Leita í fréttum mbl.is

Heimaslátrun.

Eitt sinn sagði við mig sauðfjárbóndi, að honum þætti það dapurlegt þegar hann væri  að leiða lömb sín á sláturbílinn hversu gríðarlega langa leið lömb hans yrðu flutt í sláturhúsið. 

Svo sagði hann mér hversu mikið hann fengi fyiri lambið og var það frekar lág upphæð.  

Ég spurði hann þá, hvort hann gæti ekki sjálfur slátrað lömbunum og selt beint frá býlí sínu.  Hann kvað þekkinguna fyrir hendi en þetta mætti ekki nema hann kæmi sér upp leyfðu sláturhúsi. 

Annars hélt ég að tekjur kjötvinnslunnar hefði aukist til muna með aukinni verðmætasköpun í sölu á görnum og slögum sem áður varð að farga með ærnum tilkostnaði - að minnsta kosti görnunum. 

Ég vona að sauðfjárbúskapur haldist vel í landi okkar því lambakjöt er minn matur sem og feitt hrossakjöt. 

Stöndum saman.

Kalli Matt 


mbl.is Ólga í sauðfjárbændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sannir Íslendingar kaupa kjöt beint frá bónda og hans býli. Það er ólöglegt. En fegurðin í þeim viðskiptum upphefur lögin og gerir þau hlægileg. Meira þarf ekki að segja um það.

Björn Birgisson, 6.9.2010 kl. 01:19

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Hmm! Hvað er ólöglegt við að kaupa beint frá býli? Ég keypti síðast í dag nautakjöt beint frá býli í Kjós. Svo keypti ég sauðakjöt í Reykhólahreppi um síðustu helgi og stend í þeirri trú að þetta sé allt löglegt.

Haraldur Hansson, 6.9.2010 kl. 02:24

3 identicon

Hægt er að kaupa kjöt "beint frá býli" en það hefur haft viðkomu í sláturhúsinu á leiðinni, þ.e. öllu löglegu kjöti er slátrað í sláturhúsinu þó bóndinn selji það.  Svo er spurning hvort bóndinn vill partera það sjálfur eða láta sláturhúsið gera það líka.

Lotta (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband