Ég hvet ykkur öll til að styðja við starf kirkjunnar í hverfinu ykkar og allt það sem hún hefur upp á að bjóða. Þess vegna er það mjög mikilvægt að sem flestir er búa í prestakallinu séu skráðir í Þjóðkirkjuna.
Kirkjan hefur það hlutverk að boða orð Guðs, um eilíft líf og að við sýnum hvert öðru kærleika og fyrirgefningu meðan við lifum hér.
Ef þú ert ekki í Þjóðkirkjunni og vilt styðja við starf Guðríðarkirkju hvet ég þig til að ganga í Þjóðkirkjuna.
Guð blessi þig.
Karl V. Matthíasson, sóknarprestu Grafarholtsprestakalls
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2020 | 12:58
"Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk."
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi segir í ljóði sínu "Sjá dagar koma" að íslenska þjóðin sem bjó við nyrstu voga hafi gengið djörf og sterk mót þrautum sínum. Og í lokin líkir hann lífi þjóðarinnar við kraftaverk.
Þegar við horfum yfir liðna tíð, líf foreldra okkar, foreldra þeirra og svo koll af kolli þúsund ár aftur í tímann sjáum við skeið þar sem hörmungar á hörmungar ofan gengu yfir. Þjóð innilokuð í fátæklegum híbýlum sínum mánuðum saman ár hvert vegna kulda og snjóa. Þjóð sem farsóttir herjuðu á svo sem svartidauði, bóla, holdsveiki, berklar og inflúensan fyrir 102 árum. Og svo má við þetta bæta jarðskjálftum og eldgosum með skelfilegum afleiðingum. Já dökkar eru þessar upp dregnu myndir en samt erum við enn hér á Íslandi í dag vegna þess að við höfum alltaf átt von og trú.
Í þeim faraldri sem nú gengur yfir erum við mun betur sett en fyrr á öldum. Upplýsingar og fræðsla vega hér mikið og að við getum fyrir tilstuðlan fjölmiðla brugðist sem skjótast og réttast við. Samstaðan er það sem skiptir mestu máli og að við látum skynsemina ráða en ekki hvað okkur langar eða jafnvel finnst. Í slíku ástandi sem nú ríkir reynir á sálarlíf okkar og við verðum næmari fyrir hvers kyns áreitum. Getum orðið uppstökkari, viðkvæmari, reiðst of fljótt og jafnvel fengið snert af ótta. Og hvað er til ráða við slíkar aðstæður? Góð svör við erfiðum spurningum eru oft einföld. Anda djúpt, róa sig niður og setja það fyrir reglu að hugsa áður en maður talar eða bregst við. Öll andleg iðkun er líka mjög góð, að presturinn tali nú ekki um að fara með bænir sínar og notfæra sér þá þjónustu kirkjunnar að fara þangað eiga viðtal við prestinn sinn og setjast inn í kirkju, kveikja á kerti og biðja Guð um hugrekki, styrk og blessun þar sem helgar stjörnur loga.
Og svo ættu öll þau sem geta að fá sér góðan göngutúr og gleyma sér í aðdraganda vorsins.
Stöndum saman.
Kalli Valli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2019 | 13:04
Um gleðina.
Kæru vinir. Hin sanna gleði lífsins á sér uppsprettu í kærleika Guðs. Heilagur andi hans hjálpar okkur að sigrast á öllu mótlæti svo við þurfum ekki á deyfingu víns eða vímuefnum að halda. Edrú ást er sönn ást, edrú virðing er sönn virðing. Edrú gleði er sönn og djúp gleði. Megi komandi fríhelgi verða þér til sannrar gleði og hamingju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2019 | 23:31
Krónan styrkist.
Jæja, þá er krónan loksins farin að hressast (af hverju gerðist það ekki fyrr?) Krónan hækkar í verði vegna þess að verðmæti sjávarfangs er mun hærra en í fyrra, þrátt fyrir loðnubrestinn. Ferðaþjónustan gefur ekki miklu minna miðað við kreditkortaveltu sem er jafnvel meiri en í fyrra. Erlendir menn kaupa dýrar jarðir og verðtryggð ríkisskuldabréf einsog enginn sé morgundagurinn og svo hækkaði krónan líka vegna sumarleyfa. (Sjá frétt stöðvar 2 kl 18:30 í kvöld.) Og kannske hefur koma Ásgeirs í bankann haft einhver áhrif.
Ætti seðlabankinn ekki að gefa upp þegar miklir fjármunir fara út úr landinu og koma inn í það og hverjir það eru sem færa varninginn heim og eða flytja hann út. Fyrst við elskum að vera með krónuna er þá ekki eðlilegt að slíkt sé gert?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2019 | 16:03
Predikun á gamlaárskveldi 2018
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi Amen.
Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að vera engum til gagns? En hann svaraði honum: Herra, lát það standa enn þetta ár þar til ég hef grafið um það og borið að áburð. Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp.
Þetta er ónýtt tré höggðu það upp og brenndu það.
Segir eigandi víngarðsins.
Bíddu aðeins ég skal hlúa að því og sjáum til hvað verður. Má vera að það taki að dafna og rísi svo upp, verði fallegt og grænt og gefi margar fíkjur í mauk, marmelaði eða annan mat. Segir víngarðsmaðurinn.
Það geta verið margar ástæður fyrir því að tré skrælni upp, stundum ekki einfaldar. Allra síst þegar allur annar gróður í kring um þetta fíkjutré, runnar, gras, blóm og vínberjatré og aðrar jurtir dafna hið besta.
Til að komast að þessum ástæðum verður að huga að því hvað er í gangi með þetta tré og vita eitthvað um gróður og trjárækt.
Við fyrstu sýn kann okkur að finnast augljóst að gallinn eða veilan séu í trénu sjálfu og gerð þess. Að tréð sé í sjálfu sér vonlaust eða glatað, vanskapað og einhvern veginn vitlaust jafnvel þó það hafi gefið góð fyrirheit um margar, margar fíkjur á fyrstu árum sínum.
En víngarðsmaðurinn er reyndur og hefur greinilega séð að hægt er að ná á ný því besta út úr tré sem jafnvel virðist orðið handónýtt.
Við getum nú spurt á þessu kveldi síðasta dags ársins 2018. Af hverju er þessi dæmisaga Jesú höfð sem guðspjallstexti til útlegginar og sem veganesti inn í nýtt ár 2019.
Við sjáum strax við lestur sögunnar að hún talar bæði um það sem liðið er það sem er og það sem kann að verða.
Við sjáum líka að það fara fram nokkurs konar réttarhöld yfir visnu tré, þar sem útlitið er ekki gott fyrir það, af því að það stóð alls ekki undir þeim væntingum sem vonast var til. Og svo virðist sem trénu hafi hrakað ár frá ári og ekkert eftir nema höggva það svo hægt væri að gróðursetja fyrir nýrri og vænlegri jurt. Eiginlega virðist öxin og eldurinn síðar eina ráðið sem vit var í,
En víngarðmaðurinn var á öðru máli. Hann sá möguleikann í visnaða fíkjutrénu eða kannske bara von. Það er eins og honum hafi þótt vænt um þetta tré og hann hafi viljað vernda það. Eins og hann væri stóri bróðir þess, stóra systir þess eða jafnvel pabbi þess eða mamma og væntanlega hlaut þetta tré miskunn og möguleika.
Það býr eitthvað gott í öllum trjám. Gæti hann hafa sagt þegar hann tók til við verkið, fór að vökva það bæta jarðveginn og tala fallega við það.
Nú skulum við sjá fyrir okkur það fallega gerast, sjá þegar hvert laufblaðið af fætur öðru skýst fram og fíkjurnar koma og svo allt í einu er þetta tré orðið hið fegurst í garðinum af því að það fékk þá næringu og umhirðu sem á vantaði.
Hvað er Jesús að kenna okkur með þessari dæmisögu, er hann að kenna okkur garðyrkju eða eitthvað annað eða hvort tveggja?
Jesús er að kenna okkur um okkur sjálf og lífið. Hann bendir okkur á að mennirnir eru tré sem fá ekki lifað án næringar, lofts, vatns og elsku.
Þeir sem eru á internetinu og fylgjast með kommentakerfinu við fréttir eða hvers kyns færslur á feisbókinni komast ekki hjá því að sjá að margir eru úrskurðaðir óalandi, óferjandi og nánast réttdræpir.
Aðgangsharkan er mikil og ofsinn og enginn grið eru gefin. Og þegar mönnum verður á, og það stundum hrapalega falla þungir dómar sem öxi á stokk án nokkurrar samúðar eða ígrundunar á því hver raunveruleg orsök mistakanna eða misgjörðanna var.
Stundum er sem dómararnir og rétthugsendur allra isma og lína bíði spenntir eftir næstu hneiksluanr ástæðu svo hægt sé að kalla: Höggvið þetta tré, allt þetta tré er illt og frá því kemur ekkert gott.
Víngarðsmaðurinn er miskunnsamur og hann elskar öll trén í garðinum og leggur allt sitt líf í það að hlúa að þeim hversu illa sem þau eru komin. Það er kærleikur og það er ást.
Í þessari stuttu dæmisög sem segir svo mikið er okkur líkt við tré í garði. Við getum alveg hugsað og velt því fyrir okkur á þessum degi hvernig jurt hvert okkar og eitt er og hvort við gætum verið betri hvert við annað hér í heimi sem sárvantar gjafmildi, umhyggju, fyrirgefningu, huggun og ást alveg eins og hið visnaða tré.
Sagan knýr okkur líka til að spyrja okkur sjálf hvernig hvert okkar og eitt hefur varið tíma sínum. Hvernig hef ég komið fram við annað fólk hvernig tala ég um annað fólk. Er ég manneskja sem tekur þátt í því að hlúa að þeim sem fara halloka í lífinu og vil ég gefa þeim tækifæri ef mér er það unnt. Vil ég fyrirgefa og stuðla að því að þau sem hafa brotnað niður vegna mistaka sinna komi sér á rétta braut. Vil ég ganga inn í hið nýja ár með hugarfari víngarðsmannsins, hugarfari kærleika, fyrirgefningar og hlýju eða hugarfari dómhörkunnar og drambsins.
Einu sinni bjuggu flestir forfeður okkar og mæður í einhvers konar dölum umluktum fjöllum á allar hliðar, nema eina sem sneri niður eða fram. Þá snerist lífið um að geta framleitt mat sem nægði til að deyja ekki úr skorti. Og á góðum stundum gekk þetta vel en svo komu harðæri og féllu bæði menn og dýr.
En þó þessi lífsbarátta hafi verið hörð þá má segja að lífið hafi ekki verið eins flókið og núna með allar þær upplýsingar og þekkingu sem við búum nú yfir.
Við höfum þekkingu til að sjá að garðurinn sem við höfum verið sett í er að eignast fleiri og fleiri tré sem fara visnandi vegna þess að við sem eigum að vera víngarðsmennirnir hlúum ekki næjanlega vel að öllum garðinum.
Virtustu vísindamenn og vísindastofnanir hafa komist að því að mengun sem hefur hlotist af óseðjanleika okkar verður meiri og meiri og við spornum ekki nægjanlega við fótum. Hvað getum vð gert í því?
Það skiptir miklu mál hvernig við högum okkur sem einstaklingar en ekki síður sem samfélag manna. Ættum við til dæmis að setja hér reglur um að enginn megi ferðast til útlanda nema einu sinni á ári, að enginn mætti brenna meiru en 250 lítrum af bensíni á ári eða að einginn mætti skjóta upp fleirum en einni rakettu á gamlaárskveldi. Að enginn mætti reykja og svona má lengi telja.
Eftir fáeina tíma verður klukkan tólf á miðnætti og nýtt ár gengur í garð. Margt hefur gerst á því ári sem nú er að hverfa í aldanna skaut, sumt gleðilegt og annað sorglegt og allt þar á milli.
Sumir greindust með hættulega sjúkdóma, aðrir fengu bata, ný börn komu í heiminn og önnur féllu frá á misjöfnum aldri. Þessi tímamót vekja mörgum sterkar tilfinningar gleði og sorgar. Guð vill blanda sér inn í allar þessar tilfinningar og aðstæður með því að hlúa að hverjum og einum - sérstaklega þar sem fólk er niðurbrotið og þarfnast hjálpar og aðstoðar. Og þar sem við megum og getum skulum við líka koma að með græðandi hendi.
Við skulum biðja þess að Guð fylgi okkur inn í nýjan tíma lífs okkar og tilvistar inn í nýtt ár þessarar þjóðar sem verður að huga betur að öllum þeim trjám sem tekið hafa að visna.
Og þegar við göngum inn í nýja árið sklulum við vera þakklát fyrir minskunnsemd Guð fyrir allt það sem við höfum fegnið úr hendi hans. Þakklát fyrir það umburðarlyndi og frelsi sem kristin trú boðar og þá fallegu von þessarar trúar okkar sem við eigum um eilífa lífið og frið á jörð. Guð gefi okkur öllum gleðilegt ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2018 | 07:32
Tilgáta.
Koma má með tilgátu um aukna andlega vanlínðan fóks.
Hún er sú að ekki má lengur koma með trú og trúariðkun inn í líf barna og ungmenna. Markvisst er unnið að því að koma kristinni trú út úr samfélaginu með hvers kyns rökum sem að minni hyggju mætti kalla rakaleppa.
Í vissum tilvikum er um töluverða aðgangshörku að ræða sem ég hef orðið var við í pólitíkinni, samfélagsmiðlum og jafnvel í virtum fjölmiðlum.
Trúin á Jesú Krits er afl sem stuðlar að aukinni gleði. Afl sem getur hjálpað fólki til að brotna ekki þegar hvers kyns ólgusjóar lífisins skella á okkur. Þegar foreldri gerir bæn með barni sínu myndast traust hjá barninu, vegna þess að barnið finnur að foreldrið treystir. Þegar börn fara í kirkju með foreldrum sínum til að hitta Guð eiga þau einstaka stund sem snýst um háleita og leyndardómsfulla hluti er gefa börnunum þá tilfinningu að þau eru elskuð og að líf þeirra er óendanlega mikils virði. Förum með bænir með börnum okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2016 | 15:03
Um kirkjufrétt.
Ef kirkjuráð er eins valdamikið og biskup og jafnvel valdameira, ætti að kjósa það í eins víðtækri kosningu og biskup er kosinn. Það eru faktískt örfá atkvæði á bak við krikjuráðið, en biskup er kosinn á landsvísu, bæði af leikmönnum og prestum.
Deila um völd innan þjóðkirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2015 | 19:46
Krónan styrkist - verum bjartsýn.
Íslenska króna hefur bara verið að hækka og hækka i verði miðað við erlenda mynt. _ svo spá menn verðbólgu. Td. kostaði eitt enskt pundi 209,94kr þann 15. júlí s.l. en kostar nú 15. okt 192,71kr þetta er 10.01% hækkun á krónunni miðað við gengið í dag...
Bankarnir græða tugi milljarða á milljarða ofan, Útgerðin er með full troll af peningum og olíukostnaður hennar lækkar og lækkar. Ferðamenn sækja í æ stríðari straumi til landsins. Þetta ætti að styrkja krónuna enn frekar. Bankar ættu að getað lækkað vexti ekki hækkað þó löggur, sjúkraliðar og annað láglaunafólk fái góða leiðréttingu launa sinna.
Verum bjartsýn ekki svatsýn.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þjóðkirkjan okkar er örugglega ein frjálslyndasta kirkja í heimi.
Þegar fyrsta konan vígðist sem prestur þótti öllum það sjálfsagt og eðlilegt. Þjóðkirkjan okkar velur konur fyrir prófasta sína og biskupa. Jafnvel í frjálslyndum nágrannalöndum okkar kom fram fólk sem hafnaði því að konur ættu að fá vígslu sem ég get engan veginn skilið.
Þegar lagt var fram frumvarp til laga um breytt hjúskaparlög fyrir mjög fáum árum fagnaði því stór hluti presta með ályktun sinni. Og nú þegar fréttablaðið spyr alla prestastétina kemur í ljós í gríðarlega góðri svörun að 99,9% þeirra sem svara segjast fúslega vilja gefa saman samkynhneigt par.
Vona ég nú að fólk sjái að hinn ósiðlegi stormur sem bulið hefur á Þjóðkirkjunni í þessu máli var bara stormur í vatnsglasi.
"Vor kirkja er byggð á bjargi en bjargið Jesús er".
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha