Leita í fréttum mbl.is

Mun Seðlabankinn stefna Straumi- Burðarás?

Þeim fyrirtækjum fjölgar sem gera upp í evrum.  Hver er ástæðan? Þær eru eflaust margar.

Ég þekki mann sem rekur fyrirtæki. Hann sagði, að það myndi aldrei hvarfla að sér að taka "íslenskt lán"  vegna þess að það íslenska væri mun dýrara og mikli óvissa er því fylgdi. Hann tekur lán sín í evrum.  Hann er ekki sá eini og sífellt eru lögð fram dæmi um að verðbótalánin séu mund dýrari en lán í erlendri mynt. Enda er það svo að fleiri og fleiri flýja krónuna. Sumir eru svo heppnir að geta hoppað á milli mynta þegar þeim hentar aðrir eru fastir í verðbótunum. 

Og það er allur almenningur sem hefur tekið lán til að borga húsnæði sitt.  Það fólk sér höfuðstólinn hækka og hækka á lánum sínum án þess að laun þess hækki sem nokkru nemur. Það er varnarlaust og það má finna fyrír síhækkandi vöxtum. (Reyndar ætlar Seðalbankinn að bíða með að hækka vextina enn frekar, kannske til 13. maí)  Stjórnvöldin frá Seðlabanka niður í forsætisráuneyti hafa hingað til haft þá einu lausn að hækka vextina til varnar  verðbólgunni, það felur í sér auknar álögur á heimilin í landinu og enn meiri gróða fyrir bankana. Meira að sega Björgólfi sem á Landsbankann er nóg boðið, enda á hann sjálfur reynslu um að vera aðþrengdur og ég held að hann skilji betur kjör alþýðunnar en ýmsir þeir sem hafa allan sinn aldur alist upp við feiti og ket.

Einn seðlabankastjóranna lét að því liggja í fréttunum í dag að Straumur Burðarás færi á skjön við lögin með því að gera upp í evrum. Það var aðlamálið hjá honum en ekki vangaveltan um það hvers vegan Straumur Burðarás færi þess leið. 

Í framhaldi af þessum orðum  má spyrja ótal spurninga eins og til dæmis:

1. Mun Seðlabankinn stefna Straumi- Burðarás  eða framsóknarráðuneytinu sem gaf leyfi fyrir þessu?

2 Af hverju gerir Straumur Burðarás upp í evrum?

3. Munu aðrir bankar gera upp í evrum innan tíðar?

4. Munu enn fleiri fyrirtæki gera upp evrum fyrir reikningsárið 2007, en nú er?  (Tæplega 170 gera það fyrir árið 2006)

Af þessu öllu og mörgu öðru má ljóst vera að breytinga er þörf.

Stöndum saman

X-S (Success)

 Kalli Matt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Karl minn. Það eru engin tæp 170 íslenzk fyrirtæki sem gera upp í evrum. Það eru hins vegar 167 fyrirtæki sem hafa fengið leyfi til að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt. Þar af eru langflest, eða 98, sem hafa ákveðið að gera upp í dollurum. Innan við þriðjungur, eða 51 fyrirtæki hefur kosið að gera upp í evrum. Restin hefur valið pund, danskar, sænskar og norskar krónur og japönsk jen.

Hafa staðreyndirnar réttar félagi.

Es. X-S Success? Tja, það er ekki beint að sjást í skoðanakönnunum enn sem komið er allavega...

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.2.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Sæll kæri Hjörtur.

Takk fyirir leiðréttinguna -- því hafa skal það sem sannara reynist og staðreyndir réttar, biðst því velvirðingar á þessum tæknilegu mistökum. 

En auðvitað er málið það, að þessi 167 fyrirtæki eru ekki að gera upp í íslenzkum krónum og því er rétt að breyta spurningunum til samræmis við staðreyndir.

1. Mun Seðlabankinn stefna Straumi- Burðarás  eða framsóknarráðuneytinu sem gaf leyfi fyrir þessu?

2 Af hverju gerir Straumur Burðarás upp í evrum?

3. Munu aðrir bankar gera upp í evrum eða annarri erlendri mynt innan tíðar?

4. Munu enn fleiri fyrirtæki gera upp í evrum eða annarri  erlendri mynt fyrir reikningsárið 2007, en nú er?  (Tæplega 170 gera það fyrir árið 2006)

 Kalli Matt

es. 

X-S (Success) þýðir að það séu miklar framfarir að kjósa Samfylkinguna.

Við erum viss um að Samfylkingin mun fá mun meira fylgi í kosningunum en skoðanakannanir gefa til kynna.

bestu kveðjur

kalli matt.

Karl V. Matthíasson, 10.2.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband