Leita í fréttum mbl.is

Hamingjuóskir til nýrrar ríkisstjórnar.

Það gleður mig óendanlega að kvótinn verður innkallaður og að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Með þetta vil ég óska ríkisstjórninni til hamingju. Nú  mun öll íslensk útgerð hafa jafnan rétt til þess að sækja sjóinn. Að sjálfsögðu hlýtur þetta að gerast í áföngum ekki síst með tilliti til skulda útgerðarinnar sem eru ærnar.

Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu, en auðvitað er besta tækifærið núna á þeim uppgjörstímum sem við nú lífum.  Með þessu er einnig, að hluta,  svarað sjónarmiðum mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en það var orðið mjög dapurt að horfa upp á hvað lítið gekk í því máli.  Þegar fiskimiðin hafa svo endanlega verið opnuð fyrir þjóðinni þá hefur okkur miðað áfram í átt til aukins réttlætis.

Já aftur til hamingju Jóhanna og Steingrímur.  Dagur þessarar tilkynningar er einn allra mikilvægasti dagur í þeim skrefum sem við verðum að stíga svo hægt verði að byggja landið okkar upp á ný.

Stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is Fyrningarleið víst farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Frábært !

Níels A. Ársælsson., 6.5.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er góður dagur Kalli. Síðan bíðum við eftir hvernig þetta verður útfært

Kristbjörn Árnason, 6.5.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband