Leita í fréttum mbl.is

Skírdagur - fótaþvotturinn.

Að skíra þýðir að hreinsa eða þvo.  Jesús þvoði fætur lærisveina sinna á þessum degi. Af því heitir þessi dagur skírdagur. 

Sá sem gengur að borði drottins í einlægni og auðmýkt mun einnig verða hreinn, höfum það líka í huga þegar við veltum því fyrir okkur hvers vegna dagurinn heitir ekki kvöldmáltíðardagurinn.

Hér á eftir er þetta betur út -skýrt með tilvitnun í Jóhanesarguðspjall.

 Með því kennir hann okkur hvernig við eigum að koma fram hvert við annað:

"2Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi Símonarsyni Ískaríots að svíkja Jesú. 3Jesús vissi, að faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara til Guðs. 4Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. 5Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum, sem hann hafði um sig. 6Hann kemur þá að Símoni Pétri, sem segir við hann: "Herra, ætlar þú að þvo mér um fæturna?"

7Jesús svaraði: "Nú skilur þú ekki, hvað ég er að gjöra, en seinna muntu skilja það."

8Pétur segir við hann: "Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína." Jesús svaraði: "Ef ég þvæ þér ekki, áttu enga samleið með mér." 9Símon Pétur segir við hann: "Herra, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið."

10Jesús segir við hann: "Sá sem laugast hefur, þarf ekki að þvost nema um fætur. Hann er allur hreinn. Og þér eruð hreinir, þó ekki allir." 11Hann vissi, hver mundi svíkja hann, og því sagði hann: "Þér eruð ekki allir hreinir."

12Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og setst aftur niður, sagði hann við þá: "Skiljið þér, hvað ég hef gjört við yður? 13Þér kallið mig meistara og herra, og þér mælið rétt, því það er ég. 14Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. 15Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður. 16Sannlega, sannlega segi ég yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans né sendiboði meiri þeim, er sendi hann. 17Þér vitið þetta, og þér eruð sælir, ef þér breytið eftir því. .....""

Fjóla, dóttir mín, fermist í dag, það er svo mikil gleði hjá henni og frænka hennar Elísabet Arna líka, þar er einnig mikil gleði.

Já þessi dagur er fallegur vegna allra ungmennanna sem játa munu trú sína í dag.

Guð blessi framtíð þeirra allra og megi hann einnig styrkja okkur í því að vera þeim góðar fyrirmyndir og styrkur á lífsins vegi.

Stöndum saman

Kalli Matt

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Enn og aftur til hamingju með daginn og Fjólu. Falleg lesning hér að ofan og aldrei of oft er ég frædd um sögu daganna og tákn þeirra.

Edda Agnarsdóttir, 1.4.2010 kl. 17:10

2 identicon

Takk fyrir þetta,las þetta með morgunkaffinu hér í sveitinni minni.

Yndislegur dagur í gær Kalli minn, skilaðu kveðju til allra heima.

Berglind Fjóla

Berglind Fjóla (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband