Leita í fréttum mbl.is

Æðruleysismessa í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.00. Gleði og von.

Æðruleysismessurnar hafa verið vel sóttar og ánægjulegt er, hversu margir koma þangað aftur og aftur.

Þetta starf er hluti af helgihaldi kirkjunnar og er ætlað að koma til móts við það fólk, sem leitar nýrra miða í lífsstefnu sinni eða vill viðhalda gæðum þess lífs, sem það hefur náð með því að skoða tilveru sína upp á nýtt í anda  12 sporanna sem eiga upphaf sitt í AA-samtökunum. og Alanon 

Þessar messur eru gleðiríkar og fólk sem gengur úr kirkjunni af þeim loknum er andlega mettara en þegar það gekk inn í hana.

Í kvöld mun sr. Hjálmar Jónsson leiða messuna, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir mun predika og undirritaður mun sjá um bænina og einn úr röðum kirkjugesta mun deila með okkur reynslu sinni. 

Bræðurnir Hörður og Birgir Bragasynir stjórna tónlistarflutningi. Þar sem annar leikur á flygil en hinn á kontrabassa.

Já, það er upplagt og andlega styrkjandi að byrja nýja viku með því að "ganga í Guðshús inn" og byggjast  upp fyrir verkefni næstu daga. 

Allir eru hjartanlega velkomnir  og ekki síst þú, sem lest þessar línur.

Stöndum saman. 

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband