7.11.2008 | 23:45
Fundur á Ísafirði.
Ég var með fund í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Þar kom fram sú eindregna skoðun að endurskoða þurfi lög um stjórn fiskveiða. Eg hef það á tilfinningunni að umræðan um kvótakerfið og eignarhaldið á aulindinni verði meiri og meiri ekki síst í ljósi krepppukomunnar. Það er gott að Samfylkingin hefur góðan grunn til að standa á í þeim málum. Sýnin um sameign þjóðarinnar á auðlindum lands og sjávar mun fá byr undir báða vængi á komandi vikum og mánuðum. Því er nauðsynlegt fyrir okkur að hugsa vel og íhugu um þessi mál. Þá fannst mér ánægjulegt hversu menn horfa með jákvæðum augum til kræklingaræktar og þorskeldis. Á fundinum var líka rætt um þann hrikalega rekstarkostnað sem kúabændur hér vestra standa frammi fyrir. Vextir, flutningskostnaður, fóðurverð og og rafmagns er svo hár að það hriktir hér í stoðum þessarar greinar og reyndar víðar. Hér er verk að vinna sem vonandi gengur að leysa sem allra fyrst.
Á morgun verður súpufundur Samfylkingarinnar í Edinborgarhúsinu kl. 11.00
Stöndum saman
Kalli Matt
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
eddaagn
-
bjorkv
-
gudfinnur
-
prakkarinn
-
lara
-
bryndisisfold
-
baldurkr
-
salvor
-
ingibjorgstefans
-
hrannarb
-
hreinsi
-
pallieinars
-
ingo
-
agny
-
arnalara
-
gumson
-
alfheidur
-
reykur
-
arnith2
-
heilbrigd-skynsemi
-
kaffi
-
birnamjoll
-
bjarnihardar
-
bd
-
bjornj
-
blues
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
dagga
-
einarben
-
komediuleikhusid
-
kamilla
-
fanney
-
garpur76
-
gesturgudjonsson
-
gtg
-
gretaulfs
-
gretarmar
-
thjalfi
-
orri
-
gudrunkatrin
-
zeriaph
-
gunnarpetur
-
gbo
-
coke
-
gylfigisla
-
heidistrand
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
idno
-
tru
-
ingimundur
-
irisarna
-
jakobk
-
enoch
-
joninaros
-
fiski
-
thjodarskutan
-
jonthorolafsson
-
kiddijoi
-
killerjoe
-
kolbrunerin
-
kristbjorggisla
-
krist
-
kristinm
-
kristjanmoller
-
mal214
-
natan24
-
nilli
-
nielsfinsen
-
solir
-
olafursv
-
olafurjonsson
-
kex
-
schmidt
-
runar-karvel
-
sirrycoach
-
siggiholmar
-
siggikaiser
-
siggisig
-
siggith
-
steindorgretar
-
summi
-
sunnadora
-
garibald
-
svavaralfred
-
saethorhelgi
-
tommi
-
tryggvigunnarhansen
-
valdisa
-
vefritid
-
vestfirdir
-
steinibriem
-
steinig
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
thorha
Athugasemdir
Skemmtilegt!
Þegar skipið er að sökkva heldur Samfylkingin fund um hvernig skipta eigi aflanum og þingmaðurinn er mjög ánægður!
Hræsnaralið - vonandi smakkast spillingarsúpan eftir ástæðum!
Ragnar
Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 13:14
Ég held að nú mætti fara að andmæla Sjálfstæðisflokknum og reyna að koma skikk á stjórn landsins, þar með talinn sjáfarútveginn og kvótanum. En getur þú Karl Mattíasson sagt mér eitt, hversu lengi koma Íslendingar til með að eiga kvótann áfram?? Hversu lengi, fáum við Íslendingar að eiga okkar ástkæra, ylhýra land? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir því að heyra frá stjórn þessa lands hvað á að gera og hvað sé verið að gera??
Þetta eru spurningar sem mörg okkar eru að spyrja okkur í dag. Hversu margir þurfa að flýja land áður en eitthvað er gert til að sporna við því að fyrirtæki fari á hausinn og þurfi að segja upp fólki? Fyrirtækjaeigiendur og starfsmenn þeirra eru á nálum, þarf að segja upp fólki? Hversu mörgum? Er hægt að halda rekstri áfram?
Afhverju komið þið ekki út úr skelinni og segið okkur hvað er að gerast og að hverju er stefnt??
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:49
Svar til Ragnars.
Sæll Ragnar Eiríksson. Takk fyrir athugasemdina en vil segja þetta.
Ég er búinn að halda þó nokkra fundi um þessi mál. Til dæmis mjög stóra raðstefnu á Grand Hóteli í Reykjvík þar sem hátt á annað hundrað manns mættu. Frummælendur voru. Lúðvík Kaaber, Aðalheiður Ámundadóttir, Jóhann Ársælsson og Þorvaldur Gylfason. Þá hefur sjávarútvegsnefnd samfylkingarinnar sent frá sér ályktun um þessi mál. Undirtektir hefði að sjálfsögðu mátt vera öflugri og meiri.
bestu kveðjur
Kalli Matt
Karl V. Matthíasson, 10.11.2008 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.