Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 01:19
Áttu fisk? - áttu vatn? - áttu land?
Framsóknarmenn settu það á kosningastefnuskrá sína fyirr fjórum árum að setja ætti í stjórnarskrá að fiskimiðin ættu að vera þjóðareigu. (nú hljóðar 1.gr laga um fiskveiðar upp á það)
Nú lítur út fyrir að þeim takist það ekki, enda líklega lítill áhugi fyrir því í reynd, ef draga má ályktanir af frumvarpsflutningi þeirra og samþykkta á þingi um að vatn vors lands skuli í einkaeigu.
Og nú les maður á textavarpinu að þjóðlendurnar (sem búið er að ná af mörgum bændum með harðvítugum málferlum og aðförum) skuli fara undir Landsvirkjun sem síðar er ætlunin að selja hæstbjóðanda eða aðlabjóðanda. Þá verða þær ekki lengur þjóðlendur. Trúði því einhver í alvörunni að það stæði til?
Nú er búið að selja/gefa bankana, símann og margt margt fleira, er við áttum sem þjóð og samfélag. Auðlindir landsins eru að hverfa úr höndum þjóðarinnar fyrir verk Sjálfstæðisframsóknarflokks. Hið heilaga takmark frjálshyggjunnar er auðvitað líka að selja sjúkrahúsin og skólana. Kannske tekst Sjálfstæðisflokknum það með hjálp Framsóknar á næsta kjörtímabili ef þeir fá.
Eitt af þvi sem einkennir kúgunarríki er að auðlindir þess eru í fárra höndum og menntun mjög dýr.
Látum ekki Sjálfstæðisframsóknarflokkinn slátara síðustu búkollunni -- látum þau syngja er vorar:
"Ég fer í fríið - ég fer í fríið"
Samfylkingin berst fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum allra -- ekki bara sumra vina og vandamanna.
Stöndum þétt saman.
X-S (Success)
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 19:06
Eigi skal æpa upp -- heldur safna liði.
Það var alveg ótrúlegt að hlusta á Jón Baldvin æpa í gjálfri Egils og tala um enn einn nýjan flokk.
Ef öll sú orka sem hann notaði í þennan æsing færi í það að hvetja fólk til að standa fast á bak við Ingibjörgu og Samfylkingunni myndi fylgið aukast. Þetta ættum við öll í Samfylkingunn að íhuga vel, þegar við leggjum út á völl kosningabaráttunnar. Við kusum Ingibjörgu og við skulum leggja allt sem við getum í það að standa trygg og taust að baki henni sem hún algerlega verðskuldar og Samfylkingunni okkar.
Minnumst hinnar glæsilegu ræðu sem Össur flutti þegar Ingibjörg tók við af honum og hann hvatti okkur öll til að eflast og halda ótrauð áfram við það að stækka flokkinn og gera hann að öflugu forystuafli í íslenskum stjórnmálum og fylkjast um Ingibjörgu. Látum okkur ekki detta það í hug að eitthvað sé of seint. Koningabaráttan er varla hafin - óttumst eigi. Fram Sam-fylking.
X-S (Success)
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.1.2007 | 21:12
Messa skemmir ekki fyrir.
Jæja, þá er helgin að ganga í garð. Ég vona að hún verði okkur öllum góð. Og ég vona að engin(n) geri eitthvað sem hann/hún sjái eftir. Það er nefnilega svo leiðinlegt að heyra fréttir af alls kyns vandræðum í kjölfar "helgargleðinnar"
Stundum finnst mér eins og fólk sé ekki að fatta að alkahólið er í rauninni undirrót margra vandræða og hegðunar sem er algerlega út í hött.
Þegar ég hætti að drekka þá varð miklu minna um það að ég lenti í vandræðum (spyrjið bara konuna) og dagarnir urðu einhvern veginn gleðilegri á allan hátt.
Ef þú hefur hugsað þér að vera edrú um helgina en vaknar allt í einu þunnur/þunn á mánudaginn og kannski með móral eða að eitthvað hefur skeð sem átti alls ekki ske. Þá væri ekki vitlaust að velta því fyrir sér í alvöru hvort tími hinna stóru breytinga sé ekki runninn upp.
Ég stend með þér.
Já, hvað sem gerist þá er ósk mín sú að þú eigir góða og innihaldsríka hegli.
Messa á sunnudaginn skemmir örugglega ekki fyrir.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 23:19
Góð áhrif
Nú er dagur að kveldi kominn og ég sé að bloggið mitt hefur strax áhrif, því ég er viss um að Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins hefur lesið það sem ég sendi í loftið í morgun. Hann talar um að takmarka með lögum álagið, sem bankar hér á landi leggi á fólk. (Kannski ættum við að kalla það álögin) Þetta minnir á orð Valgerðar fyrir fjórum árum - líka svona stuttu fyrir kosningar að það gengi ekki upp að bankarnir hefðu bæði belti og axlabönd.
Og Guðni er farin að sjá að þjóðlendulögin eru líklega þjóflendulög.
Sofnum samt í friði og megi allir þeir sem vaka yfir velferð annarra í nótt eiga góða vakt.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 11:53
Tilhlökkun
Ég var að lesa féttir um hækkun matvara. Svona er nú það - vörurnar hækka og við þessir kjánar sem skuldum í íbúðunum okkar og höfum verið að sjá lánin hækka og hækka fáum nú einn gúmoreninn enn. -- Við höfðum nefnilega hlakkað til að upplifa lækkun á höfuðstólum lána okkar þar sem ríkisstjórnin (í aðdraganada kosninga) lækkar skatta og tolla á matvöru. En þá kom þetta. Og höfuðstólinn mun ekki lækka - verðbótaþátturinn vinnur áfram sitt verk. Lánnin hækka bara og hækka og vextirnir hækka og hækka.
En launin eru þau að hækka eins mikið eða örorkubæturnar eða ellilífeyririnn?
Þök heimila, þeirra sem skulda, eru orðin flugvöllur "hinnar mjúku lendingar" sem talað er um vegna ofhitnunar í hagkerfinu.
En annars við skulum samt eiga góðan dag -- því við getum hlakkað til kosninganna í vor.
X - S (SUCCESS)
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 15:05
Kallinn á ferð og flugi
Núna er ég á ferð og flugi um kjördæmið. Í kvöld verð ég á Kaffi Krók kl. 20 ásamt; Ingibjörgu Sólrúnu, Guðbjarti Hannessyni og Önnu Kristínu Gunnarsdóttir. Allir verða að mæta.
Guð verði með ykkur ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2007 | 12:23
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha