Leita í fréttum mbl.is

Útför hinna dauðu atkvæða.

Oft tala menn um að atkvæði falli dauð.  Þeir sem það gera eru þá nánast að segja að fólk eigi að kjósa eitthvað annað en stendiur huga þes næst. "Ekki kjósa það sem þér stendur næst láttu atkvæði þitt nýtast." Er þetta ekki ömurlegur málflutningur á þeim tímum, þegar við tölum um að auka þurfi lýðræði, draga úr flokksveldi og leyfa öllum röddum að fá að njóta sín í lýðræðisríkinu.

Ég segi kjóstu það sem þú vilt. Kjóstu þann flokk sem leggur áherslu á þín hjartans mál. Ekki kjósa taktískt. Berðu virðingu fyrir sjálfri þér, berðu virðingu fyriri sjálfum þér.  Við höfum því miður allt of lítið að segja um málefni samfélagsins. Ekki síst vegna ofurvalds fárra og einnig vegna þess að fjölmiðlar eru vanbúnir hvað mannafla snertir.

Nei ,sá sem hugsar á þann veg að hann ætti að kjósa eitthvað annað en það sem stendur honum eða henni næst er í rauninni að eyðileggja atkvæði sitt, eyðileggja lýðræðið og um leið að vanvirðia lýðræði. Með því að kjósa eitthvað annað en maður vill er maður að deyða atkvæði sitt grafa það í myrka gröf andlýðræðis og frekju.

Verum frjáls í huga okkar gerðum.

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Júlíus Grímsson

Vel mælt:)

Þú ættir kannski að breita tenglinum uppi í hægra horninu úr Samfó í frjálslyndi:)

Eigðu góðan dag.

Björn Júlíus Grímsson, 26.3.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

http://www.amx.is/fuglahvisl/5755/

sæll Kalli ég er sammála, en það kemur hins vegar ekki að óvart að fréttastofa sjálfstæðisflokksins, amx, er það ekki eins og kemur fram í þessum link 

Eiríkur Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband