Leita í fréttum mbl.is

Fíkniefni myrða, eyðileggja, valda kvíða og sorg,

Þegar foreldrar átta sig á því að barn þeirra er komið með fætur sína í heim fíkniefnanna fyllast þau skelfinu og ótta. Þeim hættir líka til þess að ganga inn í afneitun og vona að þetta sé nú ekki svo slæmt. Sá sem kaupir fíkniefni er farinn að versla við fólk sem svífst einskis til þess að fá vöruna greidda og í mörgum tilvikum nota þeir jafngrófar aðferðir í vaxtaálögum og bankarnir og geta jafnvel verið miklu harðari en þær stofnanir í innheimtu sinni.

Fíkniefni skemma heila fólks, breyta því og jafnvel hinar yndislegustu persónur verða að ófreskum þegar þessi efni eru farin að virka.  Ég vil hrósa lögreglunni fyrir vinnu sína og eru störf lögreglunnar oft vanmetin. Hefðu þessi fíkniefni komist á markaðinni hvað hefðu mörg sjálfsvíg, handrukkanir, andvökunætur, nauðganir og jafnvel morð orðið? En ein má spyrja um alkóhólið hvað erum margir hjónaskilnaðir í 1000 lítrum af því, framhjáhöld og svo framvegis.  Áfegnis og fíkniefna vandinn er allt of mikill í landi okkar og því er mjög brýnt að slá hvergi af í baráttu gegn þessum vágestum. Þegar svona efni koma inn í landi verður að finna neytendur, nýja neytendur og hver er markhópurinn það eru börn okkar og unglingar verndum þau og hjálpum þeim hafa orðið fyrir tjóni og skaða vegna þessara efna.

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fíkniefnin geta breytt venjulegu  fólki í vélar sem gera hvað sem  er til að fjármagna eða útvega meiri fíkniefni til að viðhalda neyslunni. Ég er svo heppinn að tala ekki af persónulegri reynslu en þekki gott fólk, nákomið mér, sem hefur ratað inn á þessa blindgötu. Sumir halda að það sé eitthvað "cool eða töff" við spítt eða kók ég þekki það ekki en ég veit að það er mikil eymd og sorg fyrir viðkomandi og alla aðstandendur.

Ég vil að það sé skilningur fyrir fíkniefnavandanum á Alþingi og treysti engum betur en Kalla Matt í þeim efnum. 

Sigurður Þórðarson, 19.4.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Minnir mig dálítið á trúarbrögð.

Matthías Ásgeirsson, 19.4.2009 kl. 20:14

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Matthías, er barátta við fíkniefnavandann trúarbrögð? Þessi athugasemd þín sýnir mér að jafnvel alvarlegustu mál geta haft skoplegar hliðar. En þeim sem eiga um sárt að binda er því miður ekki hlátur í huga.

Sigurður Þórðarson, 19.4.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Ég held að Matthías sé að meina að sá sem forfallinn er í alkóhól eða önnur fíkninefni eigi sinn vímuguð. Allt annað í lífinu víkur fyrir efninu og því er um trúarbrögð að ræða.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 19.4.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Kalli.

Góður pistill hjá þér og víst er það að Mammon er ekki góður til átrúnaðar. En, mikið sakna ég þín ú nefndinni

Ingimundur Bergmann, 20.4.2009 kl. 15:11

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég er eins og Kristur (og Davíð).  Orð mín er hægt að túlka á ýmsa vegu.

Matthías Ásgeirsson, 21.4.2009 kl. 10:18

7 Smámynd: Kristbjörg Steinunn Gísladóttir

Þetta er ömurlegur heimur, fíkniefna heimurinn og það sem skelfir mann er að hann er alltaf að stækka og verða grimmari. Löggan er að gera flotta hluti, við megum ekki spara peningana til þeirra

Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, 21.4.2009 kl. 23:11

8 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, fólk umbreitist í eitthvað sem er nánast ómannlegt.  Þetta er skelfilegur vágestur, hvort sem er fyrir börn eða fullorðna.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 28.4.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband