Leita í fréttum mbl.is

Góðir Sjálstæðisframsóknarmenn

Það er vissulega ánægjuefni hve mörgum er Samfylkingin hugleikin.

Það er alveg sama hvort Samfylkingin hækkar eða lækkar í skoðanakönnunum þá er hún alltaf aðalmálið.  Vona að ég sé ekki með mikla paranoju en einhvern veginn finnst mér þó eins og Samfylkingin verði fyrir harðasta aðkastinu og óttanum. Eins og sést í m.a. ýmsum umfjöllunarskrifum.

Það er til dæmis gaman að sjá ýmsar atugasemdir sem gerðar eru við skrif hina mæta varaformans Samfylkingarinnar Ágústs Ólafs, sem er mannvinur.  Þær endurspegla þennan ótta. 

Ef marka má þá reynslu sem við höfum af skoðankönnunum og útkomu í kosningum í kjölfar þeirra, undanfarin ár þá ætti  Sjálfstæðisflokkurinn gjalda afhroð í komandi kosningum. Hvort sem það væri nú Geir, Davíð, Hannesi Hólmsteinii Jóni Steinari eða Kjartani Gunnars að kenna skal ég ekkert segja um það, þeir hafa allir eitthvað til síns ágætis.

Að finna sökudólg er í tísku í dag og endurspeglar það aukna ofstækishugsun sem við ættum að vara okkur á.

Góðir Sjálfstæðisframsóknarmenn:  himin og jörð munu ekki farst þó svo að þið fáið  nauðsynlega hvíd eftir næsu kosningar. Það verður algert rílíf fyrir ykkur.  Óttist ekki - hlakkið frekar til - við búum í lýðræðisríki. Þökk sé alþýðubaráttunni fyrir það.

Stefnum öll ótrauð að þessu marki

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Tek undir það.

kv. 

KM

Karl V. Matthíasson, 4.3.2007 kl. 01:25

2 identicon

„Það er vissulega ánægjuefni hve mörgum er Samfylkingin hugleikin.“ Þessi fyrsta setning í pistlinum er svolítið sérkennileg. Miðað við skoðanakannanir undanfarið virðist þvert á móti að alltof, alltof, fáum sé einmitt Samfylkingin hugleikin.

Allt frá formannsskiptunum hefur flokkurinn ekki borið sitt barr eins glögglega hefur sést á skoðanakönnunum.

Það er háalvarlegt fyrir flokkinn ef baraáttan stendur nú um að missa hann ekki niðurfyrir tuttugu prósent, flokk sem var í þriðjungsfylgi hjá þjóðinni.

Nýjasta axarskaftið er svo að hafna Jóni Baldvin í heiðurssæti í Reykjavík.

Hygg að það myndi strax hjálpa ef flokkurinn hefði sýnilega stefnu í einhverjum málum.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 02:02

3 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Elsku vinur.

Ekki slíta fyrstu setninguna úr samhengi við framhaldið

Ég býð þér hér með á landsfund Samfylkingarinnar í apríl þar muntu kynnast stefnu okkar og áherslumálum fyrir kosningarnar.  Eins og til dæmis að íslenska þjóðin á auðlindir lofts, lands og sjávar.

Gang þér allt vel

Kalli Matt

ps. Athugasemd þín undirstrikar fyrstu yrðingar mínar.

kv

kv

Karl V. Matthíasson, 4.3.2007 kl. 02:16

4 identicon

það er alrangt hjá þér að athugasemd mín undirstriki eitthvað af því sem þú varst að segja.

Það er svo sem góðragjaldavert að þið ætlið að koma saman í apríl og reyna að berja saman stefnu fyrir flokkinn því eins og staðan er núna er ástandið hræðilegt. Það er ekki öfundvert hlutskipti hjá ykkur að vera á fleygji ferð á eftir VG dag frá degi.

Það er keppni sem þið munuð alltaf tapa, kverulantar og öfgafólk mun kjósa VG þrátt fyrir að Samfylkingin sé á harðahlaupum á eftir þeim.

Það skapar ekki mikinn trúverðugleika þegar flokkur hringsnýst eftir hverja skoðanakönnun.

Í stóriðjumálum hefur flokkurinn einhverja þá furðulegustu sýn sem hægt er að hugsa sér. Bara gera ekkert í fimm ár. Þetta er alla jafnan kallað kjarkleysi. Flokkur verður að þora að hafa stefnu.

Pólitískt kjörnir fulltrúar flokksins í Hafnarfirði koma í fjölmiðla og neita að pólitíska skoðun á Straumsvíkurmálinu. Það er mesta niðurlæging sem stjórnmálamenn geta skapað sér að þora ekki að hafa pólitíska skoðun.

Þetta er ekki trúverðugt.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 10:29

5 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Það er ekki rétt að við ætlum ekkert að gera næstu fimm árin. Við ætlum að gera annað og nota tímann til að fara í vinnu sem reiknar með framtíð í þessu landi. 

Mér finnst það tillitssemi bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar að leyfa fólki að taka eigin ákvarðanir og binda það ekki við flokkinn með yfirlýsingum frá sér. Fólk þarf ekki alltaf að fá línuna að ofan.

Því meir sem fók getur tekið sjáfstæðar ákvarðanir þeim mun betra. Stóri bróðir verður bara að sætta sig við það.

Karl V. Matthíasson, 4.3.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband