29.6.2007 | 02:04
300.000 Fiskifræðingar mínus þeir á Hafró
Á Íslandi eru næstum því allir fiskifræðingar. Síðustu daga hef ég fengið margar upphringingar og aðvaranir um að hlusta alls ekki það sem Hafró leggur til. Allir vita betur og þegar ég segi að við hljótum að hlusta á Hafró þá horfa menn á mig eins og ég sé eitthvað skrítinn.
Eigum við kannski bara að leggja Hafró niður og láta okkar eigin tilfinningu ráða?
Ég legg áherslu á það að við verðum að efla rannsóknir á lífríkis sjávarins í kring um landið sem íslenska þjóðin á (Hún er stærsti hagsmunaaðlinn).
Ég er þeirrar skoðunar að viðfemi rannsókna eigi að vera mikið. Með þátttöku háskóla og náttúrufræðstofnanna líka og eiga þær að starfa óháð hver annarri, sem kostur er.
Eigum við að gera úttekt á Hafró? á vinnu Hafró og skoða allt niður í kjölinn, vinnubrögðin og svo framvegis. Sakirnar sem þeir á Hafró eru stunum bornir eru svo hrikalegar að jafnvel gamlir samsæriskommar hrylla sig þegar þeir heyra ásakanirnar.
Er Hafró sendiboðinn eða sökudólgurinn?
Þeir á Hafró benda á að alltaf hafi verið veitt umfram ráðgjöf og því sé ástandið svona slæmt. Er þetta ekki rétt? Við erum alla vega að horfa á slæma stöðu. Og friðunartillögur Hafró hafa ekki hlotið hljómgrunn í gegnum árin því alltaf hefur verið veitt meira. Eigum við þá ekki að veiða minna núna eða halda bara áfarm að veið meira?
Það er svo allt annað mál hvernig fiskveiðikerfið er. Aukaverkanir þess eru mjög slæmar. það sjáum við á mörgum byggðum sem hafa byggt afkomau sína nánast eingöngu á sjávarútvegi. Því hljótum við í náinni framtíð að taka tillit til þeirra þegar við deilum út kvótanum á næsta ári.
Ég aðhyllist það að byggðakvóti verði settur á markað og sveitafélögin fái aurinn og afla sé landað í við komandi byggð. Ef Flateyri fengi til dæmis 500 tonn þá myndu þau fara á markaðinn og á Flateyri yrði þeim landað þessum tonnum og andvirði "uppboðsleigunnar" færi í aðra uppbyggingu á Flateyri.
Með þessu móti yðri komist hjá þeim "sósílaisma" að ráðuneyti úthlutuðu til einstaklinga kvóta, en slík vinnubrögð eru til þess fallin að vekja tortyggni og úlfúð.
Stöndum saman
Kalli Matt
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha
Athugasemdir
Sigurjón Þórðarson, 29.6.2007 kl. 07:40
Hér er lykilorðið LÍFRÍKIÐ ALLT.
Ekki dugir, að skoða eingöngu ránfiskana, sem eru efstir í lífkeðjunn.
Hvenær hlust menn á stunur þess sem skapað var?
Höfuðsmiðurinn skóp allt í samræmi, ekkert er óvart eða óþarft þar.
Ef við í hroka okkar lítum framhjá því erum við í miklum vanda. Bjargfuglar þrífast illa núna,--af hverju?
Skatan (Stóra Skata) er ekki lengur til á Vestfjarðamiðum en nokkuð til af Lóðskötu, --afhverju?
Spraka veiðist lítið og Háfmerin sést varla enn og aftur -- af hverju'
Mér er til efs, að men þori að skoða umhverfisspjöllin á botninum, þar hafa mikil hervirki verið framin.
Aflaklær um alla Vestfirði, sem þekktu hvern hól og hverja bleyðu, jafnvel betur en konuna sína, segjast nú ekki finna ,,hólana sína" og heilu rifin eru horfin af GRUNNSLÓÐ. Enn og aftur,--af hverju.
Sagt er, að þegar ólag eða ójöfnuður verði í kroppnum á okkur, veikist menn. Sama er um lífríkið.
Aftur: Höfuðsmiðurinn gekk svo frá m´laum, að hann skóp alla þætti heimsins þannig að hver þáttur var hinum mikilvægur og oftast bráðnauðsynlegur. Ef menn virða það, er ekkert að óttast.
Þekking okkar er í molum en ef við nálgumst viðfangsefnið með virðingu fyrir Hinum Hæsta Höfuðsmið Himins og Jarðar, mun okkur gefast fleirri molar af þekkingu. Líkt og hagyrðingur löngu genginn, frá Bólu setti fram: ,,Hver sá er kynni, hversdagstök á náttúrunni" væri í góðri stöðu til að létta sér lífsbaráttuna.
Miðbæjaríhaldið
e.s.
Það fór aldrei svo, að við lentum ekki saman í stjórn. Vinnist þér vel vinur.
Bjarni Kjartansson, 29.6.2007 kl. 10:48
Sæll Karl. Hér er tilvitnun í grein þína "Eigum við að gera úttekt á Hafró? á vinnu Hafró og skoða allt niður í kjölinn, vinnubrögðin og svo framvegis" Tilvitnun líkur. Af hverju er ekki gerð þessi úttekt? Hvað er það sem þolir ekki að koma fyrir sjónir almennings? Er það ekki skylda ykkar sem ráða og alþingismanna að gerð sé úttekt á öllum ríkisstofnunum? Hvernig getur ein stofnun verið algjörlega eftirlitslaus? Þá meina ég öll aðferðafræði og vinnureglur. Telst það eðlilegt að allar ábendingar sem Hafró og þið sem í sjávarútvegsnefnd sitja fáið, alveg sama hvað vel þær eru rökstuddar, séu teknar og stungið undir stól? Eru þetta vinnubrögðin sem ætlunin er að viðhafa, fela og þegja þessa hluti áfram? Það er réttur og eðlileg krafa okkar sem við greinina störfum að þessum feluleik ljúki og menn gangi til verka og skoði alla hluti málsins.
Hallgrímur Guðmundsson, 29.6.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.