Leita í fréttum mbl.is

Hafrannsóknarstofa LÍÚ?

Margt heyrir maður þessa dagana um hafrannsóknir.

 Í dag heyrði ég að best væri að LÍÚ sæi alfarið um hafrannsóknir og útvegsmenn færu líka með veiðiráðgjöfina.  Ekki finnst mér þetta ráðlegt.  Eigandi auðlindarinnar íslenska þjóðin ákveður þetta auðvitað. Hver þegn landsins "á" rúm 2 tonn af þorski og svona má reikna alla stofnanna. Alþingi ákveður fyrir hönd þessara  eigenda hvernig best sé að ganga um allt sjávarútvegkerfið, þannig er það í mínum huga. Bæði hvað rannsóknir varðar og einnig eftir hvaða reglum veitt er.  Við verðum að gæta þess að fiskveiðar við Íslandsstendur og yfirráðin yfir fiskimiðunum verði alltaf í hendi þjóðarinnar.  Einkum verðum við gæta okkar á þeim niðurskurðartímum sem nú fara í hönd. Þrengjum ekki rannsóknarstofuna við skulum miklu fremur víkka hana út Hafró, Líú, smábátasjómenn, Háskólar, rannsóknarsetur og fleiri.

stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband