Færsluflokkur: Bloggar
20.5.2010 | 19:55
Lífeyrissjóðurinn Gildi og kannske fleiri.
Þú borgar í lífeyrissjóðinn Gildi. Þú þrælar þér út og þú verður óvinnufær.
Aðalkallinn í Gildi kemst að því að þú ættir ekki að fá neitt út úr sjóðunum af því að þú færð pening frá Tryggingastofnun. (Kannske er svo dýrt að reka sjóðinn)
Spurning vaknar til hvers varst þú að borga þennan pening í Gildi ef þú færð ekki neitt til baka, þegar þörfin er mest?
Svo ef þu kvartar þá verður þú sem öryrki samkvæmt venju að leita réttar þíns í dómssölum allt til mannréttindadómstóla Evrópu.
Er ekki kominn tími til að verkafólkið sjálft stjórni lífeyrissjóðunum?
Og þá það fólk sem kemur beint úr grasrótinni fólk sem fær ekki glýju í augun þegar það hittir peningafursta sem vill komast yfir þennan sparnað alþýðunnar.
Flokkarnir sem mynda ríkisstjórnina ættu að íhuga það alvarlega að leggja fram frumvarp til laga um lífeyrissjóði þar sem launþegum er skilað að fullu yfirráðum yfir þeim peningum sem þeim er gert að "spara" til mögru áranna. Það myndi gefa lífii margra aukið gildi.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2010 | 23:45
Mjólkurkvótinn - samþjöppun og einokun.
Já hverjir mega framleiða mjólk og selja hana ínn á hinn öfluga "samkeppnismarkað" mjólkurvinnslunnar?
Svar þeir sem eiga kvóta. Ef þú átt jörð og villt fara að framleiða mjólk þá verður þú að kaupa mjólkurkvóta. Af þeim sem eiga hann fyrir ef þeim þóknast.
það er sorglegt að sjá hvernig hvert mjólkurbúið á fætur öðrum hefur verið lagt niður og uppétið af MS og kannski einhverjum öðrum. Allt á forsendum hagræðingarinnar.
Hagræðingin er lausnarorð margra en hún getur leitt til einokunar. Við sjáum þetta í fjölmiðlum, við sjáum þetta í útgerðinni, byggingariðnaði og svona má lengi telja.
Er draumur hagræðingarinnar um einn ofurtogara eitt ofurfrystihús, eina ofurbelja og eitt ofurmjólkurbú og kannske einn ofurbanka og einn ofureiganda að verða að verkuleika?
Á ekki að legga fram frumvarp um samþjöppun og einokun fyrirtækja á Íslandi?
Hlýtur það ekki að vera hluti af hinu nýja Íslandi?
Stöndum saman
Kalli Matt
Öll viðskipti með mjólkurkvóta stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2010 | 15:21
Hvað gerist eftir rúma fjóra tíma?
Við getum svo sem ekki svarað þessu en ákveðið hefur verið að hafa æðruleysismessu í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.00.
Bræðrabandið og Anna Sigríður Helgadóttir sjá um tónlist en klerkarnir Hjalli, Kalli og Anna sjá um orðið ásamt góðum gesti, sem deilir með okkur reynslu sinni.
Ekki verður æðruleysismessa í Dómkirkjunni aftur fyrr en í september. Svo nú er upplagt að fá hleðslu á sálarbatteríið fyrir sumarið.
Hvet alla sem þetta lesa að mæta og eiga með okkur ánægjulega stund í þeim mikla helgidómi sem Dómkirkjan er.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2010 | 16:32
Sæmdin.
Þetta minnir okkur á Þorgeir nokkurn Hávarson sem hékk í hvönninni vestra og dinglaði í lausu lofti en var of stoltur til þess að kalla á hjálp.
það eru ekki bara Íslendingar sem eru stoltir heldur Kínverjar líka.
Nokkuð er þetta fyndið eða kannske grátbroslegt.
það er allt í lagi að biðja um hjálp þegar maður er hjálpar þurfi.
Stöndum saman
Kalli Matt
Vildi ekki hringja eftir hjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2010 | 16:07
Vitlaus tegund?
Kannski drakk hann vitlausa tegund, eða kannske hún, nema hvort tveggja hafi verið. Verum edrú.
Stöndum saman
Kalli Matt
Kona beit eyra af manni í gleðskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2010 | 16:25
Vængjamessa í Guðríðarkirkju.
Vængjamessa verðurí Guðríðarkirkju annað kvöld kl. 20.00.
Þetta er messa sem tileinkuð er fólki er lifa vill án áfengis og vímuefna og aðstandendum alkahólista.
Falleg tónlist í umsjón Sylvíu Rúnar og Björns Tómasar og vitnisburður fólks með reynslu.
sr Karl V. Matthíasson og sr Sigríður Guðmarsdóttir þjóna fyrir altari.
Boðið er upp á kaffi eftir messu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010 | 01:24
Spillingarsetur á Fríkirkjuveg 11
Ein ágætasta nýsköpun sem vð höfum staðið að undanfarin ár er alls konar setur.
Refasetur, hestasetur, selasetur, landnámssetur, vesturfarasetur, ullarsetur o.s.frv.
Þessi setur eru að sjálfsögðu góð bæði fyrir okkur Íslendinga til fróðleiks og ánægju og svo skapa þau líka atvinnu sem tengist ferðamannaiðnaðinum.
Nú er upplagt að stofna spillingarsetur og mætti nota Fríkirkjuveg 11 til þess að hýsa það.
Ísland hefur vakið athygli fyrir spillingu og því væri upplagt að koma upp spillingarsetri þar sem spilling er útskýrð. Mammonsdýrkun, græðig og hroki myndu að sjálfsögðu fá þar góða umfjöllun.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2010 | 09:48
Verðbætur - spakmæli dagsins.
Eins og seigfljótandi hraun hrannast upp. Svo stíga upp verðbætur úr reiknivélum banka og lífeyrissjóða.
Við getum ekki breytt gosinu en við getum breytt þessu með verðbæturnar.
Heiðarleiki, hugrekki og vilji er allt sem þarf.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2010 | 16:46
Ertu að hugsa um að hætta að drekka?
Eftir rúma þrjá tíma eða klukkan 20.00 hefst æðruleysismessa í Dómkirkjunni. Ég hvet alla til að mæta.
Er ekki upplagt að ganga inn í nýja viku með því að þakka fyrir lífið og biðja um leiðsögn fyrir næstu daga?
Þeir sem eru að hugsa um það að segja skilið við Bakkus eru sérstaklega velkomnir, enda gefa þessar messur fólki styrk og kraft til að standast freistingar vímuguðsins grimma sem ber nafnið Bakkus.
Þá er það svo að mörgum líður nú illa vegna þess að einhver í fjölskyldunni datt í það og skandaliseraði, sýndi ofbeldi eða gerði einhvern annan óskunda. Kvíðinn sem kemur af því er ekki góður og æðruleysismessan hjálpar til að eyða honum.
Allir eru hjartanleg velkomnir.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2010 | 20:52
Æðruleysismessa annað kvöld í Dómkirkjunni
Það verður æðruleysismessa í Dómkirkjunni annað kvöld kl. 20.00.
Við ættum að fara meira í messur en við höfum gert.
Í æðruleysismessunum er Guði þakkað fyrir lífið og við biðjum hann að leiða okkur áfram á veginum. Þó æðruleysis messurnar séu mikið hugsaðar fyrir óvirka alka og aðstandendur þá höfða þær einnig mjög vil til fjölda annarra.
Annars hver er svo sem ekki aðstandandi. Það eru ekki margar fjölskyldur í landinu sem hafa ekki orðið fyrir barðinu á brennivínu og dópi.
Í þessari messu biðjum við líka um styrk og kraft til þess að geta tekist á við allan þann vanda og erfiðleika sem að okkur steðja.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha