Leita í fréttum mbl.is

Æ, sér göng til gjalda.

Já nú er viðburðarrík vinnuvika á enda. Og margt hefur gerst bæði í lífu mínu og annarra.

Aðgerðirnar við Hvalfjarðargangnamunnann voru mjög skemmtilegar og geinilegt að fólki finnst það hljóma vel sem við Samfylkingarmenn leggjum þar fram.

Sumir horfa á ný göng með gjödlum og reyndar ýmsar aðrar vegaframkvæmdir. Í mínum huga erum við að greiða mikla vegatolla í bensíni og olíu, Við það þarf ekki að bæta. það gæti endað í nokkrum tugum gjaldskýla við vegi landsins og göng. 

 En hér koma punktarnir sem við dreifðum á staðnum.                                   

 

                                   

Betur má ef duga skalGjaldfrjáls göng 
  • Í dag, 1. mars, lækkar virðisaukaskattur á veggjaldið í Hvalfjarðargöngunum úr 14% í 7%, og verða nú einstakar ferðir fólksbíla seldar á 900.- kr. og ódýrustu ferðir fólksbíla, þar sem greitt er fyrirfram fyrir 100 ferðir, kosta 253.- kr. ferðin.
 
  • Samfylkingin í NV-kjördæmi segir “Betur má ef duga skal”.  Eftir nær 9 ára rekstur Hvalfjarðarganga er eðlilegt að göngin verði gjaldfrjáls eins og aðrir þjóðvegir landsins og þannig verði jafnræði milli landshluta aukið. 
 Rökstuðningur:
  • Hvalfjarðargöngin eru eini vegspottinn í íslenska vegakerfinu, þar sem greiða þarf veggjald.  Nýjar og fjárfrekar framkvæmdir hafa ekki verið fjármagnaðar með skattlagningu á notendur þeirra.
 
  • Hvalfjarðargöngin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og er útilokað að sú umferð sem nú fer um göngin, geti öll farið gamla veginn fyrir Hvalfjörð.
 
  • Veggjaldið leggst þyngra á íbúa Norðvesturkjördæmis, og þá einkum íbúa Vesturlands, en á aðra íbúa þessa lands og mismunar þannig landssvæðum.
 
  • Hvalfjarðargöngin hafa þegar sparað samfélaginu stórfé við endurbætur og nýlagningu vegar fyrir Hvalfjörð.
 
  • Hvalfjarðargöngin hafa aukið umferðaröruggi og minnkað slysatíðni.
 
  • Samfylkinging fagnar tillögum um Sundabraut og tvöföldun þjóðvegarins norðan Hvalfjarðar, allt upp í Borgarfjörð, og undirbúningi tvöföldunar Hvalfjarðarganganna en telur óásættanlegt að gjaldtaka af Hvalfjarðargöngum fjármagni slíkan undirbúning.

Margt er ógert í samgöngumálum sem verður að taka á hið fyrsta bæði á þessum vettvangi og miklu víðar. Vinnum að bættari samgöngum 

Stöndum saman

X  -  S  (Success)

Kalli Matt   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband