Leita í fréttum mbl.is

Fíkniefnin eru djöfull.

Ekkert er nokkurri mannesku ömurlegra en að sjá barn sitt, maka eða einhvern annan nákominn lenda í klóm fíkniefnanna. Sá heimur er vítisveröld.

En hvar hefst hún? Oft á tíðum í alkóhólneyslu.  Oft byrjar þetta í bjórnum. Ég þekki þess dæmi að nokkur ungmenni komu saman til þess að fá sé bjór. Tveir meðal þeirra sem voru komnir inn í þetta samkvæmi buðu upp á kannabis og e- töflur. Og alkóhólið í bjórnum var farið að virka á dómgreindina hjá fáeinum sem voru þarna.  Þar upphófst þjáningarganga.

Hvað vímuvarnastefnu höfum við í þessu landi?  Það má varla tala um vínið sem varasamt efni. það er svo mikið snobb, tilhlökkun og dýrkun í kringum það. 

Spyrja má: Hversu margir deyja af völdum áfengisneyslu á hverju ári? Hversu mörg högg eru slegin í ölvun áfengisins? Hversu margar fjarvistir frá vinnu, hvað eru mörg börn með kvíðhnút í maganum núna út af brennivínsrugli helgarinnar.

Tökum okkur á í því að tala gegn áfengisneyslunni og blekkingunum sem vínið leiðir okkur út í.

Stöndum saman

kalli matt


mbl.is Markvisst reynt að drepa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband