Leita í fréttum mbl.is

Reglugerð um hvalveiðar.

Hverjir fá að veiða hval og hvernig? Hver á hvalinn í sjónunum? og hverjir eiga möguleika til að hasla sér völl á þessum miðum.  Hér fylgir reglugerðin sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út um hvalveiðar. Ég er hræddur um að Steingrímur J. Þurfi að leggjast vel yfir þetta mál áður en hann fer að hleypa Akab skipstjóra á hafið til hvalveiða.  Bara þessi reglugerð er svo mikill skandall að hún kemur í veg fyiri hvalveiðar a.m.k. þetta árið.  Ég ætla ekki að leggja frekar út af henni en læt þig lesandi minn góður um að gera það og velta því fyrir þér hvað þetta þýðir í raun og veru. En hér kemur reglugerðinn gerið þið svo vel.

ps. Hvað kostar að skjóta eitt hreindýr.

stöndum saman

Kalli Matt

Nr. 58 27. janúar 2009

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 163, 30. maí 1973, um hvalveiðar, með síðari breytingum.

1. gr.

2. ml. 1. gr. orðist svo:

Leyfi til veiða á hrefnu árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013 skal veita þeim íslensku skipum, sem eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila, sem hafa stundað hrefnuveiðar í atvinnuskyni á árunum 2006-2008 eða félaga sem þeir hafa stofnað um slíka útgerð. Einnig er heimilt að veita leyfi þeim einstaklingum eða lögaðilum sem að mati ráðherra hafa sambærilega reynslu af útgerð á hrefnuveiðum í atvinnuskyni. Eingöngu þeim skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í veiðum á langreyði árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26 3. maí 1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi. Sjá jafnframt viðauka sem birtur er sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. janúar 2009.

Einar K. Guðfinnsson.

Ásta Einarsdóttir.

Fylgiskjal.

VIÐAUKI

við reglugerð nr. 163, 30. maí 1973 um hvalveiðar, með síðari breytingum.

1. gr.

Leyfilegur heildarafli á langreyði og hrefnu á árunum 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013 skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar.

Heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár á eftir.

2. gr.

Viðauki þessi er settur samkvæmt 4. gr. laga nr. 26 3. maí 1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi.

__________

B-deild – Útgáfud.: 27. janúar 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Hefði þetta ekki sparað heilmikinn pappír að að nefna bara nöfn þeirra einstaklinga sem að mati Sjálfstæðisflokks eiga hvalina sem má veiða. Vini sína og velunnara- vér eigum.

Nú er tími flokksræðis , leiðtogaræðis og þröngra valdaklíka að líða undir lok. Lýðræði vex ásmeginn.  Öll stórútgerð er veðsett útúr öllum bankaveruleika- fallítt

Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að leysa kvótaruglið upp og leiða byggðir landsins og fólksins sem þær byggir- til vegs og virðingar á ný.Þá verðu aftur lífvænlegt í landinu.

               kveðja.

Sævar Helgason, 3.2.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

vil benda þér á eitt sem ekki er tengt þessari grein, en þú talar mikið um. kvótann og byggð. svona áður en þú bullar mikið meira um byggðar sjónarmið ættiru að gera tvennt. kynna þér málinn og koma með sannleikann um þína skoðun.

1.

91% kvótans er skráður utan Höfuðborgarsvæðisins. 

92% kvótans er  landað utan höfuðborgarsvæðisins.

85% kvótans er unninn og verkaður utan höfuðborgarsvæðisins. 

semsagt. þessi 15% sem ekki er unnin úti á landi er myndu fjölga íbúa á landsbyggðinni margfalt. og taktu eftir. þetta eru meðaltals tölur árana 2003 til 2007. 

2. hvar má að þínu mati gera út? miðað við tölur hérna að ofan sem allar eru fengnar frá Hagstofu Íslands, þá er nánast allur fiskur unnin úti á landi.  hvaða byggðir eiga ekki að fá að gera út? viltu kannski leggja niður útgerð á Akureyri, Vestmannaeyju eða Snæfellsbæ? hvar er þér þókknanlegt að það sé gert út í sjávarútvegi? 

Fannar frá Rifi, 7.2.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband