Leita í fréttum mbl.is

Misrétti.

Mikið finnst mér það ranglátt hvernig eitt af "máttarstólpafyrirtækjunum" í sjávarútveginum hagar sér. HB Grandi.  Á sama tíma og verkafólkið sem vinnur við vinnsluna og skapar verðmætin  þarf að sætta sig við kjaraskerðingu þá fá eigendurnir tugir milljóna í arðgreiðslu. Er þetta ekki það sem kallað er arðrán?

Beint inn í alla umræðun um endurmat gildanna. Gagnsæi og svo framvegis þá gerist þetta. Hvað skyldi fólkið hugsa? Fellum niður vinnu? Förum í verkfall. Getur verkalýðsfélagið ekki gert neitt aðnnað í málinu en að mótmæla þessu í viðtölum? Kannski leggur fólkið ekki í neinar aðgerðir því þá gæti það bara misst vinnu sína. Þetta hlýtur að verða til þess að verkalýðsfélagið eflist og að verkafólk neiti að taka það á sig að fá ekki það sem því ber samkvæmt samningum.

Ekki verður sagt að viðbótarkvótinn hafi skapað auðmýkt og þakklæti hjá þessu fyrirtæki. Við hefðum betur deilt honum út á annan hátt.

Stöndum saman.

Kalli Matt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Rétt hjá þér Karl, ég tók eftir því að þú varst eflaust einni stjórnarþingmaðurinn sem mótmæltir kröftulega þegar fráfarandi ríkisstjórn ákvað að úthluta "viðbótarkvóta" til útvaldra fiskvinnslufyrirtækja af því að LÍÚ barðist fyrir þeirri leið.  Þú vildir láta selja þennan viðbótarkvóta á leigumarkaði og fá hærra verð.  Mikil missir fyrir kjósendur Samfylkingunnar að missa þig úr flokknum.  Ég óska þér góðs gengis þarna hjá Frjálslyndaflokknum, enda gengur þú á GUÐS vegum....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 20.3.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Kæri Jakob - takk fyrir þetta jákvæða komment. Þess viðbót hefði líka komið sér vel fyrir þá sem eru með minni útgerðir og hafa þurft að leigja til sín á okurverði. Þarna hefði verið möguleiki fyrir allar útgerðir að keppa á jafnréttisgrundvelli og þá held ég að þeir sem eru með hagkvæmari skip hefðu haft vinninginn. En annars þakka þér fyrir.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 20.3.2009 kl. 01:17

3 Smámynd: Ingvar

Mikið finnst mér það ranglátt hvernig stjórnarmenn lífeyrissjóðanna haa sér. Á eðan verð er að skerða lífeyri verkafólks, peninga sem að fólk hefur greitt að launum sínum, vegna þess að stjórnarmenn lífeyrissjóðanna hafa tapað lífeyri verkafólks með arfavitlausum fjárfestingum og valdabrölti. Þeir hafa dansað um gullkálfinn með útrásavíkingunum og þegið laxviðiferðir, utanlandsferðir og fleir mútur og lánað síðan fleiri hundruð milljarða til fjárglæframanna. Því er spurt. Hvað ætlar þu Karl að gera í því máli?

Ingvar

Ingvar, 20.3.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Læt þessa flakka.

Sögðu kratar ekki satt?

Segi þeim til synda.

Klerkurinn hann Kalli Matt,

kominn til frjálslynda.

Jón Arvid Tynes, 20.3.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband