Leita í fréttum mbl.is

Messa skemmir ekki fyrir.

Jæja, þá er helgin að ganga í garð.  Ég vona að hún verði okkur öllum góð.  Og ég vona að engin(n) geri eitthvað sem hann/hún sjái eftir.  Það er nefnilega svo leiðinlegt að heyra fréttir af alls kyns vandræðum í kjölfar "helgargleðinnar" 

Stundum finnst mér eins og fólk sé ekki að fatta að alkahólið er í rauninni undirrót margra vandræða og hegðunar sem er algerlega út í hött. 

Þegar ég hætti að drekka þá varð miklu minna um það að ég lenti í vandræðum (spyrjið bara konuna) og dagarnir urðu einhvern veginn gleðilegri á allan hátt.

Ef þú hefur hugsað þér að vera edrú um helgina en vaknar allt í einu þunnur/þunn á mánudaginn og kannski með móral eða að eitthvað hefur skeð sem átti alls ekki ske. Þá væri ekki vitlaust að velta því fyrir sér í alvöru hvort tími hinna stóru breytinga sé ekki runninn upp.

Ég stend með þér.

Já, hvað sem gerist þá er ósk mín sú að þú eigir góða og innihaldsríka hegli. 

Messa á sunnudaginn skemmir örugglega ekki fyrir.

 

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband